Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur Já, þegar svona góð aflaskip voru, þá voru toppmennirnir þar. Fór saman. Hann stjórnaði þessu. Þekkti öll miðin, var bú- inn að teikna þau upp öll sömul. Hvað fékk hann út úr þessu? Meira brennivín. Hann var nú búinn að kaupa íbúð handa mömmu sinni og bjó þar. Síðasti vinnustaðurinn var að keyra vörubíl. Árni: Á Júní urðu slagsmál í messanum, þegar skipið lá í Færeyingahöfn. Allt var brotið, diskar og kaffikönnur. Halldór, skipstjóri, ákvað að kaupa ekkert nýtt til að bæta þetta upp. Fór út, án þess að kaupa nokkuð. Í mánuð urðu menn að láta sér nægja kaffið úr dósum. Vandræði að halda á þessu, var svo heitt. Eftir mánuð var komið í höfn aftur, og þá fyrst lét Halldór kaupa kaffikrúsir og diska. Þeir, sem vilja heldur brjóta krúsirn- ar en drekka úr þeim, verða að drekka úr blikkdollum. Pokinn flýtur aldrei hærra Guðmundur: Brilliantínið gekk í mörg ár. Greiddi mér alltaf með því. Ég var með úfinn haus. Keyptum það í hvítum krukk- um í Grimsby. Svo snögglega hætti það, þegar hipparnir komu með allt sitt hár. Stelpunum var voðalega illa við brillantínið. Bölvaður klínungur, þegar þær voru að kyssa mann og struku manni um hárið. Voru að væla yfir þessu. Guðmundur Ásgeirsson var á Aski. Verið að hala í stertinn. Guðni kom í brúargluggann og sagði. „Stökktu út á pokann og losaðu gjörðina.“ Guðmundi leizt ekki á það, pokinn alltaf í kafi. Þú gazt gert þetta á Nýfundnalandi í logni, labbað á pokan- um. Hann var þá fullur af karfa. Karfinn hefur sundmaga, pok- inn flýtur aldrei hærra en á karfa. Svo er karlinn kominn út á brúarvæng í tveimur stökkum og hann út á pokann. Ekki var alltof mikið í pokanum, og hann fór strax á sund. Komst inn, þegar pokinn var dreginn inn. Um leið og hann var kominn upp í brúna aftur, skellihló hann af vitleysunni í sjálfum sér. Guðni Sigurðsson var síðar skipstjóri á flutningaskipi fyrir járnblendið. Guðmundur Ásgeirsson varð stórútgerðarmaður. Er með sín skip erlendis. „Sló mér enginn við í fiskiríi“, sagði Guðbjörn Jensson. Hann varð svo ánægður, þegar hann komst í brúna. Auðunn var ekki margmáll, ekki mannblendinn. Ég hitti Kjartan Ingimundarson í Alþýðuhúsinu, í Ljónagryfjunni. Hann bauð mér pláss á báti, sem hann var með frá Bíldudal, minnir mig. Menn voru blautir, þegar þeir höfðu tíma til. Rússnesku togararnir voru eins og far- þegaskip. Alltaf sömu karlarnir á Ingólfi Arnarsyni. Fiskaði mikið, reif ekkert. Svo lítil vinna hjá Sigurjóni. Átti að varðveita Ingólf, hefði viljað hafa hann hérna. Ég átti skyrtu, sem mér þótti voða vænt um. Móðir mín var að þvo hana og sagði: „Heyrðu, af hverju slitnar skyrtan svona mikið þarna.“ Það var eftir flöskuna í strengnum. „Bakkaðu maður“ Guðmundur: Allt í henglum, illa rifið. Trollið getur orðið óklárt, snúið upp á sig. Vængurinn, afturvængurinn, fljúg- andinn, bakstroffurnar, mörghundruð orð í trollinu og sum enskuskotin, bússumið, messervírinn. Ungir strákar voru reknir inn, svo að þeir dræpu sig ekki, og 1. stýrimaður tók við á dekki í mjög slæmu veðri. Líkaði vel vinnan til sjós, ráða þar fram úr hlutunum. Ég vann allt á dekki. Leysti af sem bátsmaður, en vildi ekki vera það. Líkaði ekki ábyrgðin. Skipstjórarnir tóku þá inn og skömmuðu á eintali. Tóku þá fyrir. Ég var eitt sinn kallaður upp í brú á Sigurði. Vorum að taka trollið, og ég var í mat. Alltaf var leyst af klukkan nákvæmlega hálfeitt, á mínútunni. Ég kem út, og þá hlaupa strákarnir strax inn. Þá náðist ekki í dauðalegginn til að lása í grandarana. Eina ráðið var að fara hér upp og ýta á hornið á hleranum. Og hann fór að skamma mig fyrir að ýta ekki á hornið nógu vel. Þá öskr- aði ég. „Bakkaðu maður, gengur ekki, ef þú keyrir áfram.“ Þá skellti hann hurðinni og bakkaði, og þetta losnaði. Þegar búið var að taka í blökkina og gera upp messeservír- inn, labbaði ég fram til að fara í aðgerðina, fiskinn. Þá heyrði ég kallað: „Guðmundur, viltu gjöra svo vel að koma hérna og tala við mig.“ Ég fór upp í brú. „Heyrðu, ég ætla að láta þig vita af því, að ástandið er orðið þannig í þjóðfélaginu hérna, að menn eru að missa vinnuna í stórum hópum og flytja úr landi til Sví- þjóðar.“ Þá datt mér í hug, að nú ætlaði hann að reka mig. Ég er svo fljótfær og sagði, að mér væri alveg sama um þessa andskot- ans vitleysu í landi. Man ekki, hvernig ég orðaði það, gekk út og skellti hurðinni. Svo hætti ég bara eftir túrinn og fór á Narf- ann hjá Guðmundi Jör. Það var bara þetta, að hann talaði svo niður til manns … pólitík í landi og atvinnuleysi!! Bara hætti þá. Ef ég segi eitthvað, stend ég við það. Var ekki að sleikja hann upp. Var sjö ár á Narfanum. Hitti Arinbjörn seinna um jól á Kanarí. „Ætlarðu ekki að borða með okkur Lilju jólamatinn?“ Nýdáinn núna. Man eftir einum. Ef maður stóð við hliðina á honum, það er kallað, að maður hafi áru (auru). Það geislaði af honum, fann fyrir straumnum. Manni leið alltaf svo vel hjá honum. Furðu- legt. Þorbjörn Finnbogason, var með honum á Skúla Magnús- syni; síðar verkstjóri í Keflavíkurveginum, fór til FAO, til Ind- lands að kenna þeim að veiða. Fékk einhvern sjúkdóma og dó. Við vorum á Nýfundnalandi, 38 klst. að fylla skipið, Þor- steinn Ingólfsson var einu sinni fljótari, en minna skip. Þor- björn var með Skúla. Tók við af Hannesi Pálssyni. Beztir, þegar á allt er litið, Þorbjörn, Gunnar og Hörður, sem nú er með Jón Vídalín. Slys, reis svo skarpt upp. Voru að reyna að bjarga karfa á dekki með lestarlúgur opnar. Hafa fengið skafl inn. Farið á hliðina og þá meira inn og ekki við neitt ráðið. Þannig fór Júlí, held ég. Bjarni Ketilsson var á Sigurði. Hefur lagt sig þarna, þrældug- legur, sló öllum við, pokamaður á Sigurði og þrælblautur líka. Léttvínsflaska á borðinu hjá honum. Var mállaus. Dáinn núna. Var á Otri með Dóra, þegar skvettan kom upp rennuna, og ég skolaðist fram á spil. Á útsoginu var ég að reyna að brölta á fæt- ur, var svo sleipt á dekkinu, að ég rann og datt með bringuna á horn og braut þrjú rif. Þessir hnútar koma svo snöggt. Venja að loka hliðinu, þegar pokinn var kominn inn. Hafði gleymzt í þetta sinn. Var svo í landi og fór á Þyril. Bjarni Ketilsson, netamaður, tekur sér smá hvíld í messanum á Sigurði.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.