Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Blaðsíða 33
Sjómannablaðið Víkingur – 33 ,,Eldborgin var að landa í Fleetwood en þegar smá slatti var eftir vildu dokkukarlarnir taka sér pásu sem hefði valdið því að Ólafur og Eldborg hefðu ekki komist út á næsta flóði. Sagan segir að við þessi tíðindi hafi gustað nokkuð af Ólafi sem hafi til- kynnt dokkukörlunum á hreinni Ox- ford ensku að ef þeir færu ekki strax til vinnu mundi hann neyðast til að greina vini sínum Churchill frá þessu athæfi þeirra þegar hann og skips- höfnin væri að leggja líf sitt í hættu til þess að færa sveltandi þjóð soðningu. Þegar dokkukarlarnir heyrðu nafn Churchill nefnt af jafn fyrirmannleg- um manni og Ólafi glúpnuðu þeir og byrjuðu strax að vinna“. Ólafur Magnússon hætti skipstjórn á Eldborginni árið 1948, við tók sonur hans Gunnar Ólafsson. Útgerðarsögu Samvinnufélagsins Gríms lauk á árinu 1950 þá voru eignir þess og skuldir Seldar hlutafélaginu Eldborgu. Eldborgin seld til Noregs Á árinu 1952 fór Eldborgin að sinna far- þegaflutningum á milli Borgarness, Akra- ness og Reykjavíkur. Skipið sinnti þess- um flutningum lengst af þar til það var selt til Noregs í lok árs 1956. Þar hlaut það nafnið Ferking R-98-SH. Skipið stundaði síldveiðar m.a. við Ísland en á milli veiðitímabila var það í flutningum. Á árinu 1959 urðu enn eigendaskipti á skipinu það var selt til Bergen þar sem það hlaut nafnið Raftøy B-45-B. Raftøy stundaði m.a. síldveiðar á Íslandsmiðum þar sem það lenti í vandræðum með 3500 hl. farm, sem var að hluta til á þil- fari, á leið til heimahafnar á árinu 1960. Með aðstoð frá skipum á sömu slóð tókst að halda skipinu á floti og koma því til hafnar. Eftir ævintýri af ýmsu tagi og alvarlega vélarbilun var skipinu lagt og tekið af skrá árinu 1965. Á þriðja áratug síðustu aldar var staðan þannig í norskum sjávarútvegi að ekkert var smíðað af skipum til veiða á fjarlæg- um miðum þess í stað voru þau gömlu lengd og endurbætt þ.e. teygð og toguð eins og við þekkjum svo vel. Erlendis var þegar hafið að setja dieselvélar í fiskiskip í stað gufuvélanna. Dieselvélunum fylgdi sá kostur að lengra var hægt að sækja frá útgerðarstað og vera lengur í hverri veiðiferð, en gufuvélin bauð uppá þar sem mun minna fór fyrir olíunni en kol- unum um borð. Gömlu dampskipin voru ágæt til þess að stunda fiskveiðar við norsku ströndina en dugðu ekki til sókn- ar á fjarlæg mið svo sem við Ísland, Grænland eða Svalbarða. Peder Brevik sem hafði reynslu af rekstri gufuknúinna fiskiskipa á fjarlæg- um miðum, m.a. við Ísland, taldi að nú bæri að stefna á stærri fiskiskip knúin dieselvélum til veiða m.a. á miðunum við Grænland, Ísland, og Svalbarða. Hann vildi stefna á tvö systurskip, sem hann lagði til að byggð yrðu hjá AS Moss Værft & Dokk til þess að sinna því verkefni a.m.k. í fyrstu. Um haustið 1930 stofnaði hann ásamt öðrum áhugasömum Peder Breviks Fiskeriselskap AS Ålesund. Sunn- mörposten sem hafði lengi klifað á nauðsyn þess að endurnýja flotann lýsti strax yfir mikilli ánægju með stofnun fyrirtækisins eins og eftirfarandi tilvitnun í skrif blaðsins frá þessum tíma ber glöggt vitni: ,,Fyrirtækið sem nú er í mótun er metnaðarfullur liður í þessari vinnu þar sem frumkvæðið er tekið af einum af okkar hæfustu, reyndustu og skip- stjórum og útgerðarmönnum þar sem hr. Brevik hefur sýnt það og sannað á löngum starfsferli sínum að hann hef- ur yfirburða þekkingu á því hvernig á að bera sig til við veiðar á fjarlægum miðum. Það er á grundvelli þessarar yfirburða þekkingar sinnar sem hann hefur ákveðið stærð, gerð og búnað þeirra tveggja skipa sem félag hans stefnir á að byggð verði á næstunni til veiða við Grænland, Ísland og Svalbarða. Skip sem reiknað er með að verði við veiðar allt árið“. Í framhaldi af stofn- un hlutafélagsins Peder Breviks Fiskeriselskap AS voru hlutabréf í félaginu sett í sölu og við það miðað að hlutaféð yrði að hámarki 600 þúsund kr. en að lágmarki 250 þúsund kr. Ekki reyndist mikill áhugi fyrir því að gerast hluthafi í þessu nýja félagi sem leiddi til þess að aðeins tókst að ná lágmarkinu 250 þúsund kr. Til viðbótar lögðu 6 að- ilar fram fjármuni til þess að koma verk- efninu í framkvæmd en þeir voru Peder Breviks Fiskeriselskap AS, Moss Vært & Dokk, Peder Brevik, Jelö kommune, Gustaf Punktervold, Tryggve Styri og Eger & Sörensen. Eins og sjá má voru það ekki útgerð- araðilar sem lögðu fjármuni í fyrirtækið heldur þeir sem virðast hafa talið sig hafa hag af því að smíði skipanna gæti hafist samanber að stöðin Moss Vært & Dokk og sveitarfélagið, Jelö kommune, sem Álasund tilheyrir lögðu verulega fjármuni í verkefnið en á þessum árum var tilfinn- anlegt atvinnuleysi bæði í Moss og Ála- sundi og því til mikils að vinna að smíði skipanna gæti hafist sem fyrst en reiknað var með að smíði þeirra skapaði allt að 200 ný störf í Moss. Sömuleiðis reiknaði stöðin með því að fleiri útgerðarmenn mundu koma í kjölfarið og láta smíða fyrir sig skip til veiða á fjarlægum miðum á grunni fenginnar reynslu af útgerð og smíði þessara skipa. Tryggve Styri sem er umboðsaðili Bolinder á þessum tíma í Noregi leggur til fjármuni en smíði skip- anna var eðlilega mikið hagsmunamál bæði fyrir hann og Bolinder í Svíþjóð. Skipin voru sjósett, Eldey hinn 7. nóvember og Eldborg 2. desember 1931. Í blaðinu Moss Tilskuer frá 18. desember 1931 kemur eftirfarandi fram varðandi Eldeyjarnafnið: „Båten er opkalt efter Eldøy utenfor Reykjanæs på Island – Brevik har tidligere 4 fiskedampere for lin og notefiske på Norskekysten og Island“. Nöfn beggja skipanna trúlega sótt í íslenska náttúru Þar hafið þið það, Eldeyjarnafnið er ís- lenskt, skipið heitir eftir Eldey sem ligg- ur um 10 sjómílur suðvestur frá Reykja- nesi. Hún er um 3 hektarar að flatarmáli og um 77 metrar að hæð. Í eyjunni er fjölskrúðugt fuglalíf og þar er m.a. ein Forsagan

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.