Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Qupperneq 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur
Utan úr heimi
Niðurskurður í breska sjóhernum
Stjórn Camerons hefur tilkynnt mikinn niðurskurð til hermála og þar
hefur flotinn fengið sitt. Menn höfðu undirbúið sig undir eitt og annað
en ekki það sem síðar kom. Þegar í stað verður flugmóðurskipinu
HMS Ark Royal lagt og fljótlega mun annað hvort flugmóðurskipanna
HMS Illustrious eða HMS Ocean fylgja í kjölfarið. Verða þessi skip rif-
in og þá mun einnig tími Harrier orustuvélanna enda í flotanum þar
sem ekki verða skip lengur til fyrir þær að lenda á. En það er meira
sem verður ráðist á því fjórar freigátur og eitt móðurskip verða send í
pottana. Þá verður skipum lagt og fram til ársins 2015 verður fækkað í
mannafla um 5000 manns. Það voru þó líka góðar fréttir sem bárust
þar sem tilkynnt var að þrátt fyrir 8% niðurskurð til næstu fjögurra ára
yrði haldið áfram með smíði tveggja flugmóðurskipa, sjö kafbáta, sex
orustuskipa og ótiltekins fjölda freigátna.
Nýtt safnaskip
Þeir sem áttu leið
um höfnina í Piraeus í
Grikklandi s.l. sumar
gátu litið augum nýj-
asta skipið sem hefur
hlotnast sá titill að
vera safnaskip. Um er
að ræða skip af gerð-
inni Liberty sem fræg
urðu í seinni heims-
styrjöldinni. Skipið,
sem fengið hefur nafn-
ið Hellas Liberty, er
annað tveggja skipa af
þessari gerð sem eftir eru í heiminum. Það voru tveir bandarískir þing-
menn af grísku bergi brotnir sem lögðu fram frumvarp í bandaríska
þinginu árið 2006 um að Liberty skipið Arthur M Huddell skyldi gefið
grísku ríkisstjórninni til nota sem safnaskip til að minnast kaupskipa-
sjómanna og áhrifa þeirra á grískt samfélag.
Safnað var fjár til að kosta drátt á skipinu úr skipakirkjugarði
bandaríkjahers, í James River í Virginíu, og yfir hafið til Grikklands
þar sem skipið var gert upp. Verður skipið haft til sýnis í Faliron nærri
Piraeus og ef lesendur blaðsins eiga leið þar um hvet ég þá til að skoða
þetta merka skip.
Ætla ekki að auka hraðann
Þegar kreppan brast á fyrir tveimur árum síðan ákvað danski útgerða-
risinn A.P. Möller að draga úr ganghraða skipa sinna. Í fyrstu urðu
viðskiptavinir óhressir með þessa ákvörðun útgerðarinnar en þær
óánægjuraddir hafa með öllu horfið. Nú þegar hagur útgerðarinnar er
farinn að vænkast á ný gerðu menn ráð fyrir að olíugjafirnar yrðu
settar í botn en svo mun ekki verða raunin. Benda danskir á að með
því að draga úr ferð um 20% þá sparist 40% eldsneyti. Þá hefur af-
hendingaöryggið aukist til muna því að skipin standast áætlanir mun
betur þar sem möguleiki er á að auka ferð ef veður hefur hamlað för
skips. Meðalsiglingahraði skipa sem eru í langsiglingum eru 19 hnútar.
Til að draga ekki úr þjónustunni hafa þeir bætt við einu til tveimur
skipum á hverja áætlunarleið til að vega upp á móti lengri siglingatíma
en að sama skapi fást fleiri störf.
Frumkvöðlar í brotajárn
Nú hafa mörg skipin horfið af sjónarsviðinu enda er mikill fjöldi skipa
sem hafa farið í brotajárn á tímum þar sem erfitt er að fá farma í skip-
in. Nýlega fóru tvö gámaskip sem mörkuðu tímamót í þessum flutn-
ingum í sína síðustu för og það til brotajárnskaupmanna. Fyrra skipið,
Horizon Crusader, hefur verið talið fyrsta gámaskipið í heiminum sem
búið var gámasleðum eða sellum í öllum lestum. Skipið var smíðað í
Bandaríkjunum fyrir þarlenda útgerð og var alla tíð undir bandarískum
fána. Hitt skipið, Sealand Performance, í eigu A.P. Möller útgerðarinnar
var fyrsta skip sem braut 4.400 TEU‘s múrinn. Skipið var eitt 12 skipa
af svokallaðri Econ gerð sem bandarísk útgerð lét byggja en fór reynd-
ar á hausinn í kjölfarið. Skip þessi áttu að vera í hringferðum um-
hverfis hnöttinn en sú hugmynd gekk ekki upp á þeim tíma enda
þóttu skipin full stór.
Eldsneyti framtíðarinnar
Miklar prófanir og
rannsóknir fara fram
víða um heim í þeirri
viðleitni að finna betra
og vistvænna eldsneyti
fyrir skip svo draga
megi úr mengunar- og
umhverfisáhrifum út-
blásturs frá skipum.
Kjarnorkan er hugsan-
lega einn af valkost-
unum en þá koma upp
önnur vandamál og
það eru ríki sem banna slíkum skipum að koma til hafna sinna. Niður-
staða nýlegs samstarfshóps um eldsneyti skipa hefur ályktað að árið
2015 verði fljótandi jarðgas LNG orðið mest notaða eldsneyti skipa
alla vega frá Lands End og til Austursjávar. Danir eru nú að hefja próf-
anir á notkun biodíesels í ferjunni Bitten Clausen en áður höfðu menn
velt því fyrir sér að rafvæða skipið en þessi kostur þótti þó betri. Brátt
megum við því búast við umtalsverðum breytingum á því hverju verði
dælt í eldsneytistanka skipanna.
Viðvörun
Alþjóðasamtök útgerðamanna, International Chamber of Shipping,
hafa varað Alþjóðasiglingamálastofnunina við nýjum reglum sem eiga
brátt að taka gildi um hversu mikið súlfa innihald skipaeldsneyti má
innihalda. Benda þeir á hversu kostnaðarsamt þetta mun verða fyrir
siglingaheiminn en reglurnar eiga að taka gildi 2015. Svartolía, sem er
helsti eldsneytisgjafinn í dag, sem inniheldur 1,5% súlfa eða meira
þýðir að skipta verður yfir á gasolíu sem aðeins inniheldur um 0,01%
súlfa. Mun þetta þýða allt að 230 Evru hækkun á hvert tonn af elds-
neyti sem mun aðeins leiða til þess að flutningar færast af sjónum og
yfir á landflutninga.
Vökustaurar
Nú eru aðeins 7 mánuðir þar til nýjar relgur Alþjóðasiglingamálastofn-
unarinnar um vökustaura taka gildi. Vökustaurar voru vel þekktir í ís-
lenskum skipum hér áður fyrr á árum en síðan hurfu þeir hægt og
hljótt úr skipum. Vökustaurinn var viðvörunarbúnaður sem ætlaður
var til að tryggja að vakthafandi í brú sofnuðu ekki eða létu sig hverfa
af stjórnpalli. Reglurnar munu nú ná til allra skipa sem falla undir
Alþjóðasamþykktina um öryggi mannslífa á sjó (SOLAS) og eru stærri
en 150 brúttótonn. Einnig eiga öll farþegaskip óháð stærð að vera
komin með þennan búnað á næsta ári. Nú er að vona að árekstrum á
sjó fækki enn meir en hingað til.
Laumufarþegum hent
Yfirvöld í Ghana kyrrsettu í júní kínverska stórflutningaskipið Rui
Ning 3 eftir að tveir menn fundust á lífi í sjónum undan landinu.
Mennirnir, sem voru frá Fílabeinsströndinni, sögðust hafa verið
laumufarþegar um borð í kínverska skipinu og þegar þeir fundust
ásamt þriðja manni tók áhöfnin á það ráð að henda þeim fyrir borð.
Þriðji maðurinn fannst ekki þrátt fyrir leit að honum. Það mun hafa
verið yfirstýrimaður skipsins sem fann mennina og jafnframt gaf fyrir-
mælin um að þeim skyldi varpað fyrir borð.
eftir Hilmar Snorrason
Hellas Liberty í höfninni í Piraeus.
Ljósmynd: John Wilson/Shipspotting.
Bitten Clausen mun brátt fara að brenna vistvænu
eldsneyti. Ljósmynd: Mikkel/Shipspotting.