Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 22
Skipstjóra-og stýrimannafélagið Verðandi hélt upp á 75 ára afmæli sitt í Höllinni 28. desember síð- astliðinn. Afmælishátíðin var stórglæsi- leg og hófst með veislumat frá Einsa Kalda, þar sem hver rétturinn á fætur öðrum gladdi bragðlauka veislugesta, enda gala-dinner. Uppselt var í mat og skemmtun. Skemmtidagskrá kvöldsins var frábær, þar sem Helgi Björns og Reiðmenn vind- anna spiluðu. Leikfélag Vestmannaeyja flutti tónlistar- og dansatriði. Guðni Ágústsson hélt stórskemmtilega hátíðar- ræðu og nokkur ávörp voru flutt. Félaginu bárust margar góðar gjafir og heillaóskir. Á afmælisárinu fékk Verð- andi Bókasafn Vestmannaeyja til að prenta og gefa út á stafrænu formi allar fundargerðir félagsins, sem eru ansi margar bækur. Auk þess fékk Verðandi Bókasafnið til að finna út allar heiðranir félagsins á Sjómannadeginum, en þær ná aftur til ársins 1942. 22 – Sjómannablaðið Víkingur Verðandi 75 ára Kári Bjarnason, frá Bókasafni Vestmannaeyja, afhendir Bergi Kristinssyni afrakstur vinnu bókasafnsins á fundargerðum Verðandi. Fullsetinn salur, enda uppselt. Frá vinstri. Hallgrímur Tryggvason, Svava Friðgeirsdóttir, Sævald Pálsson útgerðarmaður og Grétar Sævaldsson, skipstjóri á Bergi Ve. Reynir Björnsson og Harald S. Holsvik, Félagi loftskeytamanna, mættu í afmælið. Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin, og Guðni Ágústsson. +

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.