Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 40
með öryggislínu í hendinni. Henni var
snarlega bjargað um borð í björgunarbát
frá Southland. Brátt komu bátar frá
hinum skipunum. Dóttirin, Leonora
Müller, 19 ára, nú doktor í uppeldisfræði
í Bandaríkjunum, fylgdi í spor móður-
innar, en með henni stökk Brown, yfir-
vélstjóri. Þá stukku farþegarnir hver af
öðrum og fylgdi skipverji hverjum
þeirra. Allir komust þeir heilir á húfi í
björgunarbáta, en einn þeirra lést, full-
orðinn farþegi, líklega af áreynslu og
kulda. Þá munaði litlu með frú Ninu
Dannheiser, en hún var þrekin kona, um
115 kg. Með henni stökk einn undirvél-
stjóranna og þegar kom að björgunar-
bátnum, reyndist það þrautin þyngri að
koma henni um borð, því hún var orðin
rænulítil af kulda og áreynslu og gat
enga björg sér veitt. Þrátt fyrir mikið
erfiði tókst ekki að koma henni upp í
bátinn og því varð það til ráðs að binda
hana við síðuna og sigla að Southland
þar sem tókst að koma henni um borð.
Hún náði sér alveg, en kjölturakkinn
hennar, sem fékk pínulítið björgunar-
belti hvarf í djúpið. Þá var komið að því
að bjarga skipverjunum, sem enn voru
um borð. Það reyndist auðveldara en
með farþegana, þótt nokkir þeirra væru
ekki syndir.
Sjómennirnir, sem fóru í björgunar-
bátunum, unnu stórkostlegt afrek. Í ill-
viðri og vondum sjó fóru þeir ferð eftir
ferð, lögðu sig í lífshættu til bjarga
fimmtíu manna hópi af Flying Enter-
prise. Í þessum nafnlausa hópi ber nafn
Róberts Husband hæst. Hann fór frá
skipi sínu, Greely, með níu menn, tvær
ferðir og bjargaði alls sautján manns.
Um klukkan þrjú síðdegis voru allir
komnir frá borði nema Carlsen skip-
stjóri. Hann neitaði að yfirgefa skip sitt
og svo varð að vera.
Á reki
Þegar Carlsen var orðinn einn um borð í
skipinu sendi hann Ísbrandtsen, útgerð-
armanni skeyti: „Allir farþegar og áhöfn
nú örugg STOP Verð um borð uns drátt-
arbáturinn Ocana kemur, vinsamlegast
láttu konu mína vita.“ Hann vissi, að
hann var í miklli hættu; hann gat til
dæmis lokast inni í einhverri af mörgum
vistarverunum, orðið fyrir hurð, sem
skelltist eða einhverju lauslegu, sem
þeyttist um í veltingnum. Hann þurfti að
geta náð sambandi við nærliggjandi skip,
ef allt færi á versta veg og hann þyrfti að
yfirgefa skipið í flýti. Loftskeytastöðin
var gagnslaus, hann var reyndar sjálfur
radíóamatör, en tækin hans, sem hann
hafði notað undanfarna daga, voru orðin
straumlaus og eina tækið var lítil talstöð,
sem hann hafði keypt handa föður sín-
um og hún reyndist ágætlega nothæf.
Hann hafði samband við Greely, sem
kom skeytum hans áfram.
Þá var það dráttarbáturinn. Sam-
kvæmt skeyti frá útgerðarmanninum var
hann í um 700 sjómílna fjarlægð í slæmu
veðri og hans varla von næstu dægrin.
Þá varð hann að finna sér næturstað, þar
sem færi sæmilega um hann og byði upp
á örugga flóttaleið. Til þess valdi hann
loftskeytaklefann, en þar var naglfastur
sófi og vegna hallans á skipinu, þjónaði
veggurinn hlutverki gólfs. Þarna tókst
honum að búa um sig og sofa þolanlega
alla nóttina.
Hann var svangur þegar hann vaknaði
sunnudagsmorguninn 30. desember og
hann þurfti ekki að opna augun til þess
að finna, að sjólagið hafði ekki batnað.
Hann skreið niður í eldhúsið til að leita
að matarbita, en þar var allt á tjá og
tundri. Honum tókst að opna frysti-
geymsluna, þrátt fyrir að handfangið
væri í ökklahæð vegna hallans, en þar
gaus út óþefur. Kælingin hafði farið af
fyrir viku. Þó hafði hann stóra köku og
stóra brúsa með tómatsafa upp úr krafs-
inu. En matur er matur! Eftir að hafa
fengið sér í svanginn, skifaði hann í
skipsdagbókina, en hana hafði hann
ekki snert frá því á aðfangadag.
Dráttarbáturinn Oceaan, sem hann
hafði vonast eftir, snéri við til að hjálpa
systurskipi sínu Zwarte Zee (Svartahaf),
sem hafði verið að aðstoða danskt flutn-
ingaskip í nauðum á Biscayaflóa, en lenti
sjálft í vanda og þurfti aðstoð. Þá lagði
franskur dráttarbátur, Abeille 25, úr höfn
í Calais í Frakklandi, en sneri fljótt við
og ætlaði að bíða betra veðurs. Þá komst
útgerðin í samband við eigendur dráttar-
bátsins Turmoil, sem talinn var einn sá
stærsti í heimi. Þar á bæ voru menn til-
búnir til verka, en gallinn var bara sá, að
Turmoil var á leið til Falmouth á Corn-
wallskaga með olíuskipið Mactra, sem
misst hafði skrúfuna undan Írlandi á
annan dag jóla. Strax og þeir væru lausir,
færu þeir af stað.
Undir kvöld lægði vind dálítið. Þá
heyrði Carlsen í fyrsta skipti í flugvél, en
herflugvél flaug yfir og flugmaðurinn tók
mynd af Carlsen, þar sem hann hékk á
lunningunni og veifaði. Sú mynd hratt af
stað miklu fjölmiðlafári, ekki aðeins á
Englandi, heldur ekki síður í Bandaríkj-
unum.
Gamlársdag var Carlsen einn um borð
í skipi sínu í haugasjó og veltingi, kald-
ur, svangur og þreyttur. Þá var ungur
stýrimaður, Kenneth Roger Dancy, í
London, 27 ára, þrautreyndur sjómaður
frá unglingsárunum, kvaddur til afleys-
ingastarfa á dráttarbátnum Turmoil og
hann yfirgaf áramótaveisluna, sem hann
var í og hélt með næturlest til Falmouth.
Hann kemur við sögu síðar.
Rétt eftir miðnætti, á fyrstu mínútum
hins nýja árs, 1952, vakti Greely Carlsen
með háværu flauti, þeir voru að kveðja
og við stöðu hjálparskips tók flutninga-
skipið Golden Eagle, af svipaðri stærð og
Flying Enterprise. Hann fékk einnig
staðfest, að Turmoil væri ekki enn lagður
af stað, svo biðin yrði að minnsta kosti
tveir sólarhringar til viðbótar, til þriðju-
dagskvölds! Vind hafði aukið, var 7 og á
köflum 9 vindstig. Fyrir Carlsen var
ekkert annað að gera en að bíða. Svo
FARMURINN
Það er ekki gott að fá nákvæma lýsingu á farminum, sumt af honum er sveipað mikilli leynd.
Carlsen hafði t.d. lestað tug Volkswagenbifreiða í Bremen og Hamborg, en muna verður, að enn
var aragrúi bandarískra hermanna í Vestur-Þýskalandi. Tók hann um 1700 póstpoka, sem fara
áttu til Bandaríkjanna, alls nær 500 tonn. Þá var þarna einnig talsvert magn af fornmunum,
sumum allt frá dögum Lúðvíks XVI, Frakklandskonungs, stór sending af svissneskum úrum,
hljóðfæri, þar á meðal allmargar Stradivarius fiðlur, peningasending af óþekktri upphæð,
hundruð tonna af járni o.m.fl. Þá er ótalið það, sem mest leynd hvílir yfir. Nokkrar heimildir
segja, að skipið hafi flutt dálítið magn af zirconium, efni, sem notað var og er enn, til að koma
í veg fyrir geislun frá kjarnaofnum. Þetta var árla í kalda stríðinu og gífurleg leynd hvíldi yfir
öllu því, sem að kjarnorku laut. Sumarið 1953 sendi ítalska björgunarfyrirtækið Sorima skip
sitt, Rostro, á vettvang og í tvo og hálfan mánuð var kafað ofan að flaki Flying Enterprise.
Mikil leynd var viðhöfð og það eina af því, sem bjargað var, og mátti mynda, var stæða af 2
dollaraseðlum, upphæð óþekkt. Það, sem tekið var úr skipinu var flutt til Belgíu og sett í
„grámáluð bandarísk skip“ og flutt burtu. Snemma á þessari öld var enn kafað, það gerðu
danskir kvikmyndagerðarmenn. Þeir sáu, að á stjórnborðssíðuna hafði verið sprengt stórt gat,
nægjanlegt til að ná út varningi. Þeir gerðu heimildarmynd um Flying Enterprise, söguna og
köfunina, sem sýnd var í danska sjónvarpinu nú í október. Einnig leituðu þeir upplýsinga um
farminn. Hluti farmskjala er í vörslu Leyniþjónustu Bandaríkjanna og skráður sem leynigögn
og því fengust alls engar upplýsingar. Í janúar 2005 birtist grein í danska blaðinu Berlingske
Tidende, þar sem því er haldið fram, að zirconium hafi verið í farminum og það tengt smíði
bandaríska kjarnorkukafbátsins Nautilius, sem í janúar 1955 sigldi undir ísinn á norður-
pólnum fyrstur allra.
40 – Sjómannablaðið Víkingur