Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 20
um við fyrir suðvesturodda Portúgal og var stefnunni þá breytt í norður í átt til Englands, en næsti viðkomustaður átti að vera Falmouth á Cornwallskaga. Þessi sigling gekk vel, góð ferð á skip- inu og stilltur sjór. Þó varð smám saman breyting á veðurlaginu eftir því sem norðar dró. Þó að ekki blésu vindar, var loft æ oftar skýjað og stundum þung- búið, súld og þokuloft. Það var mikil breyting frá Miðjarðarhafsveðrinu. En allir voru ánægðir yfir því að færast með góðum hraða í áttina heim. En á þessarri leið komu í ljós ýmsir vankantar og gallar á skipinu og búnaði þess. Kompásinn var greinilega ákaflega lélegur t.d., og stýrisvélin bilaði oftar en einu sinni og varð að stýra með vara- stýri, og þegar betur var athugað í Fal- mouth var brotið þýðingarmikið stykki í stýrisvélinni. Loftskeytatækin voru léleg og siglingatæki, vantaði jafnvel alveg, sum þeirra. Við komum til Falmouth að kvöldi föstudagsins 13. september. En þar átti að taka olíu og vistir. Einnig var leitað eftir lagfæringu á því, sem nauðsynlega þurfti að gera við. Við vonuðum samt að ekki þyrfti lengi að tefja þarna. En það fór á annan veg. Í heila viku vorum við í Falmouth og mestallan þann tíma var legið fyrir akkeri úti á legunni en ekki við bryggju. Því varð lítið um ferðir í land. og bærinn var ekki forvitnilegur. Það óhapp varð að hurðin fyrir dyr- unum inn á aðalþilfar bakborðsmegin, sem olíuleiðslan var tekin inn um, brotn- aði og skekktust hjarirnar. Það varð að fá viðgerð á þessu úr landi og lengdi töfina. Þetta varð daginn, sem við komum, laug- ardaginn þann 14. Á sunnudaginn var lagst út á legu. Eftir helgina og næstu viku voru stöð- ugar viðgerðir í gangi. Maður kom frá Marconifélaginu til að finna staði í skip- inu fyrir dýptarmæli, miðunarstöð og talstöð; unnið var við smíði stykkisins, sem brotnaði í stýrisvélinni; nýr kompás var pantaður frá Plymouth eftir að sér- fræðingur hafði dæmt kompásinn frá Ítalíu algjörlega ófullnægjandi fyrir skip- ið. Á fimmtudaginn versnaði veður svo mjög að hætta varð í miðju kafi við að stilla kompásinn. Það varð að bíða til laugardagsins. Öllu öðru var, hins vegar lokið á föstudaginn, búið að gera við, siglingatækin komin á sinn stað, hurðin komin í lag og stýrisvélin. Á laugardags- morgun var kompásinn réttur af og á hádegi þann dag 21. september var látið úr höfn í Falmouth, sett á fulla ferð og stefnan tekin á Ísland. Næsta höfn var Akureyri. Til Akureyrar Við fengum hið versta veður og þann 24. um morguninn gekk sjóhnútur inn yfir bakborðslunninguna og sleit burt annan björgunarflekann af járngálgunum, sem hann var festur á svo að hann skall niður á eina bómuna og beygði hana lítils hátt- ar en flekinn brotnaði talsvert. Símað var á hæga ferð og skipinu snúið upp í vind- inn meðan losað var um flekann og hann bundinn á dekkið og skorðaður þar eins og tök voru á í þessum ólátum. – Taka varð inn nýjan vegmæli, sem var fenginn í Falmouth, meðan á þessu gekk. Sýndi hann að við höfðum siglt 611 mílur frá Falmouth. Veðrinu slotaði nokkuð næsta dag og hélst nokkuð gott í tvo daga. En versnaði þá aftur er við nálguðumst Ísland og fyrir Norðurlandi var verulega vont veður. Þó að ýmislegt gengi á vegna illviðris og sjógangs, fannst mér þessi sigling yfir hafið skemmtileg. Ég var ákaflega sjó- hraustur og fann ekki fyrir sjóveiki. Og svo hlakkaði ég til að koma heim til Akureyrar. Ég verð að nefna það, að strax og við komum út úr Miðjarðarhafinu, fór Ing- ólfur loftskeytamaður að hlusta á út- varpsstöðvar á sín ófullkomnu tæki. Ég var oft inni hjá honum meðan hann var að þessu. Fyrst lengi vel var lítið að heyra nema tal, sem við ekki skildum. Svo kom að því að við heyrðum enskar stöðvar og reyndum að hlusta á fréttir eftir megni. Þegar við fórum að heyra betur datt okkur í hug að skrifa frétta- bréf fyrir skipverja og endursögðum þar helstu fréttir, sem okkur tókst að heyra í útvarpinu. En eins og áður segir voru tækin frekar léleg. – Svo man ég eftir því að einhvers staðar á leiðinni yfir hafið, heyrðum við hljóð, sem okkur fannst eins og gæti verið frá „Útvarp Reykja- vík“. Og ekki löngu seinna tókst okkur að heyra orðaskil hjá einum fréttaþul- anna, sem talaði óvenjulega skýrt. Það gladdi okkur mikið að heyra ylhýra mál- ið og okkur fannst við vera komnir heim. Þann 26. september komum við að Langanesi og sigldum fyrir Fontinn. Og rétt eftir miðnætti sama dag komum við í mynni Eyjafjarðar. Þá var orðið sjólítið og veður gott. Og þann 27. september, nákvæmleg tveim mánuðum og 10 dögum eftir að við lögðum af stað frá Reykjavík að sækja skipið, komum við til heimahafn- ar þess á Akureyri. Í dagbók skipsins er skráð: „ … Kl. 0200. Stýrt eftir vitum og land- sýn inn Eyjafjörð. – Kl. 0430 var lagst á Pollinn á Akureyri … Kl. 0800 voru dregin upp merkjaflögg milli stafns og reykháfs til skrauts ... lagst við Torfunefsbryggju kl. 09:15 … “ Það var tekið vel á móti okkur. Þessari löngu og skemmtilegu ferð var lokið. Annar kokkur. 20 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.