Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 45
þannig að Beast gaf þeim félögum kærkomið tækifæri, enda margt sem tengir þá. „Við erum á svipuðum aldri. Hann er aðeins yngri en ég og við eigum báðir börn með fleiri en einni konu. Hann er búinn að lifa lífinu, skilurðu?“ Báðir eru þeir vitaskuld leikarar og Elba hefur áhuga á að leikstýra auk þess sem hann langar til þess að opna kvikmyndaver í Sierra Leone þaðan sem hann er ættaður og horfir til þess sem Balt- asar hefur verið að gera hér heima sem fyrirmynd. „Honum finnst það mjög spennandi og það eru bara margir svona fletir.“ Baltasar ítrekar það sem hann hefur áður sagt, um að fyrir honum sé Elba einn fárra leikara „sem er með allan pakkann. Hann er jafn mikil stjarna og hann er frábær leikari. Sannur gæðingur Hann hefur rosalega vigt og ofboðs- lega persónutöfra. Unga fólkinu finnst hann geggjaður og strákar og stelpur eru alveg jafn skotin í honum og það er merkilegt að mér finnst fólk hérna meira spennt fyrir honum heldur en til dæmis Denzel Washington sem er stærra nafn,“ segir Balti, sem eins og frægt varð hélt í tauminn á Washington við gerð 2 Guns. „Við höfum talað um að vinna meira saman og hann hefur komið með ýmsar hugmyndir sem ég vil ekki fara nánar út í núna. Það eru ýmsir möguleikar og hann er í raun til í hvað sem er. Síðan er þetta alltaf spurning um tíma, hvað hentar og rétta hlutverkið. Við erum að skoða það og það hefði ekki getað farið betur á milli okkar. Við erum bara vinir í dag.“ Þegar ég tók viðtal við þig 2012 sagðir þú mér að það hefði verið svolítið eins og að vera með villtan hest þegar þú leikstýrðir Denzel Washington og það þýddi ekkert að rykkja í tauminn. Var þetta eitthvað svipað með Idris Elba? „Hann er gæðingur hann Idris og með allan gang. Það er bara þann- ig. Hann er auðvitað kvikmynda- stjarna og allt það en mjög geðugur að vinna með og mjög gefandi. Þannig að þetta var mjög ólíkt sam- band. Sækir ekki í stjörnurnar Ég hef aldrei leitað eftir vinskap kvikmyndstjarna þótt það hafi gerst. Við Mark Wahlberg urðum félagar og við Idris núna,“ segir Balti og nefnir einnig danska leikarann Nikolaj Coster-Waldau. „Þetta er meira bara eitthvað sem kemur ef það er, en ég er ekki eitthvað spenntur fyrir að hanga með kvik- myndastjörnum. Það er svo mikið vesen á þeim alltaf. Ég vil bara fara heim og fara á hestbak þegar ég er búinn að vinna. Mér finnst geggjað að vinna með þeim og stundum eru einhver tengsl eins langt og það nær. Við erum ekkert að fara í Vesturbæjar- laugina saman, skilurðu. En þarna er strengur til að halda áfram með.“ Engir Smugutúrar Baltasar segist aðspurður vera afskaplega ánægður með þá stöðu sem hann hefur komið sér í og hann hafi gaman af því að geta farið í stór verkefni í Hollywood, en sú taug er römm sem bindur hann við Ísland, sem er og hefur verið hans heimili og varnarþing í hinum stóra heimi kvikmyndanna. „Ég sæki laun sem eru eitthvað sem maður fær ekki hérna og er búinn að byggja upp kvikmynda- ver, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Ég hefði ekkert gert það án þess að hafa farið þá leið sem ég gerði og ég er mjög stoltur af því. Ég er of boðslega stoltur af því að hafa gert þetta og nú eru að hrúgast inn verkefni og stúdíóið fer að verða sjálfbært. En auðvitað er þetta búin að vera mikil vinna og langir túrar, fyrir Ég hef aldrei leitað eftir vinskap kvikmynd- stjarna þótt það hafi gerst. Við Mark Wahl- berg urðum félagar og við Idris núna. Idris Elba og Baltasar eru orðnir góðir vinir eftir langa dvöl í Afríku og leikstjórinn lýsir leikaranum sem gæðingi. Hann sé einn af fáum sem sé allur pakkinn; frábær leikari og kvik- myndastjarna. MYNDIR/AÐSENDAR Idris Elba er, eins og honum er tamt, í toppformi undir stjórn Balta. Baltasar gerir klárt fyrir næstu árás ljónsins sem hann tók þátt í að skapa og gerir per- sónum Beast margar skrá- veifurnar. utan það að ég er að framleiða hérna heima líka. En ég get nú ekki kallað það að fá að vera í Afríku í sex mán- uði neinn Smugutúr. Kærastan mín var með mér allan tímann sem var frábært, þann- ig að þetta eru rosaleg forréttindi líka. Mig langar ekki að vera hluti af þessu Hollywood lífi. Ég sækist ekki eftir því og langar ekki að eiga hús þarna,“ segir Balti sannfærandi. Dýr Snerting „Ég er búinn að gera mér frábæra aðstöðu á Íslandi sem mér líður vel í. En mér finnst geggjað að geta farið og gert myndir sem fara út um allan heim og komið með ágóðann af því heim og gert eitthvað hérna sem byggir bransann upp. Ég sé þetta sem heild og núna er ég að fara að gera Snertingu, sem verður sennilega dýrasta mynd sem hefur verið gerð hérna,“ segir Balti um næsta verkefni, mynd byggða á skáldsögunni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. „Það er ekki út af því að ég hef svo gaman af því að eyða peningum. Í fyrsta lagi vinnur náttúrlega enginn frítt fyrir mig. Það eru engir greiðar eftir. Það er bara þannig,“ segir Balti og hlær. „Svo er hitt að ég er að taka þetta upp á Englandi, Japan og á Íslandi. Þetta er stór mynd,“ heldur hann áfram og bætir við að hann efist um að þetta væri gerlegt ef hann ætti ekki þennan feril sinn að baki með öllum þeim samböndum sem störf hans síðustu áratugi hafi aflað honum. Tár á Everest „Þegar ég var í grunnbúðum Everest fékk ég tár í augun og hugsaði : Vá! Djöfulsins lukkunnar pamfíll að lífið hefur fært mér þetta. Að fá að fara með flottustu þyrlu í Nepal upp á Everest og vinna hérna. Og að vera í Afríku í störukeppni við fíl í frumskóginum. Þetta er ekk- ert sjálfgefið og ég er fullur þakklæt- is. Þetta eru náttúrlega forréttindi en ég er alveg búinn að vinna fyrir þessu. Og ég er auðmjúkur gagnvart þessu og mér finnst þetta geðveikt. Þannig að þú ert sáttur við lífið og tilveruna? „Alveg rosalega. Sérstaklega núna. Það eru skin og skúrir eins og hjá öllum og erfiður tími að baki. En núna, já. Þá er ég bara mjög sáttur og hlakka svolítið til. Hlakka til svo margs sem mig langar að gera. Í raun og veru er aðalatriðið bara að ná tökum á sjálfum sér og þá eru bara spennandi tímar fram undan. Hvernig sem það verður,“ segir Balti sem horfir á lífið í skeiðum. „Svo er bara að njóta hvers skeiðs og nú er ég á nýju skeiði. Ég er búinn að festa mig í sessi, með fullt af verkefnum og búinn að koma mér á góðan stað fjárhagslega. Og þá er það bara, hvað næst? Ég hlakka rosalega til að vera afi. Ég var að verða afi og mig langar að vera geggjaður afi. Ég er með mikinn metnað í því. Þú getur alltaf verið á einhverjum öðrum stað en þú ert á, en ef maður aðeins hvílir á staðnum sem maður er þá er maður í góðum málum.“ n FRÉTTABLAÐIÐFIMMTUDAGUR 25. ágúst 2022 Lífið 25

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.