Fréttablaðið - 25.08.2022, Page 28
Húðin skin clinic leggur
áherslu á náttúrulegt útlit
og að viðhalda heilbrigðri
og fallegri húð. Auk fjölda
húðmeðferða er boðið upp á
einstaklingsmiðaða ráðgjöf
við val á meðferð. Á stofunni
starfa eingöngu hjúkrunar-
fræðingar og læknar.
Ýmislegt hefur áhrif á heilbrigði
húðarinnar. Með hækkandi aldri
missir hún smám saman styrk og
teygjanleika en ýmsir umhverfis-
þættir og venjur hraða þessu ferli.
„Útfjólubláir geislar sólarinnar
og ljósabekkja hraða þessu ferli
og eru ábyrgir fyrir allt að 80%
af öldrun húðar. Þeir skemma
erfðaefni fruma og takmarka getu
húðarinnar til að endurnýja sig.
Reykingar valda því einnig að
húðin eldist hraðar og takmarka
súrefnisflutning til hennar,“ segir
Lára Sigurðardóttir, læknir og
annar eigandi Húðin skin clinic.
„Síðan getur öldrun húðarinnar
minnkað þykkt ysta lags og magn
bandvefsfruma sem framleiða
kollagen. Svefnskortur hefur
sömuleiðis áhrif en hann hefur
verið tengdur öldrunareinkennum
húðar, eins og fínum línum,
litabreytingum í húð og minni
teygjanleika. Því fyrr sem maður
byrjar að hugsa vel um húðina
þeim mun betur eldist hún,“ upp-
lýsir Lára.
Góð meðferð fyrir fallegri húð
Lára segir enn fremur að lang-
flestar meðferðir hjá Húðinni skin
clinic miðist við að gera húðina
heilbrigðari, unglegri og fallegri.
„Við erum ekki í því að breyta fólki
heldur leggjum við áherslu á nátt-
úrulegt útlit þannig að viðskipta-
vinir séu ánægðir og þakklátir.
Allir geta fundið meðferð við sitt
hæfi og við ráðleggjum viðskipta-
vinum við val á meðferðum,“ segir
hún. „Langflestir sjá mikinn mun,
oft strax eftir fyrstu meðferð en
árangur er að sjálfsögðu ávallt ein-
staklingsbundinn,“ segir hún.
„Ýmsar meðferðir hjálpa við að
byggja upp húðina. Þær með-
ferðir sem hafa reynst árangurs-
ríkastar til að styrkja húðina og
gera hana unglegri eru laserlyfting
og dermapen (microneedling)
sem bæði styrkja og auka teygjan-
leika með því að auka elastín og
kollagen í húðinni,“ útskýrir Lára
og bætir við:
„Laserlyfting er kölluð and-
litslyfting án skurðaðgerðar þar
sem laserinn örvar uppbyggingu
húðarinnar með því markmiði að
gera hana þéttari, sléttari, heil-
brigðari og unglegri.“
Fylliefni gefa frísklegra útlit
„Notkun á hýalúrónsýrufylliefnitil
að draga úr djúpum andlitslínum
er vinsæl meðferð. Fylliefnið, sem
er gert úr náttúrulegu rakaefni
húðarinnar, er sett rétt undir húð
sem dregur úr skuggaspili og gefur
frísklegra útlit. Varir minnka oft
með aldrinum og einnig er hægt að
nota fylliefnið til að gera þær hold-
meiri. Eftir meðferð með fylliefnum
er ekki óalgengt að heyra hrós eins
og hve úthvíldur maður er og líti
vel út. Vinsælustu svæðin sem eru
meðhöndluð eru línur frá nefi að
munnvikum, munnvikin sjálf og
varir,“ segir Sigríður Arna Sigurðar-
dóttir, hjúkrunarfræðingur og hinn
eigandi Húðarinnar skin clinic.
„Margir kjósa að fara í húðslípun
en sú meðferð frískar upp húðina,
hreinsar og gefur ljóma. Húðslípun
hentar fólki á öllum aldri. Einnig
bjóðum við upp á ávaxtasýrumeð-
ferðir sem hafa reynst fólki afar
gagnlegar þegar húðvandamál
gera vart við sig. Þær vinna á lita-
breytingum, draga úr fíngerðum
línum, jafna húðlit og auka ljóma.
Vinsælar ávaxtasýrur eru til
vægari frá Jan Marini og sterkari
frá Perfect Derma. Einnig er PRX
ávaxtasýrumeðferð sem við köllum
stjörnumeðferð, þar sem hún gefur
húðinni fallega áferð og ljóma en
eykur einnig kollagen og elastín
svo húðin verður þéttari og línur
minnka.“
Sigríður segir að Cindarella sé
einnig vinsæl meðferð. Um er að
ræða inrautt ljós sem þéttir húðina
og gefur henni ljóma. Cindarella
gefur strax árangur og er því vinsæl
fyrir ýmis tilefni, til dæmis brúð-
kaup eða stórafmæli. Aðrar með-
ferðir sem við bjóðum eru til dæmis
háreyðingar, og þar sem háræðaslit
í andliti og fótleggjum er fjarlægt
auk þess að vinna á rósroða,“ segir
hún.
Matur sem gefur betri húð
Húðin endurnýjar sig á um 28
dögum. Hún þarf næringarefni til
að endurnýja sig og því er gott að
borða mikið af ávöxtum, græn-
meti og hnetum til að tryggja nægt
C-, E-, A-vítamín, beta-karótín og
selen.
„Omega3-fitusýrur eru mikil-
vægar fyrir húðina til að gefa henni
raka og teygjanleika. Matur sem
inniheldur ríkulega af Omega3-
fitusýrum er feitur fiskur (lax,
sardínur), valhnetur og svo er hægt
að taka þær inn sem fæðubótarefni
en mér hefur þótt kaldpressuð
fiskiolía þolast best og hún bætir
við sinki sem er einnig mikilvægt
í uppbyggingu húðar. Fæða sem
inniheldur sink er til dæmis kjöt,
ostar, egg, skelfiskur og heilkorn,“
segir Lára.
Dæmi um mat sem inniheldur
góð næringarefni:
n Aminósýrur: kjúklingur, fiskur,
lambakjöt og egg.
n C-vítamín: ávextir eins og
appelsínur, sítrónur, greip og
kíví.
n E-vítamín: avókadó, möndlur
og haframjöl.
n A-vítamín og beta-karótín: gul-
rætur, sætar kartöflur, grænkál,
lifur og lýsi.
n Selenium: Brasilíuhnetur, fiskur,
kjöt og egg
n Sink: kjöt, ostar, egg, skelfiskur
og heilkorn.
n Omega3-fitusýrur: lax, tún-
fiskur, sardínur.
Gagnlegar húðvörur
Lára og Sigríður benda á að húðin
tapi fitukirtlum með aldrinum og
verði þurrari og því mikilvægt að
nota góð rakakrem. „Vönduð krem
með næringarefnum eru gagnleg
og rannsóknir sýna að inntaka
kollagens getur hjálpað við að auka
og byggja upp kollagen í húðina.
Forvarnir eins og að hugsa vel
um sig og nota sólarvörn í styrk-
leika 30 eða hærra (gegn bæði
UVA og UVB) eru alltaf árangurs-
ríkastar. Retonol sem er A- vítamín
dregur úr öldrun húðar að því er
rannsóknir sýna. Ávaxtasýrur í
húðvörum fjarlægja dauðar húð-
frumur og gefa húðinni ljóma.
Einnig geta ávaxtasýrur hjálpað
til við að draga úr bólum og fíla-
penslum. Serum með C-vítamíni
er vinsæl vara sem vinnur á móti
öldrun með andoxunaráhrifum.
Á stofunni seljum við vandaðar
húðlæknavörur frá Jan Marini og
gefum viðskiptavinum okkar góð
ráð,“ segja þær.
Heilbrigð húð bætir
útlit og vellíðan
Lára Sigurðardóttir læknir og Sigríður Arna Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur eiga Húðina skin clinic.
Fylliefni geta gert kraftaverk, jafnt til að minnka þreytu-
legar línur í andliti og til að fá þrýstnari varir.
xÓtrúlegur
munur eftir
að háræðaslit
hefur verið fjar-
lægt.
MYNDIR/AÐSENDAR
Margar mismunandi meðferðir eru í boði hjá Húðinni. Boðið er upp á ráðgjöf.
Það er mikill munur á fólki sem
hefur farið í laserlyftingu. Hér
má sjá fyrir og eftir.
Húðin skin clinic er með laserlyft-
ingu. Hér sést fyrir og eftir.
Pantið tíma í ráðgjöf
Ef þig langar að fríska upp á útlitið
en ert ekki viss hvar þú átt að byrja
þá er alltaf hægt að panta tíma í
ráðgjöf hjá okkur. Markmið okkar
er að fólk fari ánægt frá okkur. Við
bjóðum upp á persónulega ráðgjöf
sem gengur upp í fyrstu meðferð.
Við tökum vel á móti þér. n
Á heimasíðu Húðarinnar, hudin.is
er að finna ítarlegar upplýsingar
um allar meðferðir. Við erum á
Facebook og Instagram. Húðin
skin clinic er í Hátúni 6b og síminn
er 519-3223.
20%
afsláttur af
laserlyftingu og
Perfect derma
ávaxtasýrum í
ágúst.
10 kynningarblað 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGURHÚÐVÖRUR