Fréttablaðið - 26.08.2022, Side 4

Fréttablaðið - 26.08.2022, Side 4
Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða hve viðamiklar undan- tekningar eigi að vera. Trausti Fannar deildarforseti hjá HÍ. Eldgosið hefur vakið mikla athygli á Íslandi og íslenskri náttúru. Nadine Guðrún Yaghi, sam- skiptastjóri Play FSu hefur fengið fjármagn til kennslu og námsráðgjafar í fangelsum í áratugi, því miður hefur það fjármagn ekki alltaf dugað okkur. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu Skólameistari FSu segir að fangar á Kvíabryggju sem vilja hefja nám verði aðstoðaðir með fjarþjónustu auk heim- sóknar í upphafi annar. Hún kallar eftir stefnumörkun ráð- herra í málaflokknum. kristinnhaukur@frettabladid.is MENNTAMÁL Samkvæmt Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjöl- brautaskólans á Suðurlandi (FSu), stendur til að móta nýtt fyrirkomu- lag námsráðgjafar á Kvíabryggju í byrjun annar. Er það gert með því markmiði að nýta fjármagnið, sem skólinn fær frá ríkinu, sem best og auka möguleikann á meiri skil- virkni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur 10 prósenta staða náms- ráðgjafa frá Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga (FSN) á Kvíabryggju verið lögð niður. Guðmundur Ingi Þór- oddsson, formaður Afstöðu, gagn- rýndi FSu harðlega fyrir það og kallaði eftir stöðvun fjárveitingar til skólans og heildarendurskoðun á menntamálum fanga. Gagnrýndi hann einnig framboð menntunar í fangelsum landsins. Olga bendir á að FSu fái fjármagn sem nemur einu stöðugildi fyrir námsráðgjöf fanga í fangelsum á Íslandi. Undanfarin ár hafi verið bætt í og aukið við ráðgjöfina um sem svarar allt að 10 prósentum með því að kaupa þau af FSN. „Síðastliðið ár voru fáir nem- endur við nám á Kvíabryggju og lítil nýting á námsráðgjafanum þar,“ segir Olga Lísa. „Á liðnu ári fengum við ekki það fjármagn sem við þurftum til að reka þessa við- bót og f leira.“ Því hafi sú ákvörðun verið tekin Sinna föngunum með fjarþjónustu Fangelsið að Kvíabryggju á Snæfellsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR Póstdreifing er dreifingarfyrirtæki sem dreifir dagblöðum, tímaritum, fjölpósti og ýmsu öðru dreifingarefni. Fyrirtækið keppir að því að vera í forystu á sviði dreifingar með því að bjóða víðtæka og áreiðanlega þjónustu á góðu verði. Umsóknir óskast fylltar út á www.postdreifing.is. Óskum eftir blaðberum á höfuðborgarsvæðinu. Frábærar aukatekjur fyrir duglegt og ábyrgt fólk. Dreifing fimm daga vikunnar, þriðjudaga til laugardaga fyrir klukkan 7 á morgnana. BLAÐBERAR ÓSKAST blaðberar 2 dálkar.indd 1 10/7/2021 5:14:29 PM að taka tæknina með sér í lið varð- andi ráðgjöf í stað þess að keyra á Kvíabryggju. Í upphafi annar mun námsráðgjafi kanna jarðveginn og aðstoða nemendur sem hyggja á nám. Þá verða fastir vikulegir tímar í fjarráðgjöf. Olga Lísa segir námsframboð í fangelsum ráðast af nokkrum þáttum, það er óskum og aðsókn nemenda um tegund náms, aðstöðu í fangelsum og framboði kenn- ara sem geta og vilja kenna í fang- elsum. „Aftur ræðst það af aðsókn nemenda í fangelsum hvort hægt er að halda áföngum úti, en horft er til fjölda í hópi til að réttlætanlegt sé að kaupa kennara í verkið.“ Segir hún fjarnám vera fjölbreyti- legt fyrir fanga í FSu og jafnvel hafi verið leitað til annarra skóla ef skólinn býður ekki upp á það. Einn- ig fjarnám í háskóla. „Skólinn, og starfsfólk hans, reynir að aðstoða nemendur eins og kostur er en bæði aðstaða til náms, sérstaklega verk- náms, og fjármagn, setur starf inu skorður,“ segir Olga Lísa. Bent hefur verið á að menntun og glæpir haldist í hendur. Samkvæmt samnorrænni rannsókn frá árinu 2007 hafði þriðjungur íslenskra fanga ekki lokið grunnskólaprófi. 55 prósent höfðu lokið því en ekki sótt frekari menntun. Í sömu rannsókn mældist hins vegar mestur áhugi meðal fanga hér á landi á að hefja nám. Einn- ig að helmingur fanganna teldi að námið myndi hafa mikla þýðingu og auðvelda þeim að fá vinnu þegar afplánun lyki. Þrátt fyrir að Olga Lísa sé ósam- mála Guðmundi Inga að mestu leyti er hún sammála um að fá nýja stefnumótun ráðuneytisins um menntun fanga. „FSu hefur fengið fjármagn til kennslu og námsráðgjafar í fangels- um í áratugi, því miður hefur það fjármagn ekki alltaf dugað okkur,“ segir hún. „Þingmenn á Suðurlandi hafa á stundum tekið málið upp á þingi en ekki hefur tekist að marka skýra stefnu um þetta mikilvæga mál.“ n magdalena@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Flugfélögin hafa ekki fundið fyrir því að ferðamenn séu að af bóka ferðir hingað til lands sökum þess að virkni gossins í Meradölum sé að minnka. Þetta segja Nadine Guðrún Yaghi, sam- skiptastjóri Play, og Ásdís Ýr Péturs- dóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Fréttablaðið. „Það hafa mjög fáir spurt út í það. Það er hins vegar ekki hægt að afbóka hjá okkur og fá flugmiðann endurgreiddan. Það er ekki nema viðkomandi hafi keypt forfalla- vernd og sé með læknisvottorð,“ segir Nadine, en bætir við að í byrj- un gossins hafi margar fyrirspurnir borist varðandi það. „Það er auðvitað frábær land- kynning að fá svona myndarlegt gos. Við finnum það alveg að áhug- inn á Íslandi varð mjög mikill eftir að fréttir fóru að berast af gosinu á mörkuðum okkar erlendis.“ Nadine kveðst ekki hafa fundið fyrir því að fólk sé að ferðast hingað gagngert til að skoða gosið. „Við höfum allavega ekki fundið fyrir því hingað til og fólk virðist ætla að halda áfram plönum um Ekki borið á afbókunum vegna minni gosvirkni ferðalag. Við kveikjum bara á norð- urljósunum í staðinn.“ Ásdís segir að Icelandair hafi ekki fengið neinar af bókanir að ráði sökum þessa. Eftirspurn til Íslands hafi verið mjög mikil og útlit sé fyrir að hún haldi áfram. „Eldgosið hefur vakið mikla athygli á Íslandi og íslenskri nátt- úru og við höfum tekið eftir því til dæmis á samfélagsmiðlum okkar. Okkar reynsla er sú að eldgos og umfjöllun um þau hafi jákvæð áhrif til lengri tíma og við eigum von á að svo verði líka nú þrátt fyrir að gos- inu sé lokið,“ segir Ásdís. n bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Þingmaður Samfylk- ingarinnar segir að ekki megi ofnota 36. grein stjórnsýslulaga og ákvæði í stjórnarskrá sem heimili flutninga embættismanna milli starfa. Þrír af fjórum ráðuneytisstjórum, skipuðum á þessu ári, hafa fengið skipun án auglýsingar og án þess að hæfisnefnd gefi álit. Fyrrnefnd 36. grein gerir það kleift. Jóhann Páll Jóhannsson þing- maður lagði fram frumvarp síðasta vetur eftir að fyrrum ríkisendur- skoðandi var f luttur yfir til Lilju Alfreðsdóttur ráðherra. „Það er verið að misbeita þesari lagagrein,“ segir Jóhann Páll, sem telur varhugavert að undanþágu- ákvæði verði að viðtekinni venju. Slík stjórnsýsla feli í sér eðlisbreyt- ingu sem auki hættu á geðþótta- ákvörðunum, jafnvel klíkuskap. Bjóði upp á geðþóttastjórnsýslu Trausti Fannar Valsson, deildar- forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir almennu regluna þá að laus störf og embætti eigi að auglýsa. Því skipulagi hafi verið komið á formlega með starfsmannalögum árið 1954. „Rökstuðningurinn er með vísan til jafnræðis borgar- anna, að þeir eigi jafnan mögu- leika á að sækja um störf. Einnig er vísað til hagsmuna ríkisins að velja úr stærri og jafnvel hæfari starfs- mannahópi,“ segir Trausti Fannar. Á auglýsingaskyldunni séu þó undantekningar samanber f lutn- ing embættismanna milli emb- ætta. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða hve viðamiklar undantekn- ingar eigi að vera. Endanleg ákvörð- un um útfærslur frá auglýsinga- skyldu á fyrst og fremst heima hjá Alþingi sem löggjafa,“ segir Trausti Fannar. n birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Enginn sjúklingur með Covid-19 lá á gjörgæsludeild Land- spítala í gærmorgun. Samkvæmt tölum frá spítalanum hefur það ekki gerst síðan 29. júní síðastliðinn. Í gær lágu fimmtán sjúklingar með Covid-19 á spítalanum en sjúklingum með sjúkdóminn hefur farið fækkandi undanfarnar vikur. Sem dæmi voru 35 sjúklingar inni- liggjandi með Covid á Landspítala fyrsta dag þessa mánaðar. Frá því að fyrsta smit Covid greindist hér á landi í lok febrúar árið 2020 hafa yfir 204 þúsund smit verið staðfest. n Enginn með Covid á gjörgæslu 1. ágúst lágu 35 sjúklingar með Covid á Landspítala. ingunnlara@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögreglu á manndrápi í Barðavogi í Reykjavík er lokið og hefur málinu verið vísað til saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út. Margeir Sveinsson, yfirlögreglu- þjónn hjá miðlægri rannsóknar- deild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, segir að það ætti ekki að líða langur tími áður en ákvörðun er tekin um það hvort ákært verði í málinu. „Það getur verið misjafnt en á ekki að taka langan tíma endilega,“ segir hann. n Rannsókn lokið í manndrápsmáli Saksóknari tekur ákvörðun um hvort ákært verður í málinu. 4 Fréttir 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.