Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 24
Um miðjan ágúst síðastliðinn fór ég ásamt eiginkonu minni til Norður-Þýskalands, þess hluta landsins sem um skeið tilheyrði Austur-Þýskalandi. Þar sem í ferðinni var fyrir- hugað að heimsækja borgina Stralsund ákvað ég að heimsækja Stralsund Wolksverk, taka þar myndir og ef vel tækist til að eiga viðtal við einhvern þann sem komið hafði að smíði Stral- sundaranna svokölluðu. Til þess að tryggja nú sem bestan árangur af heimsókninni hafði ég, með góðum fyrirvara, samband við ferðaskrifstofuna sem skipulagði ferðina, „Bændaferðir“, og óskaði eftir því að hún kæmi þessari ósk minni á framfæri við stöðina. Mér var afar vel tekið á skrifstofunni sem hafði strax samband við far- arstjórann Kristínu Jóhannsdóttur frá Vestmannaeyjun sem hafði búið í Austur-Þýskalandi í um 20 ára skeið. Kristín gekk strax í það að hafa samband við stöðina með ósk um að fá að skoða hana. Hún óskaði fyrst eftir því fá að koma þangað með allan hópinn en það kom víst ekki til greina. Aftur á móti virtist allt í lagi að við kæmum í heimsókn. Spurt var um tilefni og það sagt vera að ég væri að skrifa grein um skipin 12 sem þarna voru smíðuð á árunum frá 1957 til og með 1960. Þá var spurt hvort ég væri blaðamaður og óskað eftir skriflegri staðfestingu þar um. Af því tilefni hafði ég samband við Jón Hjaltason ritstjóra Víkingsins og bað hann að útbúa trúverðugt skjal þar um sem hann gerði. Fyrsta morguninn í Stralsund var hafist handa við að undirbúa heimsókn í stöðina. Kristín hringdi til þeirra og fékk þau svör að við værum velkomin um ellefuleytið en hún skyldi hringja áður en lagt yrði af stað. Á tilsettum tíma var aftur hringt en þá hafði greinilega eitt- hvað breyst; nú var allt fullt af ljónum í veginum. Kannski voru þeir ekki mættir sem höfðu það hlutverk hjá stöðinni að taka á móti gestum. Okkur var því boðið að hringja eftir svona hálf- tíma. Það var gert en ennþá voru þau sem áttu að taka á móti okkur týnd og tröllum gefin. Þannig leið tíminn þar til við ákváðum að fara nú bara á staðinn og láta á það reyna hvort við kæmust inn. Það var gert en án árangurs við hliðið var varð- maður sem hafnaði því alfarið að hleypa okkur inn á stöðvar- svæðið. Eftir að hafa tekið myndirnar sem hér fylgja með var snúið til baka og farið uppá hótel. Hjá hótel-staffinu reyndum við að afla upplýsinga um afhverju við fengum ekki að skoða stöðina. Þar fengust ekki aðrar skýringar en þær að stöðin væri yfirleitt ekki til sýnis fyrir ókunnuga. Íslendingarnir í hópnum skýrðu þessa fýluför okkar á þann veg að það væri svo skammt um liðið síðan allt í landiu gekk fyrir skriflegum leyfum af öllum gerðum og það væri bara enn svo mikið til af formum sem væri verið að fylla út án þess að nokkrum væri tilgangurinn ljós. Kannski það. Á myndinni sést aðkoman að stöðinni mjög vel. Í búrinu, þar sem opni glugginn er til vinstri á myndinni, var aðsetur vaktmannsins. Því miður hafði hann vikið frá glugganum þegar myndin var tekin. Í nálægð bar fas, útlit og þefur það með sér að hann væri ekki að koma beint af AA fundi. Ef við látum hugann reika til baka má reikna með að á árunum 1957-’60 hafi íslensku eftirlitsmenn- irnir, vélstjórarnir Jóhann Þorláksson og Kári S. Kristjánsson átt mörg sporin einmitt framhjá eftirlitsglugganum. Ferð til Stralsund Hér stöndum við Kristín, farastjóri, fyrir utan hliðið að hinni frægu skipa- smíðastöð í Stralsund. Myndina tók ung stúlka sem var að koma á reiðhjólinu sínu út um hið gullna hlið. Við spurðum hana hvort hún gæti bara ekki lóðsað okkur um stöðina en það kvað hún af og frá og svo virtist sem spurningin ein hefði hrætt hana því í framhaldinu leit hún fl óttalegu augnaráði til allra átta. Skipasmíðastöðin séð út um gluggann á rútunni á brúnni sem tengir fastalandið við eyjuna Rügen. Eins og sjá tengjast margar byggingar stöðinni. 24 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.