Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Síða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2014, Síða 43
Sjómannablaðið Víkingur – 43 opna neina hurð í vistarverum skipverja og radarskannerinn fór af.“ Vaknaði í köldu steypibaði Mér fannst þessi frásögn Svavars merki- leg því ég lenti í svipuðu nánast á sama stað. Ég var þá skipstjóri á b/v Jóni Þor- lákssyni. Við vorum sömuleiðis á leið til Englands og áttum að landa í Grimsby. Í lestinni voru um 200 tonn af fiski svo að skipið var í fínu formi til ferðalaga. Mig minnir að þetta hafi verið í desem- bermánuði en eins og stundum áður man ég ekki ártalið. Gæti þó hafa verið 1976 eða 7. Við vorum staddir um það bil 100 sjó- mílum suðaustur af Vestmannaeyjum. Vindur var af suðvestri með hvössum éljum. Ég var uppi í brú um miðnættið og fór ágætlega á. Við höldum áfram með fullri ferð og allt er í fínu lagi. Ég bið stýrimanninn að kalla á mig ef eitt- hvað breytist til hins verra. Fer síðan niður að sofa. Ég var ekki búinn að sofa lengi þegar ég vakna við hressilegt steypibað. Ískald- ur sjór flæðir um mig allan svo ég nánast flaut úr kojunni. Mér brá ansi mikið, hentist fram á ganginn og ætlaði stigann upp í brú en þá kom fossinn á móti mér. Ég barðist áfram en var orðinn alvarlega hræddur um mennina í brúnni; hvernig skyldi þeim hafa reitt af? Mikið létti mér þegar ég komst upp og sá að þeir voru allir þar og ómeiddir. Þeir höfðu náð að kasta sér niður áður en brotið skall á skipinu. Í brúnni gat á að líta. Báðir kompás- arnir farnir, radar og dýptarmælar ónýtir – sem sagt öll siglingatæki farin fjandans til – og allir gluggar stjórnborðsmegin í mél. Þannig stóð á flóðinu niður til mín að það var stórt manngengt kýrauga beint á móti hurðinni á skipstjóraklefanum og svo var krafturinn mikill þegar sjórinn gekk yfir skipið að hurðin mélbrotnaði en kojan mín var beint á móti hurðinni. Eftir þetta lónuðum við upp í sjó og vind meðan við vorum að koma hlerum fyrir glugga og ganga frá varakompás. Síðan héldum við áfram og gekk vel enda var Jónsi Láka ágætt skip á sigl- ingu. Ekki bar meira til tíðinda. Við seld- um í Grimsby og fengum sæmilegt verð. Ný tæki voru þá líka sett í skipið fyrir hin sem höfðu eyðilagst. Það er svo önnur saga að fljótlega eft- ir komuna heim fékk ég plagg frá „Sjó- slysanefnd“. Þar sagði eitthvað á þá leið að það hefði verið „vítavert kæruleysi að halda áfram.“ Það er nú svo að sitt sýnist hverjum. Mér datt aldrei í hug að snúa við eftir áfallið og eyðileggja túrinn. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ég gerði rétt í þessu tilfelli. Skipstjórarnir Svavar Benediktsson og Ragnar Franzson greinarhöfundur. Glímt við trollið.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.