Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur stærsta súlnabyggð í Evrópu sem telur um 16000 pör. Einnig má nefna að í Eld- ey var gengið frá síðasta geirfuglinum í heiminum. Hvað varðar Eldborgarnafnið þá gæti það svo sannarlega líka verið ís- lenskt, en fyrir liggur að það er ekki norskt samkvæmt upplýsingum þaðan fengnum. Á Reykjanesi eru tvær eld- borgir í landslaginu, sú stóra og sú litla. Þær liggja austarlega á Reykjanesinu skammt frá sjó, uppaf svonefndu Krísu- víkurbergi, skammt vestan við Herdísar- vík. Nú liggur ekki fyrir hvar við Ísland Peder Brevik skipstjóri og útgerðarmað- ur sótti sjó en hafi hann stundað fisk- veiðar við Reykjanesið sunnanvert hafa bæði Eldey og Eldborgin verið honum sýnilegar, þessar perlur í náttúru lands- ins; má því leiða að því sterkar líkur að bæði nöfnin sé íslensk og að Eldborgar- nafnið komi frá annarri áðurnefndri eld- borg, trúlega þeirri stærri. Þar sem engar heimildir liggja fyrir um hvaðan nafnið kom er hér engu slegið föstu þar um en ítrekað að líkurnar eru mjög miklar á ís- lenskum uppruna nafnsins. Áður en skipunum var siglt til síns heima var Eldey siglt til Óslóar þar sem skipið var til sýnis fyrir áhugasama um smíði þeirra búnað og fyrirhuguð verk- efni. Í kynningu á skipunum í Norges Handels og Søfartstidende (NHST) þann 16. desember 1931 kemur m.a. fram að hér sé um að ræða nýja kynslóð skipa sem muni ryðja brautina frá strandveið- um Norðmanna til úthafsveiða með lík- um hætti og þegar Norðmenn fóru að veiða hvali á opnu hafi. Í því sambandi er mikið gert úr því að skipin séu knúin dieselvélum í stað gufuvéla sem geri þeim kleift að vera a.m.k. 3 sinnum lengur í hverri veiðiferð en gufuvélarnar buðu uppá. Til Ålasunds komu skipin í lok janú- ar 1932 þar sem þeim var tekið með kostum og kynjum. Sunnmörsposten bauð þau velkomin og óskaði útgerðinni heilla m.a. með eftirfarandi umfjöllun: ,,Fagna ber því alveg sérstaklega að aðgerðir af þessu tagi skuli hafa tekist við okkar vonandi tímabundnu erfiðu aðstæður. Peder S. Brevik er allt í senn reyndur, ötull og framsýnn út- gerðarmaður sem við óskum alls hins besta við rekstur þessara framúrstefnu skipa“. En Adam var ekki lengi í paradís því 6. mars 1933 var frá því greint að út- gerðin væri komin á hausinn, eða rúmu ári frá því að skipin voru afhent. Skipin voru síðan boðin upp í október 1933 eða um 21 mánuði frá því að þau komu til Ålasunds og þeim hafði verið fagnað sem boðberum nýs tíma í veiðum á fjarlægum miðum en voru nú boðin upp vegna vanskila. Í framhaldinu eignaðist bank- inn skipin, hvort fyrir 70,000 kr. Hann seldi síðan Eldborgina til Íslands árið eft- ir fyrir 110.000 kr. Af hverju gekk útgerð skipanna ekki, eins og til stóð? Því miður hefur ekki tekist að fá greinar- góðar upplýsingar um, af hverju ekki tókst að gera skipin út eins og til stóð. Bent hefur verið m.a. á að þar sem ekki Ólafur Magnússon Ólafur Gísli Magnússon var fæddur 23. september 1893, dáinn 24. mars 1962. Foreldrar: Magnús Kristj- ánsson, bóndi og skipstjóri á Sellátrum, síðar Bíldudal, og kona hans Sigrún Ólafs- dóttir, ljósmóðir frá Auð- kúlu, Arnarfirði. Hann kvæntist 1. desember 1917 Guðrúnu sem fædd var 16. maí 1894 og dáin 8. sept- ember 1921, dóttir Hall- dórs bónda á Þyrli Hval- fjarðarströnd. Börn þeirra: Svavar fæddur 7. ágúst 1919, klæðskeri og Gunnar fæddur 20. júlí 1921, skip- stjóri. Hann kvæntist seinni konu sinni 2. október 1926, Hlíf Matthíasardóttur, sem fædd var 27. apríl 1899. Börn þeirra Matthías, fæddur 30. september 1927, málarameistari, Marsibil fædd 11. mars 1928, húsfrú, Roy fæddur 2. ágúst 1933, skipstjóri, og Alda fædd 17. nóvember 1944 húsfrú. Nám: Héraðsskólinn að Núpi, Dýrafirði og hið meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1917. Starfsferill: Á árinu 1905 byrjar Ólafur að stunda sjó með föður sínum á árabáti og síðar á skútum frá Bíldudal. Hann verður fyrst skipstjóri á Ingólfi frá Sandgerði og í framhaldinu á fleiri skipum. Á árinu 1934 sækir hann Eldborgina MB-3 til Ålasunds í Noregi og er skipstjóri á henni til 1948. Ólafur Magnússon. Úr bók Hassa, Halló Eldborg! Ert’ að hlusta Óli? Stóra-Eldborg á Reykjanesi. Helstu stærðir skips.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.