Fréttablaðið - 25.08.2022, Side 42

Fréttablaðið - 25.08.2022, Side 42
Oft merkir myndlist ekki neitt og það er ekkert að skilja, bara horfa og njóta. Jóna Hlíf vinnur með merk- ingu tungumáls í nýjustu sýningu sinni í BERG Con- temporary. Hún segir mikil- vægt að skilja eftir rými fyrir fegurð og einstaklingsbundna upplifun. Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnaði sýninguna Líkingu í BERG Con- temporary á dögunum. Sýningin er lokahluti lauslega tengds þrí- leiks sem hófst með sýningunni Meira en þúsund orð í Listasafninu á Akureyri 2020 og hélt áfram með sýningunni Fífulogar á Kaffi Mokka 2021. Í öllum þremur sýningunum hefur Jóna Hlíf unnið með samspil ljósmynda og texta og merkingu tungumálsins. „Ég hef í sýningunum meðal ann- ars verið að fjalla um ímynd þjóðar og hvernig tungumálið er ríkur hluti af þjóðarsálinni eða þjóðar- ímyndinni. Á þessari sýningu er ég með gamlar ljósmyndir og í fyrstu þá hefurðu á tilfinningunni að þessar myndir séu teknar á Íslandi. Hugurinn fer strax: „Bíddu, er þetta ekki Þórsmörk? Þetta gæti verið fyrir austan.“ Þér líður eins og þú hafir verið á öllum þessum stöðum, en engin þeirra er frá Íslandi,“ segir hún. Að sögn Jónu Hlífar er uppruni ljósmyndanna aukaatriði en þær eru allar fundnar í gömlum bókum. Hún tekur þó fram að þær komi frá ólíkum stöðum á borð við Græn- land, Svíþjóð, Alaska og Þýska- land. Ofan á myndirnar hefur hún svo lagt íslensk orð, með hástöfum í fjólubláum lit, sem eru óþýðanleg eða allavega illþýðanleg á önnur tungumál. „Svona gamlar myndir búa alltaf yfir ótrúlegum sjarma því þetta er náttúrlega allt tekið á filmu. Þú getur séð hverja rispu, það var ekkert photoshop á þessum tíma, þannig að það er svo mikil tilfinn- ing í myndunum. Ég er ekkert að eiga við þær annað en að stækka þær upp þannig að þær verða allar pínu pixlaðar,“ segir Jóna Híf. Einstaklingsbundin upplifun Á sýningunni veltir Jóna Hlíf einn- ig vöngum varðandi merkingu og þýðingu lista, í samstarfi við rithöf- undinn Kristínu Ómarsdóttur sem tók viðtal við hana fyrir sýninguna. Í miðju sýningarrýminu er stórt textaverk með gulum límstöfum sem mynda setninguna: „Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu.“ Ertu að leika þér með einhverja merkingu sem liggur rétt handan skynjunarinnar? „Já, algjörlega. Þetta er orðaleikur sem snýst um og byggir á fyrirbær- inu merkingu. Allt sem við segjum, öll orð, allt sem við gerum, öll spor, hefur merkingu. Hver sú merking er getur verið túlkunaratriði, við þurfum stundum að lesa úr skila- boðum úr umhverfinu, hvort sem þau eru orðuð eða ekki. En hefur allt sem við gerum þýðingu? Og hvernig myndi maður svo þýða þessar setningar yfir á ensku? Þarna er tvíræðni sem maður þarf taka afstöðu til. Ég er svolítið að leika mér með þetta og kannski vil ég ekki nákvæmlega gefa svarið um hvað ég er að meina.“ Þrettán orð yfir að tóra Merking listar er spurning sem áhorfendur samtímalistar glíma gjarnan við. Er fólk kannski svolítið hrætt við að skilja ekki list? „Já ég upplifi það oft. Það er eins og skilningur og myndlist séu alltaf einhvern veginn tengd. Fólk vill fatta hvað er „á bak við“, vill vita að það sé að „skilja rétt“. En það er bara misjafnt hvort það sé einhver merk- ing á bak við. Oft merkir myndlist ekki neitt og það er ekkert að skilja, bara horfa og njóta. Auðvitað sem konseptlistamaður þá er maður alltaf að hugsa um hugmyndina á bak við verkið en það sem er svo mikilvægt í myndlistinni er að það sé svigrúm fyrir fegurðina og fyrir einstaklingsbundna upplifun.“ Jóna Hlíf segist hafa lagst í ákveðna rannsóknarvinnu fyrir sýninguna til að velja íslensk orð sem eru óþýðanleg yfir á önnur tungumál. Hún hafi fljótlega dottið inn í það að vinna með orð yfir að rétt svo lifa af. „Mér finnst svo áhugavert að það eru til mörg orð á íslensku, yfir fjörutíu, yfir dauða, en ekki svo mörg yfir að lifa. En svo er talsverð- ur fjölbreytileiki yfir orð sem lýsa því að rétt svo lifa af, eða þrettán orð. Í samtímanum og nútímanum þá er talsvert af fólki sem tórir, það er stríð í Úkraínu, kvenfrelsið er afnumið í Afganistan, heimsfar- aldur og umhverfismálin, og þessi orð höfðuðu til mín.“ Þögnin í sýningunni Í innri sal sýningarrýmisins í BERG Contemporary hefur Jóna Hlíf stillt upp nokkrum náttúrulegum hlutum á þrjá stöpla. Hlutirnir sem um ræðir eru kristall, steinn, mold og melgresi, sem skera sig augljós- lega nokkuð frá konseptverkunum á sýningunni. „Fyrir mér snúast þessi verk bara um fegurð og skynjun. Þegar þú ert að vinna svona mikið með texta og konsept eins og ég þá finnst mér svo mikilvægt að það sé rými fyrir ekki neitt og bara fegurðina. Mér finnst svo mikilvægt að tengja okkur við náttúruna. Eins og núna, þegar við erum búin að spritta okkur í hel, það sem við þurfum er að koma við mold. Við þurfum sýklana, annars munum við bara deyja úr spritti. Það er svo mikil fegurð í moldinni. Fyrir mér er þetta þögnin í sýning- unni,“ segir Jóna Hlíf. n Rými fyrir fegurðina Jóna Hlíf segir mikilvægt að hafa pláss fyrir fegurð og einstaklings- bundna upp- lifun í myndlist. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Í list sinni fjallar Jóna Hlíf gjarnan um ímynd þjóðar og hvernig tungumálið er ríkur hluti af þjóðarsálinni eða þjóðarímyndinni. MYND/VIGFÚS BIRGISSON tsh@frettabladid.is Lokahóf sýningarinnar Sirens of Poland fer fram næstkomandi laugardag 27. ágúst í galleríinu Café Pysja í Hverafold. Sýningin saman- stendur af nektarljósmyndum eftir pólska listamanninn Mateusz Hajman sem teknar voru í Póllandi yfir sumartímann. Að sögn skipu- leggjenda hefur reynst erfitt að birta myndirnar á samfélagsmiðlum vegna takmarkana er varða nekt, en þau hafa leyst það vandamál á sinn hátt er sjá má á meðfylgjandi mynd. „Þessi andartök yfir sumartím- ann fönguð á analog filmu Hajman – minna okkur á að það er vitaskuld til einhvers að hlakka. Það kemur ávallt sumar á ný. Hajman, nærgæt- inn fangar hann, stelpur og stráka í makindum sínum, og minnir okkur á að áhorfandinn sjálfur mun nema erótíkina,“ segir í sýningartexta. Mateusz Hajman lærði við mál- aradeild Listaakademíunnar í Kato- wice í Póllandi. Hann hefur lagt stund á ljósmyndun og hefur getið sér gott orð fyrir nektarljósmyndir sínar sem sjá má á sýningunni. Mateusz hefur einnig ferðast um Ísland og tekið ljósmyndir. Café Pysja er óhagnaðardrifið verkefnarými fyrir myndlist, rekið samhliða kaffihúsi með sama nafni í Hverafold, Grafarvogi. n Lokahóf í Café Pysju á laugardag Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Myndir Hajman eru teknar í Póllandi yfir sumartímann. MYND/AÐSEND Skipuleggjendum hefur reynst erfitt að birta myndir Hajman á samfélagsmiðlum vegna nektar. 22 Menning 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.