Fréttablaðið - 26.08.2022, Page 21
Sjóðurinn er mjög
sterkur og við
höfum burði til að styðja
myndarlega við spenn-
andi verkefni.
Una Steinsdóttir
Una Steinsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Viðskipta-
banka Íslandsbanka, sem
veitir bankaþjónustu til
lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja. Hún er mikil áhuga-
manneskja um nýsköpun,
frumkvöðlastarfsemi og
vöxt fyrirtækja.
„Stuðningur við nýsköpun hér á
landi er mikilvægur þáttur í rekstri
Íslandsbanka. Við höfum unnið
með það í huga að vera jákvætt
hreyfiafl í samfélaginu og fátt
samræmist því markmiði betur en
að styðja heilshugar við bak þeirra
frumkvöðla sem halda munu
áfram að þróa okkar efnahags-
líf og viðhalda hagvexti. Öflugur
stuðningur við nýsköpun er því
ekki einungis samfélagsleg skylda
okkar heldur lykilatriði í að móta
það efnahagslíf sem tryggja mun
góðan rekstrargrundvöll bankans
okkar til framtíðar,“ segir Una.
„Við höfum stærsta hlutdeild
banka meðal lítilla og meðalstórra
fyrirtækja þegar kemur að láns-
fjármögnun, en veitum fjármagni
einnig til nýsköpunar með öðrum
hætti, meðal annars með veg-
legum styrkveitingum.“
Una útskýrir að helsta framlag
bankans á sviði styrkveitinga sé úr
Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka.
Veittir eru styrkir til frum-
kvöðlaverkefna sem stuðla að
þeim heimsmarkmiðum Samein-
uðu þjóðanna sem bankinn hefur
lagt sérstaka áherslu á, en þau
eru menntun fyrir alla, jafnrétti
kynjanna, aðgerðir í loftslagsmál-
um og nýsköpun og uppbygging.
„Sjóðurinn er mjög sterkur
og við höfum burði til að styðja
myndarlega við spennandi verk-
efni. Árið 2021 veittum við til 35
milljónum króna til tólf verkefna,
svo sem FabLab á Ísafirði, þar
sem smíðaðar verða plastplötur
úr gömlum fiskinetum, Hreppa-
mjólkur, sem býður mjólk beint frá
býli í sjálfsafgreiðslu, Fatalínunnar
MAGNEU eftir Magneu Einars-
dóttur, Framhaldslífs, þar sem
Plastplan ehf. eykur úrvinnslu úr
endurunnu plasti, og Orbs, sem
nýtir gervigreind til að mæla skóga
og kolefnisbindingu þeirra, svo
eitthvað sé nefnt.
Frá árinu 2019 hafa 48 verkefni
hlotið samtals 125 milljónir króna
úr sjóðnum og fyrirtækjum í vexti
munar um slíkar fjárhæðir. Þau
verkefni sem við höfum styrkt
eru vitnisburður um þá heilmiklu
grósku sem finna má í íslensku
samfélagi og það magnaða hugvit
sem svo mikilvægt er að styðja við
og rækta,“ segir hún.
Vilja fleiri umsóknir
frá landsbyggðinni
Una segir að það sé ánægjulegt
hversu erfitt það er að velja styrk-
þega, en heilmikill fjöldi umsókna
berst sjóðnum ár hvert.
„Ég hef veitt stjórn Frumkvöðla-
sjóðsins formennsku en með mér í
stjórninni sitja þau Hrund Gunn-
steinsdóttir, framkvæmdastjóri
Festu, og Ari Kristinn Jónsson,
forstjóri Aware GO, sem áður var
rektor Háskólans í Reykjavík,
þannig að ekki skortir reynsluna.
Ástæða þess að valið er þetta erfitt
eru heilmikil gæði umsókna og ég
skal alveg viðurkenna að ég myndi
vilja veita miklu fleiri styrki. Fjöldi
umsókna sem ekki hlýtur styrk er
þó vel til þess fallinn,“ segir hún.
„Þrátt fyrir mikinn fjölda
umsókna þykir mér eitt þó sárlega
vanta. Við veitum styrki til verk-
efna úti um allt land en áberandi
stærstur fjöldi umsókna berst frá
höfuðborgarsvæðinu. Það væri
ánægjulegt að fá fleiri styrkum-
sóknir frá landsbyggðinni, þar sem
ég veit að frumkvöðlar eru á hverju
strái,“ bætir hún við.
„Ég hugsa að í dag bjóðist frum-
kvöðlum fleiri tækifæri til að
sækja fjármögnun en nokkru sinni
fyrr og ég er stolt af þeim þætti
sem við eigum í því. En nýsköpun
snýst um meira en peninga og
skipta aðstaða og tengsl sem dæmi
miklu máli. Því höfum við um
langt árabil stutt dyggilega við
nýsköpunarmiðstöðvar á borð við
Sjávarklasann, sem í dag hýsir yfir
50 fyrirtæki og frumkvöðla í starf-
semi sem með einum eða öðrum
hætti tengjast hafinu, hvort sem
það er í eldi, líftækni, snyrtivörum
eða öðru. Við höfum auk þess stutt
við Orkuklasann, þar sem aðrir
50 aðilar starfa að verkefnum sem
aðallega tengjast jarðvarma og
vatnsafli. Þá höfum við stutt við
atvinnu- og nýsköpunarsetrið
SKÓP í Kópavogi og lausnamótið
Hacking Hekla, sem tengt hefur
saman frumkvöðla í dreifbýli og
þéttbýli á Íslandi.“
Opnað fyrir umsóknir á haustin
Una segir að almennt sé opnað
fyrir umsóknir að hausti til og
styrkir veittir fyrir lok ársins.
„Í ár verður hægt að sækja um
frá september og styrkirnir veittir í
lok nóvember. Sótt er um með ein-
földum hætti á vef Íslandsbanka.
Eins og ég nefndi lítum við sérstak-
lega til fjögurra heimsmarkmiða
Sameinuðu þjóðanna þegar styrkir
eru veittir,“ segir hún.
„Í ár hvetjum við umsækjendur
einnig til að kynna sér undirmark-
mið og útskýra í umsókninni
hvernig þau tengjast viðkomandi
verkefni. Ég hvet frumkvöðla til
að fylgjast vel með en við munum
auglýsa eftir umsóknum þegar þar
að kemur.“ n
Stuðningur við nýsköpun samfélagsleg skylda
Una Steinsdóttir segir að stuðningur við nýsköpun hér á landi sé mikilvægur þáttur í rekstri Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Frá úthlutun úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka en heilmikill fjöldi umsókna berst sjóðnum ár hvert. MYND/AÐSEND
kynningarblað 7FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2022 NÝSKÖPUN