Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur En eins og sjómenn vita getur verið ansi vont í Pentlinum ef straumur er á móti vindátt. Skömmu seinna er breytt um stefnu og farið fyrir austan Orkneyjar til að sleppa við Pentilinn. Þá heyri ég í þeim sama: Þorir nú ekki karlinn í Pentilinn. Allt kerlingunni að kenna Einhverju sinni áttum við að hafa sam- flot á Delaware II og Albatros og toga hlið við hlið. Þeir voru víst að reyna að gera samanburð á mismunandi trollum. Þessi tvö skip eru bæði með skut- rennur. Nú var haldið af stað upp í Gulf of Main sem er hafsvæðið frá Boston til Kanada. Við áttum að toga samsíða á fyrirfram ákveðnum stöðum sem merktir voru inn á kortið. Fyrstu dagana gekk allt eins og í sögu. Svo er það einn daginn að spáð er stormi á svæðinu. Ég tala þá við Frank, en svo hét skipstjórinn á Albatros, og segi honum að ég muni ekki fara út. Ég ætlaði í var inn á fjörð þarna í Main. Frank kvaðst hins vegar ætla út og gera hol. Daginn eftir talaði ég aftur við Frank. Hann var þá kominn til Rockland í Mainfylki og hafði neyðst til að lensa suður um út af sjólaginu. Slotaði svo veðrinu og við kláruðum það sem við áttum að gera. Var svo siglt í heimahöfn, Wood Hale. Kom þá Frank yfir til mín og afsakaði að hann skyldi fara út þrátt fyrir veðurspána sem varð ekki til annars en að hann lenti í vitlausu veðri. Hann reyndi að klóra í bakkann. Það var þessi kvenmaður, sagði hann, yfirfiski- fræðingurinn um borð. Hún heimtaði að við færum út. Mér fannst þetta hálf-lélegt og lá ekk- ert á því. Hann væri eftir allt saman skipstjóri um borð og ætti ávallt að eiga síðasta orðið. Skipstjórinn á að ráða, var einfaldlega mín skoðun. Læt ég þetta svo duga um reynsluna sem ég fékk í Keflavík og út af Garð- skaga fyrir 60 árum. Höfnin í Pascagoula. Reeperbahn heitir hafnarhverfi í Hamborg, aðalgata og nokkrar aðlægar þvergötur. Nafnið mun þýða „Reipabraut“ eða „Kaðalstræti“, enda var þarna upphaflega iðnaðar- svæði, þar sem fléttuð voru reipi. Nú er hverfið þekktara fyrir að sinna öðr- um þörfum sjómanna – og annarra, sem leið eiga hjá. Sex hæða þjónustustofnun var þar nýlega rifin vegna gruns um dreifingu á alnæmi. Þar, eða í einhverri sambærilegri höll, hefur þessi lygasaga orðið til. Verðandi viðskiptavinur gengur inn um glæsilegt anddyri, þar sem bíður „hýr og glöð, og harla fögur kvennaröð“, eins og lýst er „í soldáns höll“ í gamankvæði eft- ir Jón Helgason. Allur aðbúnaður er ríkulegur – og verðlag þjónustunnar eftir því. Eftir því sem ofar dregur í húsinu verða konurnar eldri og hrukkóttari, húsbúnaður snautlegri og verðlag hóf- legra. Uppi í risi, undir súð, er verðið komið niður í eitt mark. Þar er aðeins einn lúinn dívan og hjá honum skilti, sem á er letrað „SELBSTBEDIENUNG“ – sjálfsafgreiðsla. Ódýrara efst Frá Reeperbahnhverfi í Hamborg.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.