Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 8
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason
tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
FJölmiðlar,
eins og
aðrir, eiga
alltaf að
stefna að
því að gera
betur.
Þar hvöttu
jafnvel
keppinaut-
ar hver
annan. Evr-
ópa fylgd-
ist með á
skjáum af
ýmsum
stærðum
og gerðum.
Guðmundur
Gunnarsson
ggunnars
@frettabladid.is
Ég er þjónn. Auðmjúkur þjónn drottningar
íþróttanna, frjálsíþróttanna. Í síðustu viku sýndi
drottningin fegurð sína sem aldrei fyrr. Mögulega er
ég blindaður af fegurðinni, en ég verð að koma í orð
hve stoltur og þakklátur ég er að fá að leggja henni lið.
Um götur borgarinnar hlupu þúsundir í Reykja
víkurmaraþoni, hinar ýmsu vegalengdir. Allt frá
skemmtiskokki og upp í opinbert Íslandsmeistaramót
í maraþoni. Ekki aðeins sáum við þar fallega íþrótt
með ýmsum blæbrigðum, heldur sáum við líka fal
legt hjartalag íþróttafólksins og stuðningsfólks þess,
þar sem þessi íþróttaviðburður er orðinn ein mikil
vægasta tekjulind góðgerðarsamtaka, fallegustu og
mikilvægustu verkefna sem hugsast getur.
Úti í München öttu kappi fremstu konur og karlar
Evrópu í heiðarlegri og fallegri keppni í ótal greinum,
á Evrópumeistaramóti. Nágrannaþjóðir tókust á, án
vopna. Þar hvöttu jafnvel keppinautar hver annan.
Evrópa fylgdist með á skjáum af ýmsum stærðum og
gerðum. Við Íslendingar líklega heppnust allra því
norður á Akureyri sat Sigurbjörn Árni Arngrímsson og
lýsti þessari veislu þannig að allt frá Þingeyjarsýslum
til Þorlákshafnar lyftust áhorfendur upp úr sófunum.
Vonandi þannig að sem flestir taka í kjölfarið sjálfir
fram skóna!
Að þessu sögðu leyfi ég mér að færa ykkur, kæru
lesendur, mikilvæg skilaboð frá drottningunni fögru.
Skilaboð haustsins, við upphaf íþróttastarfs. Nú segir
drottningin og lái henni hver sem vill:
„Leyfið börnunum að koma til mín! Hvetjið
unglingana til að koma til mín! Hvetjið ykkur sjálf og
aðra fullorðna til að stíga upp úr stól og sófa og koma
til mín! Leyfið þeim að hlaupa, stökkva og kasta, finna
sína grein, sem hentar best. Leyfið þeim að iðka íþrótt
þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Íþrótt
þar sem enginn er á bekknum, því í einstaklings
íþróttum keppir hver fyrst og fremst við sjálfan sig,
keppist við að bæta sjálfan sig í sinni grein á sínum
forsendum!“ n
Leyfið börnunum að
koma til mín
Freyr Ólafsson
formaður Frjáls
íþróttasambands
Íslands
Sigurður K. Kolbeinsson ræðir við
ýmsa þekkta og óþekkta Íslendinga
um lífið og tilveruna og sagðar eru
skemmtilega sögur og frásagnir aftur
í tímann sem mörgum kunna að þykja
skemmilegar.
Laugardaga kl. 10.00
www.hotelbokanir.is/lifid-er-lag-hladvarp og á Spotify
Gilbert úrsmiður er
næsti gestur hlaðvarpsins.
ser@frettabladid.is
Tvö hundruð plús
Það er á þessum árstíma, að
áliðnum slætti, sem Íslendingar
setjast niður og deila sögum af
dýrtíðinni hringinn í kringum
landið. Ekki einasta kostar það á
að giska annan arminn og báða
fætur að festa sér bílaleigubíl í
viku eða svo, heldur er verðlagn
ingin á hótelgistingu í slíkum
hæðum að jafnvel Íslendingar
hafa aldrei séð annað eins. Og því
kynntust reykvísku hjónin sem
renndu sér norður á Akureyri
upp úr miðjum júlí – og ætluðu,
svona í nafni rómantíkurinnar,
að gista eina nótt í bænum. Þau
skoðuðu bókunarsíður og sáu sér
til hrellingar að gistiverðið var út
úr öllu korti, ekki síst síðasta her
bergið sem var í boði þá nóttina á
Hótel KEA, en það var verðlagt á
ríflega 200 þúsund krónur.
Verndartollarnir
Annars eru það ekki bara einka
fyrirtækin í landinu, í ferðaþjón
ustu eða öðrum atvinnugreinum,
sem halda uppi verðinu, því ríkis
valdið er oft og tíðum enginn
eftirbátur í þeim þrýstingnum.
Álögur á matvæli eru þar áber
andi – og nægir að nefna nýlegt
dæmi af himinháum verndar
tollum á frönskum kartöflum
sem ekkert lát er á, þótt engar
franskar séu lengur framleiddar á
Íslandi. En við skulum bara samt
vernda okkur fyrir þessum áng
skotans innflutningi. n
Það er engin leið að átta sig á áfallinu
sem samfélagið á Blönduósi varð fyrir
í vikunni. Í kjölfar harmleiks sem
skildi fjölskyldur eftir í slíkum sárum
að fæst okkar munu nokkurn tímann
geta náð utan um sorgina sem þau upplifa.
Landsmenn hafa sameinast um að senda
hlýja strauma norður í land. Það hefur sam
heldin þjóð gert bæði vel og fallega síðustu daga.
Eins og hún á vanda til.
Það hefur skapast nokkur umræða um þátt
fjölmiðla í málinu öllu. Hvernig fréttaflutningi
af harmleiknum var háttað. Við þessar erfiðu
aðstæður.
Aðstandendur, mitt í óbærilegri sorginni,
sáu sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu
þar sem aðgangsharka fjölmiðla var gagnrýnd.
Það gerðu þau örugglega ekki af léttúð eða án
ástæðu.
Okkur fjölmiðlafólki ber að taka þessi orð
til okkar og fara yfir vinnubrögðin. Gaumgæfa
hvort þau samræmist þeim gildum og reglum
sem við störfum eftir. Fjölmiðlar eru ekki hafnir
yfir gagnrýni. Frekar en aðrar stoðir samfélags
ins.
Þótt það sé flókið og vandmeðfarið að segja
fréttir af átakanlegum atburðum þá verða fjöl
miðlar að gæta þess í hvívetna að sýna nær
gætni.
En svo getum við líka velt því fyrir okkur í
fúlustu alvöru hvort fjölmiðlar eiga yfirleitt að
fjalla um atburði af þessu tagi.
En þá verðum við líka að muna að fjölmiðlar
hafa ákveðnum skyldum að gegna á slíkum
stundum. Þeir brúa jafnan bilið á milli lögreglu
og almennings. Með því að birta útgefnar til
kynningar. Og það er mikilvægt.
En fjölmiðlar eiga ekki bara að framlengja
skilaboð stjórnvalda. Þeir eiga líka að leita svara
við spurningum og afla upplýsinga sem kunna
að eiga erindi við almenning. Það er líka mikil
vægt.
Málið er bara að það er ekki alltaf auðvelt að
feta þennan þrönga stíg upplýsingaöflunar og
miðlunar án þess að fara offari. Sérstaklega
ekki í jafn viðkvæmum málum og hér um ræðir.
En ef það gerist, og okkur verður á í mess
unni, þá eigum við óhikað og undanbragðalaust
að biðjast afsökunar. Upplifun aðstandenda á
Blönduósi bendir til að það hafi einmitt gerst í
þessu tilviki.
Því vil ég að lokum biðja alla aðstandendur
afsökunar á framgöngu fjölmiðla í þessu máli.
Af auðmýkt. Það er það minnsta sem við getum
gert. Fjölmiðlar, eins og aðrir, eiga alltaf að
stefna að því að gera betur. n
Afsökun
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGUR