Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 20
Lúðvík Jósepsson var sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sem kom til valda 1. júlí 1956. Alþingi ákvað síðan með lögun frá 27. desember 1956 að heimila ríkisstjórninni að láta smíða tólf fi skiskip í Austur- Þýskalandi er skyldu vera stálfi skiskip á stærðarbilinu 150- 250 rúmlestir, sem síðan yrðu afhent sveitarfélögum eða út- gerðarfyrirtækjum vítt og breitt um landið. Jafnframt var ríkisstjórninni heimilað að taka lán í nafni ríkissjóðs til að fjármagna kaupin sem síðan yrði endurlánað væntanlegum kaupendum, svo næmi allt að 80% af andvirði hvers skips. Í framhaldinu fól ríkisstjórnin hlutafélaginu DESA í ársbyrjun 1957 að hafa milligöngu við stjórnvöld í Austur-Þýskalandi um smíði skipanna. Hinn 14. janúar 1957 var gengið frá samningi um smíði 6 fyrstu skipanna og í maí sama ár um smíði 6 skipa til viðbótar. Samið var við skipasmíðastöðina Volkswerft í Stral- sund í Austur-Þýskalandi sem hóf starfsemi á árinu 1948. Á árunum fram til 1953 smíðaði stöðin skip af ýmsum stærðum og gerðum sem öll fóru til Sovétríkjanna til greiðslu á stríðs- skaðabótum. Næstu skipin sem stöðin smíðaði voru togarar fyrir Sovét- ríkin og önnur lönd sem tilheyrðu Austurblokkinni. Í október 1957 hóf stöðin smíði á nefndum 12 skipum fyrir Íslendinga er voru jafnframt fyrstu skipin sem hún smíðaði fyrir vestrænt ríki. Á árinu 1958 var tekið 50 milljóna lán, til 12 ára með 2,50% vöxtum, í Sovétríkjunum til þess að fjármagna skipakaupin en vegna hagstæðra vöruskipta við Austur-Þýskaland á þessum ár- um þurfti ekki að nota nema hluta af láninu til þess að greiða fyrir skipin. Hjálmari R. Bárðarsyni, skipaverkfræðingi og skipaskoðunarstjóra, var síðan falið að hanna skipin og semja smíðalýsingu og aðstoða DESA sem tækniráðunautur í komandi samningum við skipasmíðastöðina í Stralsund. Þessi gerð skipa nefndist síðan HRB-42 til aðgreiningar frá öðrum gerðum skipa sem Hjálmar hafði áður hannað. Skipin voru öll eins í megin- atriðum þ.e. form bolsins og yfirbygging. Tækjabúnaður var í meginatriðum hinn sami nema að tvö skipanna voru ekki búin sérstaklega til togveiða. Í töfli 1. má sjá helstu stærðir. Í áðurnefndum lögum frá Alþingi var skýrt tekið fram að skipin yrðu að mælast rétt innan við 250 brl. Ástæðan var tví- þætt; vökulögin sem svo eru nefnd tóku ekki til skipa minni en 250 brl., en vökulögin sem sett voru á árinu 1921 kváðu á um að tryggja bæri íslenskum sjómönnum, á togurum 250 brl. og stærri, 6 klst. hvíld í sólarhring. Einnig gerðu kjarasamningar þess tíma ráð fyrir fleiri í áhöfn á togurum sem mældust 250 brl. eða stærri. Þessu til viðbótar má nefna að þessum skipum var ætlað að athafna sig í litlum og vanbúnum höfnum á landsbyggðinni sem hefur trúlega ráðið einhverju um stærð þeirra. Engu að síður var þessum skipum ætlað að veiða á sama sjó og stærri togskip en til þess þurfti að taka tillit þegar stærð aðalvélanna var ákveðin, ásamt skrúfubúnaði, togvindum og öðru því sem togveiðar krefjast. Í ljósi þessa var hönnun skipanna nokkuð flókið verkefni þar sem taka þurfti tillit til reynslu, bæði útgerða og sjómanna við hönnun og útfærslu þeirra. Þar sem togveiðar áttu að vera meginverkefnið miðaðist búnaður þeirra í meginatriðum við það þótt þeim væri einnig ætlað að sinna öðrum veiðum á sem hagkvæmastan hátt. Allar teikningar, bæði stál- og smíðateikningar, voru Torfunefsbryggja á Akureyri. Bjarnarey NS-7 snýr breiðsíðunni að ljósmyndaranum. Helgi Laxdal og Kristín Jóhannsdóttir Stralsundararnir 20 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.