Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur Skuttogarinn Apríl HF-347. Sumarið 2010 hringdi Sæmundur Pálsson á Akureyri í mig og bauð mér á hátíð togarasjómanna sem hann ætlaði að standa fyrir á Akureyri. Sæmundur er sjálfur fyrrverandi togara- sjómaður og var meðal annars háseti hjá mér nokkra túra á b/v Jóni Þorláks- syni. Ég þáði boðið og tók með mér þrjá togarajaxla, Gunnar Kristjánsson, svila minn, Þórarinn Hauk Hallvarðsson og Jóhann Sigurgeirsson (Jóa Belló). Sæmundur á heiður skilið fyrir fram- tak sitt að halda minningu gömlu síðu- togaranna til haga. Á þessari hátíð veitt- ist mér, ásamt Jónasi Þorsteinssyni, sá heiður að að bera krans og leggja hann á minnisvarða drukknaðra sjómanna sem er við Glerárkirkju. Sumarið 2011 var hátíðin endurtekin. Þá fór ég á hana ásamt syni mínum Ei- ríki og konu hans. Sumarið 2012 var há- tíðin haldin í þriðja sinnið og þá hélt ég norður ásamt kollega mínum, Svavari Benediktssyni skipstjóra. Við Svavar höfðum um margt að spjalla og kom í ljós að við höfðum báðir lent í áfalli á svipuðum slóðum. Fyrst er það frásögn Svavars. „Eitthvað kom yfir mig“ „Þetta var í nóvember 1981. Ég var þá skipstjóri á skuttogaranum Apríl HF- 347. Við höfðum fiskað fyrir Englands- markað og áttum að selja aflann í Grims- by. Við vorum út af Vestfjörðum. Aflinn var mest þorskur. Þegar við vorum búnir að fá í skipið var haldið eins og leið ligg- ur til Englands, með viðkomu í Hafnar- firði. Þegar við vorum komnir um það bil 100 sjómílur SA frá Vestmannaeyjum var veðri svo háttað að það var slarkfært ferðaveður, SV-átt og gekk á með hvöss- um éljum. Ég var niðri í borðsal nýbyrjaður að borða en þá kom eitthvað yfir mig, mér fannst ég þurfa að fara upp í brú. Ég henti frá mér hnífapörunum og hljóp upp. Þegar ég kem í brúna sé ég rísa stóran brotsjó á stjórnborða. Ég setti stýrið í borð, hægði á ferðinni og náði að snúa stefninu á móti brotsjónum. Má heita að skipið hafi verið nærri stopp þegar brotið reið yfir með feikna látum svo allt lék á reiðiskjálfi stafna á milli. Afleiðingarnar urðu eftirtaldar: Öldu- brjóturinn á hvalbaknum var undinn eins og snúið roð í hund. Hvalbaksdekk- ið gekk niður um 15 cm. Þilið á fram- anverðri yfirbyggingu gekk inn svo inn- réttingar hrundu og ekki var hægt að Ragnar Franzson Brotsjór á rúmsjó Sæmundur Pálsson heldur í heiðri minningu síðu- togaranna.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.