Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur Ljósmyndakeppni Sjómannablaðsins Víkings er nú orðin 10 ára gömul og hafa alla tíð 15 bestu myndirnar í keppninni tekið þátt í Norðurlandakeppni sjómanna í ljósmyndum. Norðurlandakeppnin 2013 fór að þessu sinni fram í Sjómannaklúbbnum Johannisborg í Norrköping í Sví- þjóð síðasta dag janúarmánaðar síðastliðinn. Það land sem annast keppnina útvegar dómara og að þessu sinni voru það Johanna Haverlind, sem er útstillingastjóri í Arbetets safninu þar í borg, og ljósmyndarinn Fredrik Schlyter sem dæmdu myndirnar. Umsjónarmenn keppnanna í hverju landi fyrir sig voru sammála um að dómgæslan yrði mjög erfið að þessu sinni sökum þess hversu góðar myndirnar væru. Það sýndi sig svo um munaði enda tók það dómarana um þrjá tíma að komast að niðurstöðu. Það var óneitanlega spennuþrungin stund þegar við umsjónarmennirnir mættum fyrir framan dóm- arana til að hlýða á niðurstöðuna. Dómararnir sögðu að þetta hefði verið erfitt val og að endingu ákváðu þeir að skipta mynd- unum upp í þemu s.s. umhverfi, portret og mannlíf. Þá upp- lýstu þeir að eitt land hefði verið áberandi í keppninni. Það var ekki laust við að mikil gleði ríkti hjá fulltrúa Víkingsins þegar í ljós kom að þrjár íslenskar ljósmyndir höfðu unnið til verð- launa. Fyrstu, önnur og fjórðu verðlaun hrepptu íslenskir sjó- menn. Fyrsta sætið hreppti mynd Davíðs Más Sigurðssonar háseta á Klakknum SK. Dómararnir sögðu að myndin væri í mjög háum gæðum. Ljósmyndarinn hefði náð að fanga vel birtuna og sjó- manninn. Ekki hefði verið um uppstillingu að ræða heldur mann við störf sem heillaði mjög. Hlaut Davíð að launum ljós- myndavörur fyrir 5.000 Dkr. sem Den Danske Maritime Fond gaf. Annað sæti kom í hlut Hlyns Ágústssonar háseta á Krist- björgu VE. Dómurunum þótti hann ná góðri „action“ mynd við skilyrði sem ekki margir vildu draga fram myndavélarnar sínar. Óveðursmyndir væru fremur sjaldgæfar. Sá sem á myndina horfir hefur á tilfinningunni að hann sé um borð í skipinu. Að launum hlýtur Hlynur ljósmyndavörur fyrir 5.000 Nkr. sem norska Siglingamálastofnunin gaf. Ljósmynd Danans Stefan Olsson Wandel sem er skipverji á Pearl Seaways fékk þriðju verðlaun en dómararnir sögðu hana vera mjög súrrealiska í háum gæðum. Ljósmynd sem náði að fanga ljósið og einfaldleikann þrátt fyrir að verið væri að fram- kvæma verk sem kallaði á óhreinindi. Að launum fær hann 5.000 Skr. sem tímaritið Sjöfartstidningen gaf. Fjórða sætið hreppti síðan Guðmundur St. Valdimarsson sem er bátsmaður á varðskipinu Ægi. Um myndina sögðu dóm- ararnir að hún vekti margar hugsanir. Hún kalli á forvitni hjá áhorfandanum sem veltir því fyrir sér hvað hafi gerst. Fagur- fræðilega er hún með sérstakri birtu. Guðmundur hlýtur að launum ljósmyndavörur fyrir 400 evrur sem Eimskip gaf. Sjó- mannablaðið Víkingur færir Eimskip þakkir fyrir glæsilegan stuðning við keppnina. Svíinn Tim Ruttledge sem er skipstjóri Fure West fékk fimmtu verðlaun fyrir mynd sína. Dómurunum þótti myndin sína í einfaldleika sínum línur og form sem þeir tóku strax eftir. Tim hlaut að launum myndabúnað fyrir 300 evrur sem finnska kaupskipaútgerðin Finnlines gaf. Fjórar myndir hlutu síðan sérstök heiðurssæti en engin verð- laun fylgja þeim. Fyrsta myndin var eftir sænska hásetann Magnus Henrysson á Peter Pan sem að þeirra mati var mynd tekin á réttu augnabliki. Þá kom mynd Norðmannsins Torkil Hansen á Protector 07 og þótti dómurunum myndin vera mjög góð umhverfismynd. Þriðja myndin var eftir Martin Jensen á Jens Mærsk en dómurunum þótti góð umhverfismynd sem skapar fegurð í því sem ekki kallar á fegurð. Fjórða myndin var Norðmannsins Atle Sachs og er á Skandi Commander. Þótti dómurunum myndin vel ígrunduð og vel tekin augnabliks- mynd. Að ári mun Norðurlandakeppnin fara fram á Íslandi og hvetur Víkingurinn sjómenn til dáða enda er eftir miklu að slægjast að komast í úrslit og eiga möguleika á að vinna til veglegra vinninga í Norðurlandakeppninni. Sjómannablaðið Víkingur óskar vinningshöfunum innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Norðurlandaljósmyndakeppnin – Íslenskur stórsigur! Mynd Davíðs Más, 1. verðlaun í Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndum 2014.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.