Fréttablaðið - 26.08.2022, Side 6

Fréttablaðið - 26.08.2022, Side 6
Hlutdeildarlánin eru komin til að vera og þau munu nýtast þessum hópum betur þegar við erum komin út úr þessu ástandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra Boeing 737 Max 8 þotur voru í flugbanni í eitt og hálft ár. odduraevar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Sérsveit ríkislög­ reglustjóra var einungis á vakt við sendiráð Rússlands í Túngötu í fyrradag, en ekki sérstaklega köll­ uð út vegna gjörnings ungra Sjálf­ stæðismanna sem ætluðu sér að mála fána Úkraínu á gangstétt fyrir framan sendiráðið. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins. Ritari Sambands ungra sjálfstæðismanna, Garðar Árni Garðarsson, sagði viðbrögð lögreglu hafa komið sér á óvart. Hann lýsti því hvernig rétt hefði náðst að hella tveimur pollum á gangstéttina fyrir framan sendi­ ráðið þegar mættir voru þrír lög­ reglubílar og fjögur lögregluhjól til viðbótar við sérsveitarbíl sem fylgdist með sendiráðinu. „Ég átta mig alveg á því að lög­ reglan er bara að sinna sinni vinnu en er lendis hafa svona gjörningar fengið að vera í friði og svo er þessu ein fald lega bara skolað í burtu. Í staðinn stöðvuðu þeir þetta strax.“ Ísvari embættis ríkislögreglu­ stjóra segir að sérsveit hafi ekki verið kölluð út vegna málsins en hafi verið að vakta svæðið ásamt lögreglu. Öryggisdeild embættis ríkislögreglustjóra sjái um skipulag öryggisvörslu við sendiráðið. Þá segir embættið að lögregla sinni ákveðnum skyldum fyrir hönd íslenska ríkisins, samkvæmt Vínarsamningnum um stjórnmála­ samband, þegar kemur að öryggis­ gæslu sendiráða. „Vegna reglulegra mótmæla við sendiráð Rússlands er lögregla með varðpóst við sendiráðið til þess að sinna þessum skuldbindingum. Lögreglumenn á vegum sérsveitar hafa sinnt þessu reglubundna eftirliti ásamt almennum lögreglu­ mönnum.“ Enn fremur segir að lögregla hafi hindrað að skemmdarverk væru framin á vettvangi. „Sérsveitar­ menn sinntu hefðbundinni löggæslu meðan á eftirliti stóð. Mótmælin voru friðsamleg en lögregla hindr­ aði að skemmdaverk væru framin.“ „Lögreglu ber að grípa inn í þegar um eignaspjöll er að ræða,“ segir í svari embættisins. n Sérsveitin ekki kölluð út vegna Sjálfstæðismanna Mynd sem tekin var fyrir framan sendráð Rúss- lands í fyrradag. MYND/AÐSEND thorgrimur@frettabladid.is ORKUMÁL Forsætisráðherrar Norð­ urlandanna og Eystrasaltsríkjanna munu funda á eyjunni Borgundar­ hólmi á þriðjudaginn í næstu viku til þess að ræða yfirstandandi orku­ kreppu í þessum ríkjum. Mette Fre­ deriksen, forsætisráðherra Dan­ merkur, hefur jafnframt boðið leiðtogum Póllands og Þýskalands, forseta framkvæmdastjórnar Evr­ ópusambandsins og orkumálaráð­ herrum allra ríkjanna á fundinn. Um þetta var tilkynnt á heimasíðu finnska forsætisráðuneytisins. Ætlunin með fundinum er að ræddar verði leiðir til að auka orku­ öryggi í þessum löndum og draga úr vægi rússnesks jarðefnaelds­ neytis. Meðal annars verður rætt hvort þetta megi gera með aukinni áherslu á vindorku, auknum orku­ f lutningum milli landanna eða auknu samstarfi í orkumálum að öðru leyti. Orkuverð hefur hækkað verulega á Norðurlöndum, sér í lagi í Noregi og Svíþjóð. Áætlað er að raforkuverð í Suðvestur­Noregi fari að meðal­ tali upp í 6,23 norskar krónur, eða um 90,8 íslenskar krónur, á hvert kílóvatt í dag, að því er kemur fram í tölum frá Nord Pool. Þetta er nýtt verðmet og í fyrsta sinn sem meðalverðið fer yfir sex króna markið. Verðmet verða einnig slegin í Austur­ og Vestur­Noregi, þótt verðhækkanir séu ekki eins miklar þar og fyrir sunnan. Verðmet hafa verið slegin í raforkuverði í Ósló og Bergen fimm daga í röð. Tölur Nord Pool frá síðasta mánudegi sýndu jafnframt met í raforkuverði í suðurhluta Svíþjóðar, þar sem hvert kílóvatt fór upp í 5,8 sænskar krónur, eða 77,4 íslenskar krónur. n Orkukreppa Norðurlanda rædd á Borgundarhólmi Forsætisráð- herrar Norður- landanna í Munch-safninu í Ósló þann 15. ágúst síðast- liðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA gar@frettabladid.is FLUGMÁL Norska f lugfélagið Nor­ wegian skilaði jafnvirði ríf lega 18 milljarða íslenskra króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Að sögn norska ríkisútvarpsins lækkaði gengi hlutabréfa í Nor­ wegian engu að síður um fimm pró­ sent eftir að niðurstaðan varð ljós. Skýringin er sögð sú að fjárfestar hafi átt von á að hagnaðurinn yrði enn meiri eða jafnvirði 25,5 millj­ arða íslenskra króna. Þá er bent á að útkoman gefi alls ekki rétta mynd af rekstri Nor­ wegian því f lugfélagið hafi fært til tekna um þrjátíu milljarða króna greiðslu frá Boeing­f lugvélafram­ leiðandanum. Var sú upphæð bætur vegna vandræðanna með Boeing 737 Max 8 vélarnar sem voru úr leik í eitt og hálft ár vegna galla í hönnun vélanna, sem leiddi meðal annars til þess að tvær slíkar vélar fórust með stuttu millibili og með þeim 346 manns. Að sögn norska ríkisútvarpsins hyggst Norwegian nota bæturnar frá Boeing til að kaupa fimmtíu nýjar Max 8 þotur. n Hagnaður byggir bótum frá Boeing Boeing 737-vél í litum Norwegian. Innviðaráðherra segir ljóst að stjórnvöld þurfi að gera meira til að hjálpa viðkvæmum hópum á fasteignamarkaði. Unnið sé að gerð samninga við sveitarfélög sem eigi að tryggja að fleiri íbúðir falli undir skilyrði hlutdeildar lána. ggunnars@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Hlutdeildarlánin voru fyrst kynnt árið 2019 sem hluti af átaki stjórnvalda á hús­ næðismarkaði. Þeim var ætlað að hjálpa kaupendum undir ákveðn­ um tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. Upphaflega var áformað að veita sex til sjö hundruð slík lán árlega. Reyndin er að mun færri kaup­ endur nýta sér úrræðið en gert var ráð fyrir. Á síðasta ári veitti Hús­ næðis­ og mannvirkjastofnun rétt um 300 hlutdeildarlán. Það er ríf­ lega helmingi lægri tala en stjórn­ völd höfðu gert ráð fyrir. Það sem af er þessu ári hafa ein­ ungis 97 hlutdeildarlán verið veitt, vegna skorts á lóðum og húsnæði sem fellur undir skilyrði úrræðis­ ins. Sigurður Ingi Jóhannsson inn­ viða ráðherra segist meðvitaður um að heldur verr hafi gengið að brúa bil viðkvæmustu hópanna á fasteignamarkaði en vonir stóðu til. Ástandið á höfuðborgarsvæð­ inu hafi gert það að verkum að nær ómögulegt hafi reynst að útvega lóðir eða fá verktaka til að byggja slíkar íbúðir. Vandamálið sé því skortur á íbúðum sem falla undir skilyrði úrræðisins. Eftirspurnin sé sannarlega til staðar. „Í þessu erf iða árferði hefur okkur reynst þungt að finna hag­ Þörf á frekari aðgerðum fyrir viðkvæma hópa á fasteignamarkaði Sigurður Ingi segir jafnvægi á fasteignamark- aði forsendu þess að úrræði fyrir tekjulága virki. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI kvæmar lóðir sem henta. Það er alveg rétt. Svo hefur fasteignaverð rokið upp og viðmiðunarverðin, sem hlutdeildarlánin byggja á, ekki haldið í við hækkanir. Sigurður segir ljóst að stjórnvöld þurfi að gera meira til að ýta undir framboð lóða og íbúða sem henta. „Við erum að vinna í því að gera sérstaka samninga við sveitarfélög sem eiga að tryggja ákveðið magn af slíkum lóðum. Samninga sem bera það með sér að allt að þrjátíu prósent lóða séu fyrir íbúðir á við­ ráðanlegu verði og henti inn í þetta úrræði.“ Aðstæður séu þó einstaklega erfiðar um þessar mundir, að sögn Sigurðar. „Á meðan Seðlabankinn er að reyna að slá á þenslu á íbúðamark­ aði almennt þá er hann auðvitað líka að gera þessum viðkvæma hópi enn erfiðara fyrir en ella að kom­ ast inn á hann. Þannig að það er kannski ekkert skrítið að úrræðið sé ekki að virka sem skyldi. En hlutdeildarlánin eru komin til að vera og þau munu nýtast þess­ um hópum betur þegar við erum komin út úr þessu ástandi sem hefur einkennt fasteignamarkað­ inn að undanförnu. Við þurfum að slá á þenslu og ná ákveðnu jafn­ vægi á fasteignamarkaði. Það er for­ senda þess að úrræði eins og hlut­ deildarlánin virki. Að því stefnum við ótrauð,“ segir Sigurður. n 6 Fréttir 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.