Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Qupperneq 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25 Alltaf á dekki eða í lest Guðmundur: Á síðutogurunum var ég alltaf á dekki eða í lest. Fór í öll störf. Þegar ég kom fyrst á togara, var þar gamall mað- ur, sem sagði mér, hvað hlutirnir hétu í trollinu. Trollið var flókið fyrir óvaninga. Undirbyrði, undirvængir, bússumið, fimm eða sex bobbingar, aðrir sex til hliðanna smærri, yzt rosskúlur með rossstauti, pokagjörðin og sterturinn tengdur í hana. Húkkað var í stertinn með talíu. Var alltaf tek- inn með talíunni. Tveir rópar, forrópur og afturrópur, festir í vírinn, sem gekk í gegnum bobbingana. Róparnir voru notaðir til að ná inn bússuminu. Róparnir fóru í ferliðurnar, og róparnir voru settir á spilkoppana og híft. Þykkur vír fór í gegnum bobbingana, sex feta leggur og höfuðleggur. Húðirnar voru undir pokanum. Saltaðar húðir, geymdar aftan við hvalbak í tunnum, bleyttar í blásýru. Beljuhúðir frá Bret- landi. Maður skar þær til, gerði göt til þess að geta saumað þær við pokann. Ef grjót kom í trollið, fór það í pokann og gerði stundum gat á hann. Dufl gat komið í troll á þessum árum, tundurdufl. Fyrst kom bússumið inn, belgurinn inn. Belglínan var leisið. Leisermenn settu stroffu á og hífðu betur á hornin. Trollið var alltaf tekið á kulið. Forhleramaður var og aðstoðarmaður hans. Pokamaðurinn leysti snarlega úr, og pokinn tæmdist. Þá var hann snöggur að hnýta pokahnútinn, og byssan var notuð til þess að koma pokanum út aftur, og þá fór hitt út. Ég var poka- maður og tók líka á móti afturhleranum. Aðstoðarmaðurinn batt rópana. Ef vafningurinn seig niður á poka- hnútnum, svo að erfitt var að ná enda- spottanum úr lykkjunni, þá var bara skorið á kolllínuna (codline). Enga stund verið að setja nýjar kolllínur undir, í kolllínumöskvana. Fjórtán ára byrjaði ég og fór beint í pontið. Ef þú varst duglegur, þá hjálpuðu karlarnir þér við að bera lifrina í lifrar- karlinn. Það var erfitt. Þeir sturtuðu í lifrarkarlinn. Annars gaztu bara gert það sjálfur. Þræddi í nálarnar, tvöfaldur þrír, benslað með honum, og tvöfaldur fjórir var eins og blýantur; notað til þess að bæta pokann; einfaldur fjórir til að bæta net, en tvöfaldur fjórir var í það þykkasta. Kallað pokagirni til að bæta pokann. Næst var að komast á aðgerðarborðið og hausa. Vinna sig upp í það. Hnakka- fiskurinn mátti ekki fara með hausnum. Voru alltaf að röfla yfir því. Einn hausari var fyrir fjóra. Tvo, sem slitu innan úr og tvo, sem tóku úr hrygginn á salti. Á ís var bara hausað og slitið innan úr. En fyrst varð að blóðga allan fiskinn í kösinni, svo að hann yrði hvítur í saltinu. Eftir hryggtökuna á salti fór fiskurinn í pontið. Vaska þurfti vel fyrir saltið. Engar slortægjur máttu sjást. Yfirsaltarinn niðri í lest varð að vera maður með viti og reynslu. Og svo þurfti að umsalta. Á veturna vildi maður vera niðri í lest að ísa eða salta. Djöfuls læti uppi á dekki. Umstafla þurfti á salti. Fiskurinn var of blautur fyrst. Notaði sér buxur. Maður hoppaði upp úr þeim. Svo saltstorknar voru þær. Salt- fiskur fór til Esbjerg og Aberdeen. Sprautað var á karfann í haugum. Hann var goggaður í körfur, hellt úr þeim í rennur, sem lágu niður í lest. Var stýrt í stíurnar með rennunum; lag af karfa, lag af ís. Ísinn varð helzt að bráðna á siglingunni. Þá leit karfinn betur út, glans- aði. Á Nýfundnalandi fylltum við trollið á þremur mínútum. Belgurinn þaut upp í loftið og gat brotnað. Misstum þá fisk, náðum þó einhverju. Tók tvo og hálfan dag að fylla skipið, 300 tonn; 50–60 skip í hnapp og rauðlitaður sjór. Tekið í blökkina og slegið úr strax. Vorum 2–3 ár á Nýfundnalandi. Lokað var fyrir okkur eftir Júlí-slysið í febrúar 1959; lokað fram á vorið. Urðu að drepa einhverja fyrst til þess að átta sig á veðrinu þarna. Þannig erum við. Ólafur: Dugði ekki, að bv. Ágúst lenti illa í því rétt fyrir jólin 1958, hálfum öðrum mánuði, áður en Júlí fórst. Togari frá sömu Ólafur Grímur Björnsson Þannig erum við – Minningabrot – VI. Viðtal við Guðmund Heimi Pálmason, togarasjómann Aðrir þáttakendur: Árni Einarsson og Guðlaugur Guðlaugsson Freyr, á myndinni Ross Revenge. Stærsti síðutogari heims. Hann varð seinna fljótandi útvarpsstöð, hin fræga Radio Caroline. Sjá nánar grein Hilmars Snorrasonar í Víkingnum, 1. tbl. 2009, þar sem hann segir frá heimsókn sinni um borð í Ross Revenge.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.