Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2010, Page 54
54 – Sjómannablaðið Víkingur
Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýáróskir
Frosti ehf
Melgötu 2 - 610 Grenivík
Sími 463 3178
Enn eitt árið er að lokum komið og
því ekki úr vegi að hefja undir-
búning að næsta sumarfríi. Til að skoða
hvað sé hægt að gera sér til skemmtun-
ar þá kemur internetið að góðum not-
um. Sumir leita sér að sólarströndum
eða sumarhúsum og nýta þá gjarnan
tímann er gefst frá sólböðum í versl-
unum. Aðrir leggja leið sína á söfn og
þar ætla ég að koma með fyrsta inn-
leggið.
Ef þið eigið leið um Hamborg þá er
þar rétt fyrir utan gamalt skip sem hefur
verið gert að safni og er því tilvalið að
kíkja á heimasíðu þess áður en lagt er í
langferð. Slóðin er www.landschaftsver-
band-stade.de/greundiek1.html og þar er-
um við leidd í sannleikann um skipið
Greundiek sem smíðað var árið 1950.
Þá er ekki úr vegi að skoða heimasíðu
skips sem er til sýnis í Hamborg og heitir
Cap San Diego á slóðinni www.capsandi-
ego.de. Að vísu er síðan einungis á þýsku
með ensku yfirliti en það kemur þó ekki
mjög að sök þar sem myndir segja það
sem upp á vantar.
Það eru mörg ár síðan hin eiginlegu
farþegaskip hurfu og við tóku skemmti-
siglingar. Áætlunarsiglingar eru að vísu í
dag í formi ferjusiglinga á stuttum leið-
um en ekki eins og áður var þegar flug-
véla naut ekki eða þá að það var ekki á
allra færi að geta leyft sér þann munað.
Á síðunni www.ssmaritime.com er að
finna myndir af mörgum þessara gömlu
farþegaskipa sem stunduðu áætlunar-
siglingar á síðustu öld.
En snúum okkur í aðra átt. Daglega
verða skip fyrir ýmsum áföllum svo sem
árekstrum, strandi, eldsvoðum eða sjó-
ránum svo eitthvað sé nefnt. Um margt
af þessu má fræðast á síðunni www.car-
golaw.com/presentations_casualties.php,
sannarlega mikil lesning og ótrúlega
mikið sem er að gerast út um allan heim.
Cargolaw síðan gefur þér möguleika á að
gleyma stað og stund enda þar mikið
áhugavert efni.
Þeir sem lenda í sjávarháska eða
hverju sem er þurfa oft aðstoðar við.
Á síðunni Apostleship of the Sea sem má
útleggja sem postula hafsins á slóðinni
www.stellamaris.net er kaþólska kirkjan
með aðstoð við sjómenn í erfiðleikum.
Þar má finna margar frásagnir af erfið-
leikum sjómanna og síðast en ekki síst
frá skipstjórnarmönnum sem hafa verið
fangelsaðir sökum óhappa sem þeir hafa
lent í og verið meðhöndlaðir sem stór-
glæpamenn.
Það eru eflaust velflestir lesendur Vík-
ingsins sem eru með síðuna www.marine-
traffic.com í flipanum hjá sér til að geta
fylgst með skipaumferð. Það eru reyndar
fleiri aðilar sem halda úti álíka síðum og
ætla ég að benda á síðuna www.shipping-
explorer.net sem er mjög skemmtileg til
að halda utan um ákveðin skip sem
lesandinn er að fylgjast með s.s. gömlu
skipin sem við sigldum á. Þar eru líka
fréttir frá höfnum og upplýsingar um
þær.
Það er svo þegar margar síður eru
skoðaðar að sjálfsagt verður manni á að
fjalla oftar en einu sinni um sömu síðu-
na án þess að geta þess sérstaklega. Það
má þá skrifa á minnisleysi höfundar en
að þessu sinni ætla ég þó að taka fyrir
síðu sem áður hefur verið vísað á. Til-
efnið er að meiri háttar breytingar hafa
verið gerðar á síðunni sem allir sjómenn
eiga að líta á með reglulegu millibili. Hér
er ég að tala um heimasíðu Alþjóðasigl-
ingamálastofnunarinnar IMO á slóðinni
www.imo.org. Þar er gífurlegt magn af
fræðsluefni fyrir sjómenn sem og upplýs-
ingar um breytingar á kröfum og reglum.
Ekki verður látið staðar numið að
þessu sinni nema að hafa eina hernaðar-
síðu með í pistilinum. Á slóðinni www.
naval-history.net er áhugaverð síða um
breska sjóherinn en fleiri þjóðir blandast
þar inn. Virkilega áhugaverð síða sem
tekur langan tíma að kynna sér.
Við þurfum að hafa eina erlenda
skipamynda síðu með og að þessu sinni
hef ég valið að vísa á myndir teknar í
Hollandi á slóðinni www.havenfoto.nl.
Síðan er afskaplega vönduð og góðar
ljósmyndir á henni. Vel þess virði að
skoða hana.
Lokasíðan að þessu sinni kemur að
vestan. Er það Ljósmyndasafnið á Ísafirði
sem er að finna á slóðinni myndasafn.
isafjordur.is. Þar er ógrynni af skipa-
myndum teknar á Pollinum og virkilega
áhugaverðar myndir frá ísfirskum skip-
um.
Vona ég að þessar síður geti haldið
þér uppteknum yfir jólahátíðina því
eftir góða jólasteik er ekkert betra en að
slappa af með Sjómannablaðið Víking í
höndunum og síðan með því ferðast um
netið.
eftir Hilmar Snorrason