Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 2
Efnis-ÍKINGURV 1. tbl. 2014 · 76. árgangur · Verð í lausasölu kr. 980 S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð Asnastrik sem ég lærði þó mikið af, segir Gunnar Guðmundsson. Í Reeperbahnhverfi; ódýrast í risinu. Þórarinn Þór sækir Hvassafellið. Niðurlag með einstæðum ljósmyndum er hafa fæstar birst áður á prenti. Í desember síðastliðnum fagnaði Verðandi 75 ára afmæli; skoðið myndirnar. Orlofhúsin, munið að sækja um fyrir 7. maí nk. Allir drullufullir nema þú; Ólafur Grímur, Guðmundur Heimir og fleiri ræða málin. Borgnesingar í útgerð! Lygi, nei ekki aldeilis. Lesið bara hvað Helgi Laxdal hefur að segja. Hilmar Snorrason lýsir í þætti sínum, Utan úr heimi, ótrúlegri grimmd er sjómenn mega sæta – eru jafnvel afhöfðaðir. Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndum, úrslit 2014. Stórsigur! Ragnar Franzson segir frá brotsjóum og ræðir við starfsbróður sinn, Svavar Benediktsson. Sighvatur Bjarnason VE 81 í máli en þó aðallega myndum Gunnars Inga Gíslasonar. Guðjón Ármann Eyjólfsson hefur skrifað kennslubók í siglingafræði. Hilmar Snorrason fletti henni fyrir Víkinginn: Frábær upplýsinga- miðill. Kvæði Ingólfs Ómars Ármannssonar, Dansa boðar, misprentaðist í 4. tbl. 2013 og er því birt hér aftur. Lausn eldri krossgátu. Frívaktin. Krossgátan. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn- rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó- menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum „Raddir af sjónum“. Netjið á jonhjalta@simnet.is Verðlaunamynd Davíðs Más Sigurðssonar háseta á Klakknum er sigraði í Ljós- myndakeppni sjómanna á Norðurlöndum 2014. 4 8 10 22 23 38 25 40 42 Útgefandi: Völuspá útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. ISSN 1021-7231 31 44 46 47 47 48 50 Ýsa var það heillin Í öllu fjaðrafokinu sem átt hefur sér stað að undanförnu vegna Evrópubandalagsum- ræðna og nú síðast makrílsamninga, þar sem „vinir“ okkar og viðsemjendur sýndu okkur einfaldlega puttann, þá er eðlilegt að umfangsminni mál hverfi í skugann og fái hvorki þá umfjöllun né athygli sem trúlega hefði komið fram við eðlilegar að- stæður. Hér á eftir er fjallað um eitt af þesum málum. Þann 21. febrúar s.l. var gefin út breyting á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2013-2014 þar sem horfið er aftur til fortíðar á ný hvað varðar reglur um svokallaðan Hafró-afla sem reyndar hefur verið endurskýrður og kallast nú VS afli, sem er skammstöfun fyrir Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Eitt af því fáa já- kvæða sem komst til framkvæmda á sínum tíma út úr störfum Sáttanefndarinnar sál- ugu var að fulltrúar sjómanna í nefndinni komu því til leiðar með fulltingi þing- manna að reglugerð var breitt varðandi svokallaða 5% reglu þar sem útgerðum var heimilt að veiða umfram eigin kvóta. Kvótaárinu, sem fram að því hafði verið skil- greint sem eitt tímabil, var skipt í fjögur, þannig að á hverju tímabili fyrir sig mátti VS afli einstakra fisktegunda ekki fara meira en 5% umfram heimildir, auk þess sem ekki var heimilt að flytja ónýttar heimildir milli tímabila. Þessi breyting var að sjálfsögðu gerð í þeim tilgangi að koma í veg fyrir brottkast og ekki síður til að koma í veg fyrir að menn yrðu fyrir þeirri ömurlegu upplifun að stórum hluta af afla úr einstakri veiðiferð væri ráðstafað í VS sjóðinn og svipti þá jafnframt sjómennina bróðurparti þeirra launa sem þeir höfðu unnið fyrir með ærinni fyrirhöfn með veiðunum og frágangi aflans. Aftur til fortíðar Sjómenn hafa fullan skilning á því að einhverja aðferð verður að viðhafa til þess að koma í veg fyrir að afla verði kastað í sjóinn þegar aflaheimildir eru uppurnar í ein- hverri fisktegund, en að sú aðferðafræði að hirða af þeim launin er rakalaus og hlýt- ur í raun að vera ansi nálægt því að skilgreinast sem nauðungarvinna og brot á mannréttindum. Að mínu mati hefði aldrei átt að skerða laun sjómanna við frágang á VS afla hvort sem er í stóru eða smáu. Sanngirnisrök til varnar sjómönnum Á núverandi kvótaári má veiða 38.000 tonn af ýsu. Samkvæmt því eru 5% af afla- heimildum ýsu 1900 tonn x 350 kr. pr. kg. – þ.e.a.s verðmæti upp á 665 miljónir miðað við meðalverð á markaði. Þar af fara 80% í VS sjóðinn en 20% til útgerðar og áhafnar. Af þessum 20% , sem eru 133 miljónir, fara 30% af óskiptu til útgerðar. Af restinni, sem eru 93 miljónir fá sjómenn í sinn hlut ca. 35% eða ca. 33 milj. eða tæp 5% af heildarverðmæti aflans. Aflahlutur sjómanna hefði samhvæmt kjarasamn- ingum átt að vera u.þ.b. 163 miljónir þ.e. 25% af brúttó aflaverðmæti. VS afli og þau verðmæti sem þar skapast eru til kominn vegna vinnu sjómanna sem veiða fiskinn og ganga frá honum eins og öðrum afla, en eru einfaldlega rændir bróðurhluta launa sinna fyrir tilstilli hins opinbera. Þetta er gert til að afla fjármuna til rekstrar opin- berra stofnana sem lögum samkvæmt ætti að sjá fyrir rekstrarfé á fjárlögum og tí- undað er sérstaklega varðandi ráðstöfun veiðigjalda sem m.a. eru lögð á til að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fisk- vinnslu. Allir sæmilega réttsýnir menn og konur hljóta að sjá þá valdníðslu sem þarna á sér stað. Útgerð sem er uppiskroppa með ýsukvóta heldur ótrauð áfram að róa. Fáist ýsa þá fer hún í áðurnefnt ferli. Útgerðin hefur heimild til 5% framúr- keyrslu í hverri fisktegund (til að forðast brottkast) og ætti því einungis að fá greidd- an kostnað vegna löndunar, íss og kara. Sjómennirnir eiga að sjálfsögðu að fá sín laun óskert þar sem þeir skila sömu vinnu fyrir allan farminn, hver svo sem ráðstöf- un aflans er. Það sem eftir stendur fer þá í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Að frá- dregnum launum sjómanna, að viðbættum óverulegum kostnaði útgerðarinnar, þá ætti hlutur VS sjóðsins að geta verið, varlega áætlaður 350 miljónir án þess að geng- ið sé á þann sjálfsagða rétt sjómanna að fá greitt fyrir vinnu sína samkvæmt kjara- samningi, rétt eins og annað launafólk. Árni Bjarnason

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.