Fréttablaðið - 25.08.2022, Síða 11

Fréttablaðið - 25.08.2022, Síða 11
Fram eftir síðustu öld stóðu verka- lýðsfélög í baráttu um brauðið. Nú snúast kjarasamningar um að skipta þjóðarkökunni, eins og hagfræð- ingar kalla það. Rúmlega 60 prósent kökunnar koma í hlut launafólks og tæp 40 prósent í hlut fjármagnseigenda. Sneið launafólks er nú aftur nálægt langtímameðaltali að stærð, eftir að hafa minnkað verulega í kjölfar krónuhrunsins. Hlutverkið Í vaxandi mæli hafa félög launa- fólks og fyrirtækja sett fram kröfur á ríkissjóð, ýmist um að stækka eða minnka þá sneið, sem hann tekur til sín frá launafólki og fjármagns- eigendum. Ríkisstjórnin lék aðalhlut- verkið við lausn kjarasamninga á almennum vinnumarkaði 2019. Táknmynd þess blasti við þegar hún kynnti niðurstöður þeirra í ráð- herrabústaðnum. Stærsta efni þeirra kjarasamninga var mikil og almenn skattalækkun. Allir voru ánægðir með hana. Hin hliðin á þeirri ánægju kemur svo fram í vaxandi óánægju með stöðu Landspítalans. Ánægjan er aldrei ókeypis hjá ríkissjóði. Þetta leiðir hugann að hlutverki ríkisstjórnar við gerð kjarasamn- inga á almennum vinnumarkaði. Sú spurning snertir um leið álitaefni um lýðræði. Helmingaskiptin Síðustu kjarasamningar fóru gegn því prinsippi Sjálfstæðisflokksins að láta ábyrgðina hvíla á aðilum vinnu- markaðarins. En prinsippsbrotið þjónaði aftur á móti höfuðstefnu- máli flokksins um lækkun skatta. Nú er þessu öfugt farið. Megin- kröfur verkalýðsfélaganna kalla á aukin útgjöld ríkissjóðs. SA segir svo að stilla eigi ríkisstjórninni upp við vegg á endasprettinum. Þetta þjónar vel höfuðstefnumáli VG um aukna samneyslu. Sjálfstæðisflokkurinn verður að sætta sig við þetta leikskipulag aftur af því að hans mál fengu framgang síðast. Brotalöm Framsókn er eini flokkurinn í stjórninni, sem talar fyrir því að hún móti sjálfstæða efnahags- og kjarastefnu. Það hefur komið fram í tillögum hennar um aukna tekju- öflun til að standa undir þátttöku ríkissjóðs í baráttunni við verð- bólguna. Á þetta sjónarmið hefur ekki verið hlustað. Jaðarflokkarnir hafa ekki áhuga. Ástæðan er sennilega sú að hvorki verkalýðsfélögin né SA telja að það þjóni augnabliks hags- munum sínum. Aðdragandi kjarasamninga endurspeglar nú í annað skipti að í ríkisstjórnarsamstarfi jaðarflokk- anna hefur ekki tekist að móta sjálfstæða stefnu um efnahagsleg og félagsleg markmið. Það var ekki út í bláinn þegar Seðlabankastjóri sagði að hags- munaöflin stjórnuðu landinu, þó að hann hafi þar farið út fyrir verksvið sitt. Þetta er helsta brotalömin í stöðunni. Millistétt án málsvara Að frátöldum kröfum um aukin Ánægjan aldrei ókeypis hjá ríkissjóði Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Netapótek Lyavers lyaver.is * Samkvæmt könnun Verðlagseftirlits ASÍ. lyaver.is Suðurlandsbraut 22 Kíktu í Netapótekið Kaupaukifylgir Ef verslað er fyrir meira en 8.000 kr. Gildir til 15. sept. • Lægsta meðalverðið á lausasölulyum og öðrum vörum* • Gott verð á lyfseðilsskyldum lyum • Heimsending um land allt ríkisútgjöld birtast þrjár myndir varðandi endurnýjun kjarasamn- inga: Í fyrsta lagi: Forystufólk verka- lýðsfélaga á almennum vinnumark- aði talar bara um nauðsyn þess að hækka laun þeirra allra tekjulægstu hlutfallslega meira en sem nemur vexti þjóðarkökunnar. Í öðru lagi: Talsmenn SA verjast því að launahækkanir stjórnenda margra fyrirtækja, langt umfram stækkun kökunnar, eigi að hafa for- dæmisgildi. Í þriðja lagi: Enginn talar fyrir millistéttina á almennum vinnu- markaði. Hún lýtur bara því lögmáli að skipta ekki stærri köku en er til. Það sem fer umfram er froða, sem við köllum verðbólgu. Þó að hún mæli launahækkun rýrir hún raun- veruleg kjör. Raunsæi BHM Á síðustu mánuðum hefur for- maður BHM einn rætt hispurslaust um endurnýjun kjarasamninga á grundvelli hagsmuna millistéttar- innar. Að vísu verður ekki sagt að hann fari fram með lágstemmdar kröfur. En röksemdirnar taka greinilega mið af veruleikanum, sem glöggt kemur fram í grein sem hann skrifar í síðasta tölublað Vísbendingar. Þar er dregið fram með skýrum hætti að myndin af þjóðarkökunni er ekki einföld. Sumar greinar standa betur en aðrar og það eru skekkjur í þjóðarbúskapnum, sem þarf að leiðrétta. Hann er ekki að fara fram á að semja um efnahagsstefnuna, heldur að ríkið hafi stefnu, sem mæti grundvallarsjónarmiðum um „jafn- rétti og jafnvægi.“ Málið er þetta: Ríkisstjórnin á ekki að láta hagsmunasamtökin ákveða stefnuna í efnahags- og velferðarmálum eins og síðast. Hún á að hafa sjálfstæða stefnu. Á þeim grunni eiga aðrir að semja. Og hún þarf að vera tilbúin að semja við eigin starfsmenn, ekki síðar en eldri samningar renna út. Í hvorugt stefnir eins og sakir standa. n FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.