Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur Þau eru orðin nokkur árin síðan kennslubók í siglingafræði kom út á íslensku en það mun hafa verið árið 1980 sem siglingafræðibók Jónasar heitins Sigurðssonar skólastjóra var endurútgefin. Nú hefur loks ný bók litið dagsins ljós en lærimeistari okk- ar skipstjórnarmanna til margra ára, Guðjón Ármann Eyjólfsson, hefur lokið við veglega bók sem Siglingastofnun er útgefandi að. Frábær upplýsingamiðill Bókin er löngu tímabær enda hafa nem- endur í skipstjórnarfræðum orðið að notast við gamlar bækur og ljósrit í námi sínu í lengri tíma enda var bók Jónasar löngu uppseld. Í formála bókarinnar rekur Guðjón Ármann sögu íslenskrar siglingafræðibóka þar sem fram kemur að um er að ræða áttundu siglingafræði- bókina sem skrifuð hefur verið fyrir ís- lenska skipstjórnarmenn allt frá árinu 1890. Guðjón Ármann vann að þessu mikla verki á síðastliðnum fjórum árum og notaði hann sömu aðferðir og forver- ar hans við ritun bókarinnar með að að- laga bókina að því sem kennt er í ná- grannalöndum okkar. Bókin, sem skiptist í sex kafla, er í senn fræðirit og kennslubók sem ætti að vera til á hverjum stjórnpalli sem og í bókahillum skipstjórnarmanna. Kollegi minn einn spurði mig hvort við þyrftum nokkuð á þessari bók að halda þar sem við værum búnir að læra fræðin og hefð- um starfað í áratugi við siglingar, við ættum að kunna þetta allt. Það er mikið rétt að fræðin kunna skipstjórnarmenn en þessi bók er miklu meira en bara kennslubók. Það er líka gott að geta rifj- að upp þá þætti siglingafræðinnar sem menn nota lítið sem ekki neitt. Guðjón Ármann fléttar skemmtilega saman þeim tækninýjungum, sem hafa átt sér stað á síðustu árum í tengslum við siglingar skipa, gagnlegum fróðleik og síðast en ekki síst siglingafræðinni. Bókin er því frábær upplýsingamiðill um þær miklu breytingar sem orðið hafa á tækjabúnaði til siglinga skipa á síðari árum sem og þeim fjölmörgu upplýsingaveitum sem sjófarendum standa til boða. DP Í bókinni er meðal annars fjallað um staðsetningarkerfi fyrir skip sem menn hafa undanfarið kynnst í tengslum við störf við þjónustu við olíuiðnaðinn og menn hafa í daglegu tali kallað DP sem stendur fyrir Dynamic Positioning System en hefur nú fengið íslensku þýð- inguna, „Sívirk læst staðsetning“. Hér er um að ræða kerfi sem ætlað er að halda skipinu nákvæmlega á sama stað um lengri eða skemmri tíma með öllum þeim skrúfubúnaði sem skip eru búin. Aðeins eitt íslenskt skip er búið slíkum búnaði í dag en það er varðskipið Þór. Virkni þessa aðferðar er rækilega útskýrð í bókinni. Guðjón Ármann hefur unnið mikið þrekvirki með þessari vinnu sinni og á bókin, sem hefur undirtitilinn „Að sigla er nauðsyn“, eftir að verða kjarninn að siglingafræðikennslu sjómanna á kom- andi árum. Bókin er ríkulega mynd- skreytt og teiknaði Jóhann Jónsson (Jói listó), myndlistamaður í Vestmannaeyj- um, myndirnar eftir forsögn Guðjóns Ár- manns en Jóhann hefur einnig mynd- skreytt fjölda bæklinga og bóka í tengsl- um við öryggismál sjómanna á undan- förnum árum. Rit- og myndstjórn var í höndum Helga Jóhannessonar, forstöðu- manns hjá Siglingastofnun, auk þess sem hann aðstoðaði við uppsetningu bókar- innar. Eins og áður hefur komið fram er það Siglingastofnun Íslands er gefur þessa bók út og er hún þriðja og síðasta bókin um stjórn og siglingu skipa eftir Guðjón Ármann. Áður hafa komið út bækurnar Stjórn og sigling skipa - sigl- ingareglur og Leiðarstjórnun skipa. Það var jafnframt síðasta verk Hermanns Guðjónssonar siglingamálastjóra að skrifa formála bókarinnar í nafni Sigl- ingastofnunar Íslands sem tveimur dögum síðar fluttist í Samgöngustofu. Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 ·898 2773 Kt.: 621297-2529 Hilmar Snorrason Að sigla er nauðsyn Höfundurinn, Guðjón Ármann Eyjólfsson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.