Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25 Nokkrar frásagnir fararstjórans um lífi ð í Austur-Þýska- landi. Það verður lengi í minnum haft þegar við lágum á hliðinu hjá þeim í Volkswerft Stralsund án þess að eiga séns í að komast inn, þrátt fyrir að vera búin að skrifa og hringja til allra, sem áttu að skipta máli þarna í verksmiðjunni. Auðvitað fékk mað- ur á tilfinninguna að þeir hefðu alls ekki frétt af byltingunni þarna um árið. En ég var að rifja upp sögur af því hvað stífni og þjónustu- lund í gamla Austur- Þýskalandi var oft yfirþyrmandi. Á veit- ingastöðum var staðan gjarnan þannig að þjónarnir settu skilti með „frátekið/reserviert“ á hluta af borðunum í veitingasalnum til þess einfaldlega að hafa minna að gera. Það skipti þá engu máli þó að röð fólks biði fyrir utan. Mér er minnistætt hvað ég var fyrst hissa þegar ég tók eftir því að Austur- Þjóðverjarnir pöntuðu sé mjög oft 2-3 drykki í einu. Ég fékk svo skýringuna, sem var sú að það væri alveg óvíst að þjónninn kæmi nokkuð aftur. En Austur-Þjóðverjarnir voru góðir í að gera sjálfir grín að sér og sínum. Þegar mér fannst jólagæsin í Leipzig frekar kjötlítil og mögur fékk ég þá skýringu að Í Vestur- Evrópu væru gæsirnar aldar á alskyns hormónum, í Austur-Þýskalandi væru hormónalyfin aftur öll notuð í að byggja upp íþróttamennina. Sögurnar af ráðamönnum eru líka margar skondnar. Eitt sinn var Erich Honecker leiðtogi Austur-Þýskalands að metast um kjör verkamanna sinna við Gorbatschow og Ronald Reagan. Fyrst lýsir Reagan kjörum verkamanns í Bandaríkjunum og segir: „Í Bandaríkjunum þénar verkamaðurinn 1000 dollara á mánuði, hann þarf að lifa á 500, en leggur 500 fyrir til að eiga í næstu kreppu.“ Við þetta bætir Gorbatschow að í Sovétríkjunum þéni verka- maðurinn 1000 rúblur á mánuði, sem hann eyði öllum í fram- færslu sína, sem sé allt í lagi því það sé engin hætta á kreppu í Sovétríkjunum. Þeir líta svo til Honeckers og það stendur ekki á svari: „Í Austur-Þýskalandi þénar verkamaðurinn 1000 austur þýsk mörk á mánuði, en hann eyðir 2000, og ekki spyrja mig hvernig hann fer að því!“ Þá er líka skemmtileg sagan af því þegar Erich Honecker kemur á Alexanderplatz í Berlín og sér þar langa röð fólks, sem hann heldur að bíði eftir að fá eitthvað spennandi keypt. Hann ákveður að fara aftast í röðina og sjá hvað sé í boði. Hann er ekki búinn að vera lengi í röðinni þegar fólkið tekur að tínast í burtu og á nokkrum mínútum er bara einn eftir á undan hon- um og á honum mikið brottfararsnið. Honecker stoppar hann og spyr eftir hverju fólkið hafi eiginlega verið að bíða. Maður- inn svarar: „Við ætluðum öll að sækja um að fá að flytja frá Austur- Þýskalandi, en fyrst þú ert að fara þá erum við alveg til í að vera hér áfram.“ Hér sést yfi r eina sumarleyfaparadísina sem alþýðulýðveldið var búið að koma á fót fyrir þegna sína en aðeins útvaldir fengu að heimsækja. Takið eftir, sólstólarnir voru hreyfanlegir þannig að sá sem hafði hlammað sér þar niður gæti notið sólarinnar sem best. Ekki dónalegt eftir margra ára dvöl í biðröð eftir réttlætinu. Stæltir íþróttamenn, horaðar gæsir Húsið á myndinni er nú ekki beint beisið. Fararstjórinn okkar sagði okkur að fyrir sameiningu hefðu mörg hús litið svona út í austurhlutanum og vegir verið illa farnir, holóttir og illa við haldið. Nú heyrir það til undantekninga að sjá svona tilhaft hús í austurhlutanum og vegirnir eru síst verri fyrir austan.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.