Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 38
Okkur var sagt að við
myndum ekkert finna því
Bandaríkjaher hefði
hreinsað svæðið svo vel.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ólöf Birna Björnsdóttir
Hávallagötu 32, Reykjavík,
lést sunnudaginn 14. ágúst sl.
Útförin fer fram frá Neskirkju
í dag kl. 15.00.
Jón Ólafsson
Valgerður Jónsdóttir
Sigþrúður Jónsdóttir Sverrir Hákonarson
Ólafur Helgi Jónsson Estelle Toutain
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur pabbi, bróðir, afi og langafi,
Þórarinn Óskarsson
kerfisfræðingur,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut miðvikudaginn 17. ágúst.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.
Loftur Gíslason Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir
Berglind Gísladóttir
Steen Johansson
Ragna Fanney Óskarsdóttir
Snjólaug Soffía Óskarsdóttir
Guðjón Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, pabba,
tengdapabba, afa og langafa,
Karls Höfðdals Magnússonar
sjómanns,
Sigtúni 11, Patreksfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Heil brigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði fyrir góða
umönnun og hlýju
í hans garð.
Björg Bjarnadóttir
Sigríður Valdís Karlsdóttir Páll Hauksson
Ásgeir Andri Karlsson Hrefna Sigurðardóttir
Ólafía Kristín Karlsdóttir Rögnvaldur Bjarnason
Jónas Dalberg Karlsson Ásrún Kristjánsdóttir
Bjarnfríður Elín Karlsdóttir Örn Eiríksson
Sóley Guðjóna Karlsdóttir Þorsteinn Björnsson
afabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
stjúpmóðir, amma og langamma,
Sigríður Stephensen
Pálsdóttir
fv. bankastarfsmaður,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítala
Fossvogi mánudaginn 18. júlí. Jarðsungið
verður frá Áskirkju fimmtudaginn 1. september kl. 13.
Páll Ægir Pétursson
Kristín Pétursdóttir Helgi Þór Jónasson
Hannes Sigurður Pétursson Helena Ragnhildur Káradóttir
Pétur Valgarð Pétursson Friðborg Jónsdóttir
Guðbergur Pétursson Hjördís Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
John George Kassos lét lífið í flug-
slysi á Melgerðismelum á þessum
degi árið 1942. Margt er enn á
huldu um slysið sem hefur heillað
söguáhugamenn á svæðinu.
arnartomas@frettabladid.is
Í dag eru liðin áttatíu ár frá flugslysi John
George Kassos í Eyjafirði. Kassos var
bandarískur flugmaður sem dvaldist á
Melgerðismelum sumarið 1942 og fórst
með P-39 orrustuvél ameríska f lug-
hersins á Melunum þann 25. ágúst 1942.
Enskt heiti f lugvallarins hefur síðan þá
verið Kassos Field.
Í gegnum árin hefur margt verið óljóst
í kringum flugslysið þar sem erfitt var að
afla heimilda og ljósmyndir voru ekki
til. Brynjar Karl Óttarsson, kennari og
söguáhugamaður, hefur nú tekið sig til
og kafað dýpra til að svipta hulunni af
þessum dularfulla atburði.
„Ég er sjálfur fæddur og uppalinn í
þessari sveit, þótt það sé þó nokkrum
kílómetrum frá Melgerðismelum þar
sem þetta gerðist,“ segir Brynjar. „For-
eldrar mínir eru báðir fæddir og upp-
aldir í nágrenni við Melgerðismela svo
ræturnar mínar liggja á þessum slóðum.
Ég var mikið þarna í sveit sem strákur og
á margt skyldfólk þarna.“
Brynjar tilheyrir Varðveislumönnum
minjanna, hópi áhugafólks um sögu-
minjar og útivist, sem hefur rannsakað
dvöl setuliðsins í Eyjafirði á stríðs-
árunum.
„Við vorum við rannsóknir við Mel-
gerðismela í fyrrasumar þegar ég ákvað
að mig langaði að kynna mér þetta flug-
slys betur,“ segir hann. „Sem unglingur
hafði ég heyrt um slysið en bjó í raun-
inni aðeins yfir yfirborðsþekkingu um
málið.“
Ummerki slyssins
Í kjölfarið ákvað Brynjar að leita sér upp-
lýsinga um hvar vélin skall nákvæmlega
niður.
„Þá kom í ljós að það er rosalega lítið
til um slysið á vefnum. Það kom líka í
ljós að afskaplega fáir á þessum slóðum
þekktu þessa sögu, sem bendir til að það
sé farið að fenna svolítið yfir,“ útskýrir
hann. „Þessir örfáu sem eitthvað töldu
sig þekkja sögðu okkur að við myndum
ekkert finna.“
Það var svo fyrir tilviljun að hópurinn
rambaði á slysstaðinn þar sem fannst eitt
og annað.
„Okkur var sagt að við myndum
ekkert finna því Bandaríkjaher hefði
hreinsað svæðið svo vel,“ segir Brynjar.
„Við fundum þó til dæmis heil skotfæri
úr vopnabúri vélarinnar sem og per-
sónulega muni Kassos.“
Áttræðisafmælið breyttist í
Íslandsför
Til þess að fá dýpri skilning á málinu
hafði Brynjar einnig samband við fjöl-
skyldu Kassos í Bandaríkjunum, sem
reyndist mjög samvinnuþýð.
Flugslysið á Melgerðismelum
„Bróðurdóttir Kassos, Laura, er að
verða áttræð en er í fullu fjöri og býr
í Arkansas sem er heimaríki John. G
Kassos. Hún er nú orðin svo áhugasöm
um þetta allt saman að hún hefur dælt
í mig upplýsingum, myndum og annað
og ég segi henni frá niðurstöðum okkar
rannsókna.“
Upphaflega stóð til að Laura myndi
fagna áttræðisafmæli sínu í Yellow-
stone-þjóðgarðinum, en nú hafa áætlan-
ir breyst og mun fjölskyldan heimsækja
Ísland til að heimsækja Melgerðismela í
byrjun október.
Nánari upplýsingar um John G.
Kassos og slysið má finna í hlaðvarps-
þættinum Leyndardómar Hlíðarfjalls
– Kassos, sem Brynjar stýrir og eru
aðgengilegir á grenndargral.is n
1895 Hið skagfirska kvenfélag er stofnað sem starfar
síðar sem Kvenfélag Sauðárkróks.
1958 Bandaríski leikstjórinn og framleiðandinn Tim
Burton fæðist.
1970 Stífla er sprengd í Miðkvísl í Laxá í Suður-Þingeyjar-
sýslu í mótmælaskyni við stækkun Laxárvirkjunar.
1976 Jacques Chirac segir af sér embætti forsætisráð-
herra Frakklands.
1985 6.500 konur taka þátt þegar
kvennahlaupið Tjejmilen er
haldið í annað sinn í Stokkhólmi.
1991 Hvíta-Rússland lýsir yfir sjálf-
stæði frá Sovétríkjunum.
2001 Hákon krónprins Noregs kvænist
Mette-MaritTjessem Høiby í
Oslóardómkirkju.
Merkisatburðir Varðveislu-
menn minjanna
við störf á Mel-
gerðismelum.
MYNDIR/AÐSENDAR
John George
Kassos.
50 cal. skot úr P-39
Airacobra orrustu-
vélinni.
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR