Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur Ljósmyndakeppni Sjómannablaðsins Víkings Hinn 6. desember síðastliðinn kom dómnefnd Ljósmynda- keppninnar saman í 9. sinn. Borist höfðu alls 120 mynd- ir og fjári góðar sumar. Þeir Árni Bjarnason, forseti vor, Jón Svavarsson ljósmyndari, sem ár eftir ár hefur höggvið á hnúta þegar dómnefndin hefur farið í hár saman, og Jón Hjaltason ritstjóri Víkingsins, stóðu því frammi fyrir erfi ðu verkefni en um leið skemmtilegu. Prímus mótor keppninnar, Hilmar Snorrason, sá um að réttum leikreglum væri fylgt. Var svo hafi st handa, pælt og skoðað og skorið niður. Fyrst varð að fækka í myndaúrvalinu niður í 15 ljósmyndir sem halda síðan áfram í Norðurlandakeppnina sem fer fram í febrúar á næsta ári. Þessir komust áfram með myndir sínar, eina eða fl eiri; Davíð Már Sigurðsson, Guðmundur St. Valdimarsson, Hlynur Ársælsson, Jón Kr. Friðgeirsson, Jón Páll Ásgeirsson, Jósef Ægir Stefánsson, Valur Björn Línberg og Þorgeir Baldurs- son. Var þá komið að úrslitasætunum þremur. Fyrsta sætið hreppti að þessu sinni nýliði í Ljósmyndakeppninni, Valur Björn Línberg, 41 árs gamall háseti á Verði EA 748. Þótt hann hafi ekki áður sent myndir í keppnina hefur hann í nokkur ár „dundað sér“ – eins og hann segir sjálfur – við ljósmyndun. Með ágætis árangri, segjum við dómnefndarmenn. Í öðru sæti varð Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á varðskipinu Ægi, sem orðinn er lesendum Víkings að góðu kunnur og sigurvegari í keppninni í fyrra.. Í þriðja sæti varð svo Hlynur Ársælsson háseti á stærsta fiskiskipi íslenska flotans, Kristinu EA 410. Þremenningarnir fá um hæl senda jólabók í viðurkenningar- skyni en verðlaunaskjal er í viðamikilli hönnun og verður vonandi tilbúið fl jótt á nýju ári. Ritstjóri vor, sleðinn sá, átti reyndar að vera búinn að ganga frá þeim málum. Hann lofar bót og betran en nú verður hann líka að standa sig, annars fer hann undir kjöl að gömlum hætti. Viljum við svo árétta að Norðurlandakeppnin fer væntanlega fram í febrúar (í Kaupmannahöfn) og verður spennandi að fylgjast með okkar mönnum þar. Þökkum við svo keppendum öllum fyrir þátttökuna og skorum á þá, sem aðra sjómenn, að hafa augun opin og fi ngurinn á ljósmyndatakkanum því senn rennur upp tíu ára afmæli Ljósmyndakeppninnar. Viti. Ljósmyndari Valur Björn Línberg.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.