Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 8
þar í Pósthússtræti kunningja minn Olav Öyahals, sem þá var annar meistari á Gvendi Júní. Við tókum spjall saman eins og gengur, og ég segist vera að fara út á morgun á Júlí. „Blessaður, komdu heldur til okkar sem kyndari,“ — sagði hann, og þannig fór ég á Guðmund Júní frá Flateyri, áður gamli Júpíter Tryggva Ófeigssonar. Og ég hringdi aldrei í bæj- arútgerðina í Hafnarfirði til þess að láta þá vita, að ég væri hættur við að fara með þeim. En Benedikt hann vissi það sjálfsögðu. Benedikt: Það var eiginlega sjálfhætt. Strax og Júlí var úr slippnum, lagðist hann við togarabryggjuna hérna. Við höfðum gert tvær tilraunir til þess að fara þar um borð, en ekki hitt neinn, og snerum aftur upp í bæ. Og þegar Haukur réði sig á Guðmund Júní, ákvað ég að halda bara áfram á Óla Jóh, skipið var gott, góðir yfirmenn, og ég átti mitt pláss þarna. Óli Jóh var ekki nema einn dag í slippnum, og við lögðum sólarhring seinna af stað á Nýfundnalandsmið en Júlí eða 1. febrúar. Við vorum ekki byrj- aðir að veiða, þegar veðrið skall á laug- ardaginn 7. febrúar; vorum rétt farnir að huga að því að leysa niður trollið, en ekki búnir að kasta. Veðrið kom mjög skyndilega síðdegis, man það. Slóað var uppí til að byrja með, en mannskapurinn hafði ekki undan að brjóta ísinn, sem hlóðst á skipið, og þá var ekki annað að gera en að snúa undan og lensa á lítilli ferð. En að snúa skipinu við þessar að- stæður, ísuðu í 11–12 vindstigum og stórsjó, það er engin óskastaða, þurfti mikla aðgát og útsjónarsemi, það heitir sjómennska. Síðan fóru næstu tveir sólarhringar í að brjóta ís og lensa suður í hlýrri sjó. Sama sagan hjá öllum skipunum. Háseti var alltaf við stýrið, skipstjóri grípur varla í það, en hann gat valið mann á stýrið. Sjálfur var skipstjórinn alltaf á útkikki úti í glugga og fylgdist með öllu. Hjá okkur gekk þetta vel, en hann tók dýfur. Að snúa undan varð að gerast með gætni, hitta á rétta lagið. Hægt var gera það í myrkri. Kveikt er á kastaranum og hann látinn fylgja öldu- toppunum, það glittir alltaf fyrir broti. Gefið var svolítið inn til þess að fá hann vel af stað upp í vindinn, og svo var að sjá út gott sjólag. Það var brjálað um nóttina, aðfaranótt sunnudagsins 8. febrúar. Seinna fréttist, að skeyti hefði komið frá Júlí á sunnudagsmorgninum og kannski annað um kvöldið sama dag, en ekkert eftir það. Gæti hafa farið yfir um, þegar snúið var undan eða bara lensazt niður. Ólafur: Skv. skeytum, sem bárust frá togaranum á sunnudaginn, þá var ekki að heyra, að neitt væri að. Þeir höfðu farið suður frá Ritubanka á laugardeg- inum6. Haukur: Það, sem m.a. gerir vara- samt að lensa í vondu veðri, er, að aldan kemur ekki endilega beint aftan á skipið, heldur öðru hvoru megin við miðju þess og kastar þá afturendanum til hliðar. Skipið snýst af stefnunni og getur í versta tilfelli lagzt flatt fyrir næsta sjó. Á bullandi lensi gat því verið mikið að gera hjá manninum við stýrið, hann þurfti stöðugt að bregðast við og snúa rattinu til að leiðrétta stefnuna. Líklega láta menn sjálfstýringuna um þetta núna. Benedikt: Undir eðlilegum aðstæðum hefði ekki verið snúið undan, heldur haldið upp í veðrið, þar til það var gengið yfir. En þarna var það ekki hægt vegna ísingarinnar, saltlítill sjór við 0°C. Og lofthitinn, það var hörkufrost og yfir 10 vindstig. Þeir skáru allt af Þorkeli Mána, bátana og uglurnar, björguðu skipinu, og Marzinn fylgdi honum heim; allir voru í sambandi við alla þarna á Ritubanka. Hann er orðinn svagur, ef hann er lengi að ná sér til baka, rétta sig við, það Pokamaðurinn hnýtir pokahnútinn. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson. Bv. Hvalfell RE 282; smíðað árið 1947 hjá Cook, Welton & Gemmel, Beverley, Englandi; 655 brl. með 1000 ha. gufuvél. Eigandi Mjölnir hf. í Reykjavík. Bv. Egill Skallagrímsson RE 165, smíðaður árið 1947 hjá Cochrane and Sons Ltd., Selby, Englandi; 654 brl. með 1000 ha. gufuvél. Eigandi Kveldúlfur hf., Reykjavík. Systurskip Egils Skallagrímssonar voru Elliði, Júlí, Ingólfur Arnarson o.fl . - Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson. 8 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.