Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Síða 41
vantaði Carlsen eitthvað að drekka ann- að en bjór. Ferskt vatn var ekki að fá annað en það, sem hann gat safnað saman úr drykkjarílátum, gamalt og staðið. Hann skoðaði skipið eftir föng- um, ástandið hafði ekki batnað. Miðvikudagsmorguninn 2. janúar fékk bandaríska flotastjórnin skeyti frá skipherranum á tundurspillinum John W. Weeks, þar sem hann segist hafa leyst Golden Eagle af, loftþrýstingur sé ört lækkandi, vindurinn um 8 vindstig og mikill sjór, en bjart yfir. Flying Enter- prise reki til suðausturs um 2 sjómílur á klukkustund. Carlsen sendi skeyti til Isbrandtsen um að nú hefði aukist sjór í lestum, lest þrjú (þar sem sprungan var) sé nánast full, halli sé um 65°, en góðar líkur séu á að skipið haldist á floti. Um hádegið reyndi skipstjórinn að fá Carl- sen til að koma yfir í sitt skip, því var kurteislega hafnað, færi hann frá borði væri Flying Enterprise orðið „rekald“, en skipi sínu ætlaði hann, ef nokkur kostur væri, að koma til hafnar. Reynt var að koma línu milli skipanna, svo Carlsen fengi heitan mat, en það mistókst. Árla að morgni fimmtudagsins 3. janúar hoppaði Dacy, stýrimaðurinn fyrr- nefndi, um borð í dráttarbátinn Turmoil, sem þá lagði úr höfn í Falmouth undir stjórn Dan Parker, sem var einn reynd- asti skipstjórinn á þessu sviði, alhvítur á hár og skegg, virðulegur og auknefndur „faðirinn“. Ætlaði hann að siglingin að Flying Enterprise tæki 36-48 tíma eftir því hvernig vindurinn blési. Loftvogin steig og veðrið fór skánandi, vindstigin voru „bara“ fimm. Turmoil var með stærstu dráttarbátum á Englandi, 205 fet á lengd, knúinn 3200 hestafla dísel- vélum, ganghraðinn var 16 sjómílur og hafði 27 manna áhöfn. Ferðin var áhættusöm, ekki aðeins vegna veðursins, heldur einnig vegna björgunarsamning- sins: „no cure, no pay“, engin björgun, engin borgun. Þennan dag tókst áhöfn- inni á Weeks, í annarri tilraun, að koma mat yfir til Carlsens, dýrindis steik, heitu kaffi, samlokum og reyndar sígarettum, sem hann þáði með þökkum, pípureyk- ingamaðurinn. Carlsen þakkaði fyrir sig, nú þurfti hann ekki lengur að leita matar í eigin skipi. Áhyggjur hans voru nógar samt. Hann vissi vel, að farmurinn hafði færst mikið til og að skipið seig sífellt dýpra og dýpra. Um kvöldið lagðist Carlsen í „hvílu“ sína, þess fullviss, að Turmoil væri ekki langt undan, saddur í fyrsta sinni í tæpa viku. Aðfararnótt föstudagsins 4. janúar náði Turmoil á staðinn og undirbúningur að björguninni hófst. Hvernig átti að koma tógi yfir í Flying Enterprise með einn mann um borð, sem þurfti að nota aðra hendina í hallanum og veltingnum? Fyrsta til- raunin fór út um þúfur í morg-unmyrkrinu. Skip- herra tundurspillisins sendi skeyti og sagði m.a., að Flying Enterprise hallaðist núna um 60-65°, framhlutinn lægi dýpra, stýri og skrúfa væru upp úr sjó, stýrið lemdist til. Skipið yrði dregið afturá- bak til að reyna að koma í veg fyrir meiri leka. Það tók áhöfnina á Turmoil tvo tíma að gera klárt fyrir næstu tilraun, en nú varð að hafa hraðar hendur, dagsbirtan varði ekki nema fimm til sex klukku- stundir. Næsta tilraun var gerð um áttaleytið, vindur hafði heldur vaxið, ölduhæðin var allt að 25 fet og skipið hallaðist í nær 80° þegar verst lét. Carlsen náði ekki línunni, vindurinn hreif hana frá honum. Þar sem fram- hlutinn lá lægra í sjó, var nú ákveðið að reyna að festa dráttartaugina í stefnið. Næsta tilraun mistókst líka. Og sú næsta og sú næsta og sú næsta. Þetta var eins og að reyna kasta silkiborða 20 metra milli tveggja ótemja. Í hvert skipti hafði Carlsen lagt sig í mikla hættu, hann hafði aðeins aðra hendina lausa. Veðrið lægði stórlega þegar á föstudaginn leið. Carlsen vildi halda áfram eins lengi og unnt væri, Dan Parker skipstjóri líka, hann mundi samninginn, „engin björg- un, engin borgun“. Næsta tilraun mis- tókst líka og Turmoil skreið aftur með Flying Enterprise. Kröpp alda hafði nær skellt dráttarbátnum í skutinn á Flying Enterprise og þegar hann lyftist upp, stökk stýrimaðurinn Dancy úr brúnni og náði í neðstu slána í rekkverkinu og hóf sig um borð. Dráttarbátinn bar frá og Dancy tókst að vega sig um borð, renn- blautur var hann og án björgunarvestis. Hann heilsaði Carlsen og saman staul- uðust þeir inn í brúna, sem var afdrep þeirra beggja um sinn. MÓT- TÖKURNAR Strax við komun til Falmouth var þeim félögum tekið sem hetjum. Sama var uppi á teningnum í London, en þar hitti hann aldraða forelda sína, sem boðið hafði verið frá Danmörku. Í Kaupmannahöfn var hann hylltur á Ráðshústorginu, í augum Dana var hann þjóðhetja. Hann gaf sér tíma til að heimsækja fæðingarbærinn sinn, Bagsværd. Við komuna til New York ók hann um götur í opinni bifreið og var hylltur af tugum þúsunda. Carlsen var sæmdur mörgum orðum fyrir afrek sitt, auk margvíslegra annarra viðurkenninga. Flying Enterprise sekkur. Sjómannablaðið Víkingur – 41 Félag skipstjórnarmanna óskar félagsmönnum sínum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á líðandi ári. Félag skipstjórnarmanna Með fagmennsku og færni í fyrirrúmi Grensásvegi 13 - 108 Reykjavík Skipagötu 14 - 600 Akureyri www.officer.is og www.skipstjorn.is officer@officer.is og skipstjorn@skipstjorn.is

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.