Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 14
14 – Sjómannablaðið Víkingur Afhending Hvassafells Næsta dag, þann 12. var svo farin önnur reynslusigling og eftir hana tók skipstjór- inn Gísli Eyland formlega við skipinu af Ansaldo-skipasmíðastöðinni. Var það gert með ráði trúnaðarmanns SÍS, með einhverjum fyrirvara þó því að sitthvað reyndist enn vera öðruvísi en það átti að vera. Það kom betur í ljós seinna. Vegna hinna formlegu eigendaskipta, sem þarna urðu, fór fram athöfn í út- varpshúsinu í Genúa. Þar flutti Hálfdán Bjarnason stutt ávarp og síðan borgar- stjórinn í Genúa. Ég var þarna viðstadd- ur af því að þessu átti að útvarpa, bæði á ítölsku og íslensku og taka upp á plötu eða stálþráð og senda SÍS eða ríkisút- varpinu. Ekki man ég hvað borgarstjór- inn hét en hann var lítill og sver en kná- legur og ófríður. Hann var ófínn til fara, úr hópi kommúnista, sem réðu yfir borg- inni. Fyrst talaði ræðismaðurinn fáein orð á íslensku en flutti svo ávarp sitt á ítölsku. Ég á enn í fórum mínum minn- isblað frá útvarpsstöðinni þar sem merkt er á, að eftir mál ræðismannsins, átti ég að segja í hljóðnema: „Nú talar borgar- stjórinn í Genúa.“ Hann gerði það og þá átti ég að segja: „Ræða borgarstjórans hljóðar þannig á íslensku:“ Og lesa síðan ræðuna, sem ég gerði. Borgarstjórinn kunni bara ítölsku. Mér var, hins vegar, afhent ræða hans daginn áður, á ensku, en þýðinguna af ítölsku yfir á ensku hafði vinur okkar, sem var heildsali í borginni, Pietro Scursatone, gert. Ég snaraði henni svo yfir á íslensku og las í hljóðnemann. Ég á enn þessa ræðu handskrifaða í dóti. Ég læt hana fylgja hér til gamans: „Fyrir hönd Genúaborgar þakka ég yður, herra ræðismaður fyrir þau vin- gjarnlegu orð, sem þér hafið nú látið falla í garð þessarar borgar. – Okkur er það mikið gleðiefni að í skipakvíum Genúaborgar hefur verið smíðað skip, sem marka mun tímamót í viðskiptum milli landa okkar. Herra ræðismaður. Við munum ekki gleyma hinum ánægju- legu viðskiptum við íslenska verslunar- félag S.Í.S. Við munum stoltir horfa á eftir þessu fagra skipi ykkar er það læt- ur úr höfn. Það ber verkamönnum okkar vitni, hæfni þeirra og dugnaði er það siglir um úthöfin. Mig langar til þess að láta í ljósi þá óska að beiðni um fleiri skip komi frá Íslandi til skipasmíða- stöðvar okkar. Það mun verða til eflingar verzlun og viðskiptum milli landanna. Að lokum þetta: Ég vona að þau vina- bönd, sem hér eru tengd megi eflast og styrkjast er fram líða stundir. Ísland lengi lifi“ Annars notuðu menn daginn til að koma sér fyrir og kynna sér aðstæður all- ar um borð. Síðdegis kom nokkuð af umbeðnum matvælum um borð og fór- um við Ásgrímur bryti að taka á móti þeim og ganga frá þeim eins og vera bar. Klukkan hálf átta næsta morgun voru allir ræstir út. Var skipið þrifið ofan þilja eins og kostur var á, því að stundvíslega klukkan átta var íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn. – Eftir það var áhöfninni skipað til verka, hverjum á sinn stað. Hvassafell, íslenskt kaupfar með 21 skipverja innanborðs, var komið til starfa. – Strax var byrjað á því að ferma skipið vörum, sem merktar voru til Reykjavíkur. Það var þó ekki ýkja mikið og því lokið klukkan sjö um kvöldið 13. ágúst. Nú vitna ég beint í dagbók skipsins: „Miðvikudaginn 14. ágúst. Hásetar vinna við að lagfæra ýmis- legt um borð, veita móttöku skipsnauð- synjum og koma þeim fyrir, útbúa land- festar og sitthvað fleira. Tekin um borð matvæli, breitt yfir lúguop og skipið að öðru leyti sjóbúið. – Kl. 1600 var skips- höfnin lögskráð. Fór skráningin fram um borð í viðurvist íslenska ræðismannsins í Genúa Hr. Hálfdáns Bjarnasonar. – Skip- ið var nú ferðbúið að öðru leyti en því að beðið var eftir skipsskjölum frá ræð- ismanninum. Komu skjöl þessi um borð kl. 19:30 og voru þá landfestar leystar og skipið fært frá bryggjunni eftir leið- beiningum hafnsögumanns og með að- stoð tveggja dráttarb ... Kl. 20:10 fór hafnsögumaður frá borði, er komið var út fyrir hafnargarðana. Var þá sett á fulla ferð og haldið áleiðis til Trapani. Með skipinu eru tveir menn frá Ansaldo til aðstoðar vélstjórum við vélgæzlu.“ Við vorum nú lagðir af stað heim á leið með viðkomu í Trapani á Sikiley, en þar átti að lesta skipið fullt með salti. Áhöfn skipsins, sem var lögskráð þennan dag var þannig skipuð: 1. Gísli Eyland, skipstjóri frá Akureyri 2. Sverrir Þór, 1. stýrimaður frá Akureyri 3. Bergur Pálsson, 2. stýrimaður frá Hrísey 4. Guðni Jónsson 3. stýrimaður úr Reykjavík 5. Ásgeir Árnason, 1. vélstjóri frá Akureyri 6. Sigurjón Jónsson, 2. vélstjóri úr Reykjavík 7. Gissur Guðmundsson, 3. vélstjóri úr Reykjavík 8. Sigurjón Þórðarson, 4. vélstjóri úr Reykjavík 9. Ingólfur Viktorsson, loftskeytamaður frá Flatey 10. Ásgrímur Garíbaldason, bryti frá Akureyri 11. Þórarinn Þór, 2. kokkur frá Akureyri 12. Tómas Árnason, messadrengur frá Akureyri 13. Axel Ásgeirsson, smyrjari frá Akur- eyri 14. Jóhann Þorvaldsson, smyrjari frá Akureyri 15. Þórir Áskelsson, bátsmaður frá Akureyri 16. Jón Jónsson, háseti frá Akureyri 17. Gunnar Magnússon, háseti úr Reykjavík 18. Hektor Sigurðsson, háseti frá Akureyri 19. Björgvin Árnason, háseti frá Akureyri 20. Ríkharð Jónsson, háseti frá Akureyri 21. Gunnar H. Sigurðsson, viðvaningur frá Reykjavík. Til Sikileyjar Var nú siglt suður Genúaflóa, meðfram endilangri Ítalíu í átt til Sikileyjar. Sjór- Hvassafell athafnar sig á höfninni í Genúa.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.