Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur fræðinginn og læt hann vita hvað sé á döfinni en það voru vanalega 12 til 15 fiskifræðingar um borð. Hann byrjar að malda eitthvað í móinn enda blankalogn og sléttur sjór. Mér verður þá hugsað 30 ár aftur í tímann þegar við hímdum und- ir salthúsveggnum í Keflavík. Þar stóð ég og hlustaði á karlana spá í veðrið og lét þá í raun og veru ákveða fyrir mig hvað gera skyldi – róa eða ekki. Sjálfur hafði ég enga sjálfstæða skoðun og átti mikið ólært. Eftir þessa nótt forðum lofaði ég sjálfum mér því að fara ekkert eftir ósk- um annarra eða ábendingum enda – eins og ég er þegar búinn að segja – er það starf skipstjóra að taka endanlega ákvörðun. Fiskifræðingurinn mátti því rausa eins og hann vildi þarna í blíðunni á Mexíkó- flóa, ég hafði gert upp hug minn. Við sigldum beinustu leið í var og upp að bryggju. Morguninn eftir var orðin mikil breyting á veðrinu. Hvirfilbylurinn var kominn inn á flóann eins og spáð var en tók þá allt í einu vinkilbeygju í austur, þvert yfir Flórída og út á haf. En eins og allir vita er oft erfitt að spá í háttalag hvirfilbylja er stjórnast mest af nálægum lægðum og hæðum. Skemmst er að minnast Katrínu sem kom einnig inn á flóann á milli Kúbu og Yucatan og stefndi í norðvestur. En Katrína tók enga vinkilbeygju heldur hélt sínu striki, rúst- aði milljónaborgina New-Orleans og lagði tæplega tvö þúsund manns í gröf- ina með einum eða öðrum hætti. Síðan eru ekki nema átta ár. Nú var hins vegar allt gengið niður hjá okkur og lagt af stað aftur. Oregon II er með tvær vélar. Venjulega var aðeins keyrt á annarri en nú voru báðar í gangi til að vinna upp tapaðan tíma sem gekk ágætlega og enginn þurfti neitt að kvarta. Bræla efst á óskalistanum Á Cape Cod er lítill bær Wood Hale skammt fyrir sunnan Boston. Þar er stór rannsóknastöð og tvö skip, Delaware II og Albatros. Ég var búinn að leggja drög að því við Holder aðmírál, sem var yfir- maður minn með aðsetur í Norfolk, að fá mig fluttan til Wood Hale ef losnaði þar pláss. Þetta var orðið ansi þreytandi fyrir mig. Í þau átta ár sem ég var þarna suð- ur frá komst ég ekki heim nema einu sinni á ári. Frá Woods Hale var hins vegar ekki nema klukkutíma akstur heim til mín. Loksins kom að því að ég fékk mig færðan. Skipstjórinn á Delaware II hætti og ég tók við af honum og var með skip- ið í átta ár. Eitt sinni er við vorum við rannsóknir á Georges Bank, sem er 100-150 sjómílur austur af Boston, kom tilkynning um djúpa víðáttumikla lægð er væri á hægri ferð norðaustur. Eftir veðurfræðingunum að dæma átti lægðin að fara á haf út fyrir sunnan okkur og því ekki að hafa nein áhrif þar sem við vorum staddir. Við spána var svo hnýtt stormaðvörun er átti að teygja sig einar 300 mílur út frá lægðarmiðjunni. Þetta fannst mér ekki passa saman og lagðist hálf illa í mig. Ég kalla svo í yfirfiskifræðinginn og segi honum að ég ætli í land því mér lít- ist ekki á spána. Hann var ekki alls kost- ar sáttur enda logn og sléttur sjór. Ég benti honum þá á að það væri betra að fara núna á meðan væri ferðaveður. Varð mér nú hugsað til næturinnar forðum út af Garðskaga þegar ég lofaði sjálfum mér að fara ætíð eftir eigin dómgreind en ekki annarra. Er skemmst frá því að segja að við sigldum til hafnar. Þegar ég fór í koju um kvöldið var enn blankalogn. Ég var hálf órólegur yfir þessu og óskaði einskis heitar en að nú ryki hann upp með stormi og vonsku – það er víst ekki oft að skipstjóri óskar eftir slíku veðri. Um morguninn klæði ég mig og fer út á dekk og viti menn, þá er komið snarvitlaust veður, rigning og rok. Ég skal fúslega viðurkenna að mér létti mikið. Það hefði verið hálf ömurlegt að liggja við bryggju í góðviðri, logni og sólskini. En þarna sátum við fastir í tvo daga og nú komu hinir sömu og höfðu nöldrað mest yfir því að fara í land, klöppuðu mér á bakið og hrósuðu mér á hvert reipi. Svona er nú þetta. Ætlar hann nú að drepa okkur? Mér dettur í hug atvik, þegar ég er að skrifa þetta, sem skeði þegar ég var á Þórólfi fyrir margt löngu. Við vorum á leið til Englands í söluferð og leiðinda veður. Við vorum aftur í borðsal að drekka kaffi þá segir einn: Ætlar karl- fjandinn að fara í Pentilinn og drepa okkur alla?Delaware II í heimahöfn í Pascagoula, Mississippi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.