Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2022, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 26.08.2022, Qupperneq 17
Við höfum byggt upp mikla þekk- ingu á nýtingu jarðvarma og vatnsafls undanfarna áratugi og höfum flutt þá þekkingu út til annarra landa. Dóra Björk Þrándardóttir Framtíðarsýn Landsvirkj- unar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Hlutverk Landsvirkj- unar er að hámarka verð- mæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálf- bærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Áherslur fyrir- tækisins í nýsköpun falla vel að þessari framtíðarsýn og hlutverki. Þau Sigurður H. Markússon forstöðumaður, Daði Þ. Svein- björnsson sérfræðingur og nýsköpunarstjórarnir Dóra Björk Þrándardóttir og Egill Tómasson starfa á deild nýsköpunar hjá Landsvirkjun. Orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur frá upphafi unnið rafmagn og selt, bæði til stórra viðskiptavina og í heildsölu til fyrirtækja sem dreifa orkunni til heimila og smærri fyrirtækja. Nú blasir við breyttur heimur. Ísland hefur sett sér það markmið að losna við olíu og bensín á næstu árum og draga úr koldíoxíðlosun á ýmsan hátt annan. Það kallar á aukna vinnslu grænnar orku, en einnig nýsköpun af ýmsum toga. Landsvirkjun hefur hleypt fjölmörgum verkefnum af stokk- unum, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við aðra, sem miða t.d. að orkuskiptum í samgöngum, auknu matvælaöryggi, framleiðslu vetnis, nýtingu orkustrauma eða efna sem falla til við orkuvinnslu og uppsetningu iðngarða þar sem fyrirtæki njóta hagræðis af nær- veru hvert við annað. „Við þurfum að nálgast þetta verkefni á dálítið annan hátt en við höfum gert,“ segir Sigurður for- stöðumaður. „Í öðrum löndum er víða búið að byggja upp iðngarða fyrir nýsköpunarfyrirtæki þar sem þau geta nánast bara stungið í samband og skrúfað svo frá vetni, koldíoxíði eða annars konar efnis- straumum frá öðrum fyrirtækjum, sem nota þarf við starfsemina. Slíka aðstöðu þarf að undirbúa vel í góðu samstarfi fjölda ólíkra hagaðila með skýra sýn að leiðar- ljósi til að tryggja samkeppnis- hæfni okkar og getu til að styðja við hringrásarhagkerfið. Þetta er aðeins önnur nálgun en við höfum áður stuðst við þar sem orkusækin stórfyrirtæki hafa hér sögulega verið tilbúin að leggja allnokkur ár í að þróa og byggja upp sína starfsemi með sjálfstæðum hætti. Slík nálgun virkar ekki fyrir minni fyrirtæki í nýsköpun, þau þurfa þróað umhverfi til að starfa í.“ Egill nefnir að í vetur hafi þurft að takmarka afhendingu raforku vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs framboðs. „Ef miðað er við grænbók stjórnvalda um stöðu og áskoranir Íslands í orku- málum munu orkuskiptin kalla á um tvisvar sinnum meira raf- orkuframboð árið 2040, þ.e. eftir aðeins 18 ár sem er mikil áskorun. Því er mikilvægt að við hugum að aukinni orkuvinnslu og einnig því að forgangsraða nýrri orkusölu í samræmi við áherslur, þarfir og tækifæri samfélagsins.“ Daði leggur áherslu á að þótt orkan hér á landi sé endur- nýjanleg sé hún þó endanleg. „Við þurfum að skapa nýjar virðiskeðjur í nýtingu orkunnar. Stjórnvöld hafa mótað ákveðna stefnu varðandi orkuskipti og við þurfum að hrinda henni í fram- kvæmd. Landsvirkjun er öflugasta fyrirtæki landsins á þessu sviði og eðlilegt að það verði í farar- broddi.“ Sigurður segir hvorki skorta vilja né þekkingu hjá Landsvirkj- un og vísar til samstarfsfólks síns sem hafi aflað sér mikillar nýrrar þekkingar á þessu sviði. Nýsköpun um allt land Samstarfsverkefnin eru þegar mörg og margbreytileg: Eimur hefur bætta nýtingu orkuauðlinda og aukna nýsköpun á Norðausturlandi að leiðarljósi. Orkídea snýst um uppbyggingu orkutengdra tækifæra á Suður- landi, til dæmis við matvælafram- leiðslu og líftækni. Markmið Bláma á Vestfjörðum er að efla nýsköpun og þróun orkuskiptaverkefna, sérstaklega í sjávarútvegi og flutningum. Að sögn Egils hefur öflugt starf Bláma nú þegar borið ávöxt. „Fjölbreytt verkefni sem Blámi leiddi eða kom að hlutu alls 150 milljónir króna í styrki úr Orkusjóði í ár.“ Þá vinnur Landsvirkjun einnig að þróun verkefnis um framleiðslu vetnis til að knýja samgöngur á landi og er reiknað með að það verði að veruleika innan þriggja ára, að sögn Egils. „Hægt er að nýta vetni við orkuskipti í ýmsum geirum, til dæmis eru komnir á markaðinn vöruflutningabílar sem ganga fyrir vetni og gætu hentað vel hér á landi. Lands- virkjun og Icelandair hafa einnig tekið höndum saman til að vinna að orkuskiptum í innanlands- flugi. Loks má nefna að gagnaver Verne Global hefur samið við Landsvirkjun um tilraunaverkefni þar sem vetni verður varaaflgjafi gagnaversins.“ Daði bendir á að hér væri hægt að framleiða ódýrara grænt vetni en til dæmis víðast annars staðar í Evrópu. „Með vatnsaflinu okkar og jarðvarmanum, og líklega vindi í auknum mæli, framleiðum við hagkvæma endurnýjanlega raf- orku með stýranlegum hætti allan sólarhringinn. Í f lestum öðrum löndum er græn vetnisframleiðsla háð sveiflum í vind- eða sólarorku sem gerir vinnslukostnað vetnis hærri.“ Enn má nefna verkefni: Lands- virkjun vinnur með erlendu fyrirtæki sem skoðar möguleikann á að framleiða prótein úr vetni og koldíoxíði. Það blasir við að hægt er að spara stór landsvæði og mikið vatn, sem ella þyrfti að nota við matvælaframleiðslu, ef hægt er að vinna prótein á þann hátt, í raun úr orku , vatni og lofti. Að sama skapi er útlit fyrir að nýta megi orku vel og draga úr umhverfisáhrifum matvælafram- leiðslu með til dæmis fiskeldi á landi og örþörungarækt. Höldum forystunni Íslendingar eiga að vera í farar- broddi í orkuskiptum. „Við erum þar að mörgu leyti nú þegar,“ segir Sigurður. „Hitaveitan okkar og græna rafmagnið hafa þegar fleytt okkur mjög langt. Við eigum sam- göngur á landi, sjó og í lofti eftir, fyrst og fremst. Öll okkar orku- vinnsla er græn og viðfangsefni okkar er að nýta hana á ábyrgan hátt til að bæta efnahag, samfélag og umhverfi okkar. Við getum verið græn alla leið en til þess þarf nýsköpun og samstarf.“ Hópurinn bendir á að nú sé ekki í boði að sitja með hendur í skauti og hugsa sinn gang. Ráðast verði í verkefni, það eigi eftir að borga sig til lengri tíma litið. Vindorka var alls ekki hagkvæmur kostur þegar byrjað var að reisa vindmyllur fyrst, en nú sé allt annað uppi á teningnum. Danir, sem hafa verið í fararbroddi í beislun vinds og nýsköpun henni tengdri, búa nú að einna mestri þekkingu á því sviði alþjóðlega og selja tengdar vörur og þjónustu um allan heim. Íslendingar hafa sambærilega stöðu í jarðvarma og Danir í vind- orku. „Við höfum byggt upp mikla þekkingu á nýtingu jarðvarma og vatnsafls undanfarna áratugi og höfum flutt þá þekkingu út til ann- arra landa,“ segir Dóra Björk. Atvinnutækifæri heima í héraði Sigurður segir að það hljóti að vera hlutverk stærsta raforku- framleiðanda landsins, orkufyrir- tækis í almannaeigu, að leita nýrra lausna og veita þeim brautargengi. „Landsvirkjun gerir það meðal annars með því að setja á laggirnar nýsköpunardeild, hefja samstarf við heimafólk víða um land og styðja við frumkvöðla.“ Dóra Björk bætir við að áhuga- söm sveitarfélög þurfi að láta til sín taka. Skapa og skerpa þarf fram- tíðarsýn og átta sig á því hvernig tækifæri þau vilja laða til sín. Þegar framtíðarsýnin er mótuð er hægt að sjá hvaða innviði þarf að byggja upp og hvernig hægt sé að gera svæðið samkeppnishæft gagnvart þeim greinum. Egill og Daði taka undir þetta og segja að Íslendingar eigi að leggja áherslu á að vera ábyrg auðlinda- og þekkingarþjóð. Landsvirkjun á í margs konar samstarfi við innlenda og erlenda háskóla og það samstarf geti leitt af sér fjöl- breyttara atvinnulíf. Uppbygging þekkingariðnaðar víða um land muni gera fólki kleift að snúa aftur til sinnar heimabyggðar að loknu háskólanámi, en nú skorti víða slík atvinnutækifæri. Þau eru öll bjartsýn á fram- tíðina og reiðubúin að bretta upp ermar. „Landsvirkjun er í raun 300 manna sérfræðingateymi. Stærsta orkufyrirtæki landsins, í eigu þjóðarinnar sjálfrar, á að huga að orkuframtíð og loftslagsmálum. Það höfum við hjá Landsvirkjun gert og munum gera áfram,“ segir Sigurður H. Markússon forstöðu- maður nýsköpunardeildar Lands- virkjunar. n Reiðubúin að skapa nýja framtíð Landsvirkjunarfólkið Daði Þ. Sveinbjörnsson, Sigurður H. Markússon, Dóra Björk Þrándardóttir og Egill Tómasson leitar nýrra lausna á deild nýsköpunar hjá orkufyrirtæki þjóðarinnar.  FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2022 NÝSKÖPUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.