Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Síða 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27 fjóra túra, sem ég var á Júní með honum, og Benni var með skipið. Slóst nokkrum sinnum við Dóra. Við vorum jafngamlir, ja, hann var nokkrum árum eldri. Nei, aldrei í Bremerhaven, en einu sinni í Keflavík. Þá heimtaði hann, að ég héldi áfram að umstafla. Hann var 2. stýrimaður. Ég fór bara upp úr lestinni. Hann sér mig fara upp. „Hvern djöfulinn ertu að fara, Gvend- ur?“ „Fara, ég er bara hættur í dag, ég er búinn að vera að vinna hérna í 6 tíma.“ „Nei, farðu aftur niður, þeir eru allir drullufullir hinir.“ Hann var sjálfur í brennivíni. Ég fór inn í minn klefa. Hann kom á eftir mér og reif í mig, og ég stökk á hann, lagði hann undir. Hann hló eins og vitleysingur. Fínn. Ágætis drengur. Þeir drukku allir. Dóri var alltaf í dökkblárri togarapeysu og með sixpensara. Þær komu sjálfar um borð í Grænlandi og fóru upp í kojurnar. Þetta þótti svo sjálfsagt þá í Grænlandi. Þetta gerðu hundarnir. Bóbó, bróðir Báru Guðmundur: Ekkert erfitt að splæsa saman víra eða splæsa augu, en kaðlar gátu verið harðir. Gat aldrei splæst rópa. Sonur Sigurjóns Einarssonar, skipstjóra, var stýrimaður á Bjarna Ólafssyni. Hann sagði við mig: „Gvendur, splæstu þarna einn róp. Það er rópur aftur á keis.“ Ég fer og næ í trémelspíru og kom einum enda undir. Sá, að ég gat þetta ekki. Rópurinn var svo harður. Þá kom stýri- maðurinn, Bóbó rauði var hann kallaður: „Hvað er þetta, ertu ekki búinn að þessu.“ „Ég get þetta ekki,“ sagði ég. „Láttu mig sjá,“ sagði hann og tók um rópinn með báðum höndum og sneri upp á. Allt glenntist í sundur, og svo prjónaði hann þetta saman með puttunum. Hann var naut, Bóbó rauði, bróðir Báru. „Að sitja hérna í hitanum, hee ... “ Guðmundur: Við erum að fara út á Narfanum kl. fjögur. Hemmi var ekki að fara neitt, fór aldrei í vinnu. Hann var edrú þarna. Hann var nú lengi á Þorsteini Ingólfssyni hjá vini sínum, Sigurjóni Þórðarsyni, vélstjóra og Thorsara. Þá hefur hann verið smyrjari. Það hefur verið gott fyrir hann, „að sitja hérna í hitan- um, hee, hee, spíssari.“ Var háseti á Aski, þvoði fiskinn og var sagt að þvo hann bet- ur: „Hvað er þetta maður, á ég ekki að bursta tennurnar í hon- um líka?“ Tók sér nokkurn tíma á kamrinum, fékk sér smók. Togarinn Ólafur Jóhannesson BA 77 kemur í höfn nýr og nokkuð sýlaður. Ljósm. Þráinn Hjartarson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.