Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Page 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Page 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur V ið á Sighvati Bjarnasyni VE 81 hófum árið 2013 á loðnuveiðum. Fórum til veiða í byrjun árs með troll og gekk allt sinn vana gang. Menn glaðir og bjartsýn- ir eftir jól og áramót. Til að byrja með fór aflinn í mjöl. Skipt- um yfir á nót í febrúar. Nokkuð var síðan fryst af loðnu og afgangurinn fór í hrognatöku sem okkur þótti ekkert leiðin- legt. Loðnuvertíðinni lauk í mars og var frí hjá okkur fram í júní. Fórum af stað eftir þjóðhátíðardaginn til makrílveiða. Við erum afskaplega heppnir með skipstjóra. „Öngullinn festist ekki oft í afturenda hans.“ Þannig að við kviðum ekki gangi mála hjá okkur. Sumarveðráttan varð heldur leiðinleg miðað við sumrin á undan eins meðfylgjandi myndir sína. Við fiskum makríl og norsk íslensku síldina í troll sem sem við drögum á móti Ís- leifi. Þennan veiðiskap köllum við stundum að vera á „tví- buratrolli.“ Aflanum er dælt um borð hjá okkur. Venjulega tökum við tvö hol á þessum veiðum. Þá er farið í land með aflann en það tekur venjulega rúman sólarhring að vinna hann í landi. Þannig gengur sumarið hjá okkur. Nú – í desember 2013 – stöndum við í ströngu við verðugan and- stæðing en það er Íslandssíldin. Hún er veidd í nót. Hefur Breiðafjörðurinn verið oss gjöfull sem endra nær og fleiri notið af borðum vorum. Hér fylgja með nokkrar myndir sem teknar eru um borð og sýna lífið hjá okkur. Ljósmyndari er Gunnar Ingi Gíslason. Af okkur á Sighvati Nóg af loðnu sem kætir Magnús Jónsson. Brugðið á leik. Frá vinstri, Einar Sigþórsson, Björn Stefán Arnarsson, og Jens Sigurðsson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.