Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 7
Benedikt: Slysabætur var erfitt að sækja, menn gáfust upp vegna lögfræði- kostnaðar. Tryggingafélögin voru með hóp lögfræðinga, en sjómenn höfðu ekki efni á því að fá sér lögfræðing. Trygg- ingafélögin og eigendurnir komust bara upp með að vera ekki talin bótaskyld. Sonur Jóns Aðils dó um borð í Röðli í þessu slysi, Snæbjörn Aðils, 21 árs var hann. Ólafur: Tók útgerð Röðuls á sig ábyrgð á slysinu eða tók vélstjórinn þetta allt á sig einn, Birgir Andrésson, sem fór útbyrðis á heimsiglingu á þessum togara í desember þetta sama ár? Benedikt: Ég var á togaranum Hall- veigu Fróðadóttur, rétt áður en bruninn varð þar 1969. Mér leið hræðilega um borð í þessu skipi. Þegar við vorum hálfnaðir með túrinn, fengum við vír í skrúfuna, fórum í land, og ég stakk af. Sigurður hét hann, sem þá var með Veiguna. Ólafur: Þar kviknaði í eftir langvar- andi olíuleka, olían komst í tvinnahrúgu, og tvinninn lá upp að kabyssunni í lúkarnum, sem alltaf var kynt. Sex háset- ar köfnuðu í reyk, og fleiri fengu reyk- eitrun, þótt þeir lifðu það af3. Benedikt: Þegar ég var annar stýri- maður á Svalbak, misstum við mann út. Fundum hann ekki. Þannig var það tilkynnt: „Maður drukknar af bv. Sval- bak 1966. Aðfaranótt 6. marz féll Jón Antonsson kyndari á togaranum Svalbak frá Akureyri útbyrðis og drukknaði. Skipið var að veiðum, er slysið varð, og var ekki vitað, með hvaða hætti það bar að höndum. Var Jóns ekki saknað, fyrr en átti að ræsa hann á vakt kl. 06 að morgni, en þá var hann ekki í koju sinni. Var leitað í skipinu, en þegar það bar ekki árangur, var skipinu snúið og leitað án árangurs. Jón Antonsson var 27 ára og átti heima á Akureyri.“ Jón Antons- son var fæddur 24. maí 1939; hann lézt 7. marz 19664. Við höfum ekki fleiri orð um það. Í síðasta kafla slæddust inn villur. Skipstjórinn á Agli Skallagrímssyni var Gunnar Hjálmarsson, ekki Ólafsson. Myndin, þar sem ég er við vírastýrið, var tekin um borð í bv. Ólafi Jóhannessyni, en ekki á bv. Elliða, og leiðréttist það í myndtexta þessarar myndar. Róparnir voru tveir, forrópur og afturrópur, kaðlar, sem tengdust sitt hvoru megin í buss- umið og voru notaði til þess að hífa það inn. Þetta er óskýrt í öðrum myndtexta þarna. „Blessaður, komdu heldur til mín, mig vantar kyndara“ Haukur: Ég var á áðurnefndum bv. Ólafi Jóhannessyni frá Patreksfirði. Þá var ver- ið að manna skipið með Færeyingum. Hafði aðeins farið tvo túra á honum og var nú látinn víkja fyrir vanari manni. Mér þótti sérstaklega vænt um, að Kjartan kallaði mig inn til sín og sagði mér, að ég mætti ekki halda, að eitthvað væri upp á mig að klaga, svo væri ekki, ég hefði staðið mig vel, en þetta væru fyrirmæli frá útgerðinni. Ég fór fok- vondur upp í Sjómannafélag og talaði þar við formanninn, alnafna þjóðhetj- unnar. Ég held, að hann hafi ekki einu sinni tekið út úr sér sígarettuna, meðan hann afgreiddi mig með því að segja, að ekkert væri hægt að gera, svona málum réðu reiðararnir. Við vorum þá staddir í Reykjavík eftir siglingu frá Grimsby, komum einmitt við í Færeyjum á heim- leiðinni, þar sem færeyskir sjómenn komu um borð. Í Grimsby hafði fisksjá verið sett í skipið, en eftir var að koma fyrir botn- stykkinu, og til þess þurfti hann að fara í slipp. En þar var togarinn Júlí frá Hafnarfirði fyrir, svo bið varð á því, að Patreksfjarðartogarinn yrði tekinn upp. Júlí GK 21 var sem sagt í slippnum, og ég hringdi í bæjarútgerðina og réði mig á Júlí. Benedikt bróðir ætlaði líka að hætta á Óla Jóh og koma með mér yfir á þenn- an Hafnarfjarðartogara. Eitthvað tafðist með Júlí, taka þurfti af honum skrúfuna og fara með hana upp í Héðin til við- gerðar. Í þeim flutningum til baka niður í Slipp rann skrúfan af bílpallinum, og vélstjóri í Héðni varð fyrir henni. Það var banaslys5. Ekki var það talið boða gott. Sagt er, að einn af þeim, sem hafði verið munstraður á Júlí, hafi þá skráð sig af skipinu. Þetta var orðin lengri innivera en ætl- unin var. Svo er ég niðri í miðbæ og hitti Sjómannablaðið Víkingur – 7 „Bætur fyrir þá! Blessaður vertu, ekki frekar en fyrir heyrnarlausa ömmu þína...“ Bv. Svalbakur EA 2 við Torfunefsbryggju á Akureyri; smíðaður hjá Alexander Hall & Co. Ltd. í Aberdeen í Skotlandi árið 1949; 656 brl. með 1000 ha. gufuvél. - Ljósmynd: Minjasafnið á Akureyri. Bv. Harðbakur EA 3; smíðaður hjá Alexander Hall & Co. Ltd. í Aberdeen í Skotlandi árið 1950; 732 brl. með 1000 ha. gufuvél. Skipið var selt til Spánar í brotajárn 1979. En hvar er myndin tekin? - Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.