Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Side 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur Slagsmál á Via Gramsci Fjórum dögum seinna, þann 11. ágúst, fluttum við svo um borð. Voru menn allshugar fegnir og kvöddu Albergo Tor- inese með litlum söknuði. Af þessu tilefni hélt Hálfdán Bjarna- son, ræðismaður veislu fyrir áhöfnina á heimili sínu, sem var í öðru af tveim há- hýsum borgarinnar, sem gnæfðu upp úr byggðinni. Þar veitti hann úrvals rauð- vín, eins og hver vildi hafa og gat í sig látið með smásnarli og góðgæti. Var það góð veisla og stóð lengi kvölds. Það er frásagnarvert af þessu kvöldi að þegar við fórum úr veislunni og vor- um á leið til skips, vildi svo til að ég gekk með Sigurjóni 2. vélstjóra og Þóri bátsmanni. Hinir voru ýmist á undan okkur eða eftir. Þegar við nálguðumst höfnina og gengum eftir Via Gramsci, sem er breitt stræti og vel lýst, vissum við ekki fyrr en 4 menn komu skyndi- lega hlaupandi út úr myrku húsasundi og réðust á okkur. Við áttum okkur einskis ills von og vorum óviðbúnir, enda slógu þeir okkur umsvifalaust nið- ur með krepptum hnefum. Ég vissi ekki fyrri til en ég lá í götunni og sá Sigurjón vélstjóra liggja á öðrum stað. Ég átti von á meiri barsmíðum og vænti þess að bóf- arnir létu kné fylgja kviði. Af því varð þó ekki og þegar ég þorði að líta upp, sá ég hvar Þórir bátsmaður var í hörkuslags- málum við þá alla fjóra. Þeir höfðu ekki roð við honum. Hann lamdi þá sundur og saman, greip einn þeirra og gat sveifl- að honum í kring um sig og notað sem barefli á hina þrjá, sem voru nú komnir í varnarstöðu og skall einn hálfrotaður í götuna. Þá henti Þórir þeim, sem hann hélt á frá sér, en þeir tóku þá allir til fót- anna og flýðu eins og þeir hraðast gátu og hurfu inn í sama húsasundið og þeir höfðu komið til að ráðast á okkur. – Fólk kom nú aðvífandi til að liðsinna okkur. Við Sigurjón vorum alveg ómeiddir og Þórir líka. Samt vorum við dregnir inn á bjórstofu, sem var þarna og við reyndar þekktum til, því að við höfð- um oft komið þar áður. Þar var okkur gefið að drekka og allir voru einstaklega almennilegir. Þar var okkur sagt að lík- lega hefðu þetta verið skæruliðar, sem hafi haldið að við værum amerískir her- menn í leyfi og ætlað að lumbra á okkur. Því að þó að friður hefði verið saminn og stríðinu lokið, var landið hersetið af Ameríkumönnum og þá hötuðu mjög skæruliðar, sem létu enn til sín taka. Við komumst svo klakklaust um borð. Þótti okkur Sigurjóni mikið koma til hreysti Þóris bátsmanns og vorum hon- um þakklátir fyrir að bjarga okkur úr klóm skæruliðanna og sigra þá alla – einn á móti fjórum. Sigurjón Þórðarson, 4. vélstjóri, er lengst til vinstri. Þá Bergur Pálsson, 2. stýrimaður, Guðni Jónsson, 3. stýrimaður, óþekktur Ítali, Ásgeir Árnason, 1. vélstjóri, Sverrir Þór, 1. stýrimaður, Gissur Guðmundsson, 3. vélstjóri, Gísli J. Eyland skipstjóri, Ásgrímur Garíbaldason bryti, Sigurjón Jónsson, 2. vélstjóri, Ingólfur Viktors- son loftskeytamaður, og Hálfdán Bjarnason, aðalræðismaður Íslands á Ítalíu. Aftur í skut með Ítölum. Hlið við hlið, Hálfdán Bjarnason og Gísli skipstjóri með ljósan hatt á höfði. Hægra megin við íslenska fánann eru Sverrir Þór, með hatt, og Ásgeir Árnason, hattlaus og á skyrtunni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.