Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Side 53
skipið nafnið Polfors og hafði lokið flutningasögu sinni en var
komið með merkara verkefni. Skipið var af svokallaðri „coast-
er“ gerð og hefur mælst 299 brúttórúmlestir þegar það var í
flutningum. Johan upplýsti mig um að skipið hefði verið keypt,
af skólayfirvöldum Stokkhólms, árið 1979 og því breytt í skóla-
skip í kjölfarið. Þar skyldu menntaðir verðandi undirmenn
og næstu árin fóru fram breytingar á skipinu þannig að það
hentaði sem best fyrir þessa kennslu.
Það var árið 1956 sem sjómannafræðsla til verðandi undir-
manna kaupskipaflotans byrjaði og var námið þá aðeins sex
mánuðir og fór kennslan fram í Polhemsskolan sem er fram-
haldsskóli. Árið 1978 var náminu breytt í tveggja ára nám í
framhaldsskóla og í kjölfarið var skipið keypt. 1994 var námið
enn lengt og þá í þrjú ár eins og það er enn í dag. Johan Oster-
gren ásamt tveimur félögum sínum stofnuðu árið 2000 Sjö-
mansskolan sem er frískóli og keyptu þeir skipið ásamt því að
fá húsnæði á Långholmen.
Þegar um borð er komið má sjá að þótt um lítið skip sé að
ræða hafa þó verið nokkuð margir klefar í skipinu frá upphafi
þótt aðeins fimm manna áhöfn hafi verið á því þegar það var í
siglingum. Búið var reyndar að fjölga kojum svo unnt var að
taka heilan árgang um borð í einu. Það voru þó lestar skipsins
sem búið var að breyta umtalsvert en í afturlestinni, uppi á
millidekkinu, var kennslustofa sem gegndi einnig hlutverki
borðsals og svefnaðstöðu fyrir 30 nemendur. Í framlestinni var
aðstaða þar sem kennd var tóg og víravinna ásamt öðrum
venjubundnum skipsstörfum kaupskipa s.s. málningarvinna og
hverskonar viðhald á búnaði skips. Í botni afturlestarinnar, eða
undir kennslustofunni, hefur verið útbúið vélaverkstæði þar
sem hverskonar kennsla fyrir aðstoðarmenn í vél fer fram.
Suðuvinna og upptektir á vélahlutum eru meðal þeirra verk-
efna. Vélaupptektirnar snúa að miklu leyti að aðalvélarými
skipsins og er ég þess fullviss að engin aðalvél í heiminum er
eins oft tekin upp og þessi vél. Allir stimplar og slífar eru teknir
upp á því sem næst hverju ári.
Án þess að eyða mörgum orðum í að lýsa þessu frábæra
starfi sem þarna er unnið þá segja myndirnar meira en mörg
orð í þeim efnum. Þegar ég kvaddi Johan við landganginn eftir
skoðunarferðina gerði ég mér grein fyrir hversu vel til þessa
náms er vandað. Sem aftur skilar kaupskipaútgerðum mjög vel
undirbún-um einstaklingum er kunna til margra verka um borð
í skipum.
Séð yfi r hluta framlestarinnar þar sem ýmis viðhaldskennsla fer fram.
Sjómannablaðið Víkingur – 53
Opið
mán - fös kl. 10-18
laugardaga kl. 10-16
sunnudaga til jóla kl. 12-16
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
Úlpur – Kápur
ULL • VATT • DÚNN
Hanskar - Hattar - Húfur
Gefðu elskunni gjöf
sem hlýjar henni
yst sem innst