Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Side 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur Hér lýkur frásögn Þórarins af ævintýraferð 19 Íslendinga að sækja Hvassafellið sumarið 1946. Textuðu myndirnar eru allar úr safni Gísla J. Eyland, sonar Gísla Ey- land skipstjóra, og hafa fæstar eða engar birst á prenti fyrr. Í Genúa Þegar við komumst loks til Genúa var farið rakleitt með okkur að stóru húsi niður undir höfn, við stóra götu, sem hafði heitið VIA CARLO ALBERTO í höfuðið á einhverjum kóngi. En nú var nýbúið að gefa henni nýtt nafn eftir að kommúnistar náðu völdum í borginni. Þeir létu hana heita VIA GRAMSCI í höf- uðið á einum leiðtoga sinna. Húsið var númer 291-293 við götuna. Þetta var hótelið, sem við áttum að gista á um nóttina. Það var ekki sérlega aðlaðandi, að ekki sé meira sagt. Þó gáfum við því ekki ýkja mikinn gaum fyrst í stað – við vorum hvíldinni fegnastir. Þetta var 6 hæða hús með veitinga- og matsal á neðstu hæð og hét ALBERGO TOR- INESE. Við fengum að borða rogafullan disk af spagetti og rauðvín með. Það var aðalréttur hússins og borinn fram á hverjum degi og ekkert annað. Að máltíð lokinni fórum við upp til að ganga til hvílu. Þá leist mér ekki á, því herbergið, sem mér var vísað til var líkara sal en herbergi, með mörgum rúmum og var mitt úti á miðju gólfi. Það hefði lítið þýtt að fara að röfla þarna um aðbúnaðinn. Enginn okkar kunni ítölsku og yfir- mennirnir – eða a.m.k. skipstjórinn far- inn á annan stað. Hann bjó í herbergi 210 á hótel Astoria, einhvers staðar uppi í borginni. Hann hefði heldur engu getað breytt. Við fórum því að hátta hver í sitt ból, enda slæptir og þreyttir eftir hið langa járnbrautarferðalag frá París. Svo bjóst maður við að þurfa ekki að vera þarna nema kannski þessa einu nótt. En annað kom á daginn. Þegar við höfðum jafnað okkur daginn eftir og hitt Sverri Þór og Ásgeir Árnason, sem verið höfðu þarna nokkurn tíma að fylgjast með smíði skipsins, kom í ljós að henni var ekki lokið og líða mundi a.m.k. vika þar til við gætum flutt um borð. Við mundum því þurfa að búa á Albergo Torinese áfram og urðum að gera okkur það að góðu. – Það fór þá svipað og gerðist í London, að hótelið varð svefnstaður okkar yfir blánóttina. Á daginn vorum við á ferðinni um borgina og lifðum raunar kóngalífi eins og iðju- lausir túristar á sólarströnd. Veðrið var þarna afburðagott, líklega of heitt um hádaginn. Við fórum mikið á baðstrend- urnar, sem nóg var af þarna og á ég myndir því til sönnunar, teknar á myndavélina góðu, sem Scotland Yard fann fyrir mig í London. Við fórum víða og hittum margt fólk og kynntumst mörgum, bæði heimafólki og sjómönn- um frá ýmsum löndum. Þannig liðu næstu dagar í stöðugum fagnaði. Þann 7. ágúst vorum við boðaðir um borð í nýja skipið, sem fór þá í reynslu- ferð um Genúaflóann. Var þar margt um manninn, fulltrúar og verkfræðingar frá Ansaldo skipasmíðastöðinni, gestir og ýmsir fræðingar. Þar hittum við m.a. Hálfdán Bjarnason, aðalræðismann Ís- lands á Ítalíu ákafleg myndarlegan mann og viðfelldinn, sem gaman var að kynn- ast. – Reynsluferðin hófst klukkan hálf tíu um morguninn og stóð í sex stundir. Eitthvað fannst, sem gera þurfti betur og var unnið við það næstu daga. Gang- hraðinn reyndist vera rúmar 12 mílur. Við skoðuðum skipið eins vel og við gátum og sáum klefana, sem áttu að verða heimili okkar næstu vikurnar, eftir afhendingu þess. Næsta dag, þann 8. ágúst kom sím- skeyti til mín frá Akureyri, þar sem stóð að konan mín hefði eignast dóttur þann 6. ágúst. Ég varð harla glaður við og bauð öllum út á krá að skála af tilefn- inu. Þá vildi svo illa til að sumir félag- anna sem skáluðu við mig og fengu sér konjak, urðu fárveikir. Konjakið þarna var soddan ruslvín, að þeir fengu af því dúndrandi niðurgang. Þetta var mjög leiðinlegt þá, en núna er það gamanmál í minningunni. Jón Þ. Þór: HVASSAFELL – Niðurlag – Nokkrar minningar úr ferðinni, sem farin var til að sækja skipið sumarið 1946 Gísli J. Eyland skipstjóri og Sverrir Þór, 1. stýrimaður, í brúnni á Hvassafellinu, daginn sem skipið lagðist fyrst að bryggju á Akureyri hinn 27. september 1946. Jón Þ. Þór bjó greinina til prentunar.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.