Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.08.2022, Qupperneq 18
Stjörnulitirnir í haust og vetur verða svo sannarlega ekkert í átt við navy bláan og drapplitaðan. Nú þegar sumarið er að klárast og haustið tekur við, þá er vanalegt fyrir flesta að skipta út fataskápnum fyrir hlýrri flíkur í dekkri tónum. jme@frettabladid.is Haustið og veturinn á komandi mánuðum verða þó töluvert lit- ríkari en undanfarin ár, ef marka má tískuvitringana og spádóms- gáfu þeirra. Vissulega má finna hefðbundnari litatóna inn á milli en stjörnulitirnir í haust og vetur verða svo sannarlega ekkert í átt við navy bláan og drapplitaðan. Á tískupöllunum í vor og sumar mátti sjá bjartsýni fatahönnuða beinlínis leka af flaksandi litríkum haust- og vetrarflíkunum. Pantone tók í vor saman helstu stjörnulit- ina sem verða áberandi á komandi mánuðum og má finna nær allan regnbogann í upptalningunni, allt frá dimmrauðum og björtum appelsínugulum, til rafmagnaðra blárra tóna og smaragðsgrænna og enn lengra til skærbleikra tóna. Framlengjum sumarið Það er því kannski óþarfi að koma öllum sumarflíkunum fyrir í geymslu strax, heldur má endi- lega nýta litríka sumardressið út haustið og vel fram á vetur. Ermastutta kjóla er til dæmis hægt að para með rúllukraga- bolum og þykkum sokkabuxum og ermastuttar skyrtur má nota undir hlýjar peysur með vaffháls- máli. n Regnbogalitað haust Fendi sýnir hér mikla litagleði fyrir haust og vetur 2022-2023 á sýningarpall- inum í París fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Viktor & Rolf var með nokkrar litaútgáfur af þessari geggjuðu dragt í París í sumar. Þessi fjólublái tónn mun verða heitur í haust. Vetements var einnig með puttann á púlsinum í sumar fyrir haust- og vetrartískuna. Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is TRAUST Í 80 ÁR S Í G I L D K Á P U B Ú Ð LAXDAL ER Í LEIÐINNI Fylgdu okkur á Facebook Skoðið laxdal.is Nýtt frá gerry weber 4 kynningarblað A L LT 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.