Fréttablaðið - 26.08.2022, Síða 23
Á einum degi
getum við komið
hugmynd í framkvæmd,
hannað vöru og búið til
hugbúnað.
Christophe Lecomte
Stöðug nýsköpun á sér stað
hjá Össuri þar sem verið
er að þróa nýjar vörur og
betrumbæta eldri vörur á
stoðtækjamarkaði. Þróunin
tekur aldrei enda því loka-
markmiðið er að búa til stoð-
tæki sem auka hreyfanleika
og almenn lífsgæði.
Christophe Lecomte og Ást-
mundur Níelsson starfa báðir við
vöruþróun hjá Össuri. Christophe
er VP Biochemical Solutions og
Ástmundur er VP Bionic Solutions.
„Ég vinn við rannsóknir og
þróun á mekanískum stoðtækjum.
Við erum bæði að þróa nýjar vörur
og viðhalda þeim vörum sem eru
nú þegar komnar á markað. Við
framleiðum meðal annars silíkon-
hulsur, gervihné, fætur og í raun öll
stoðtæki fyrir útlimi neðri hluta
líkamans,“ segir Christophe.
„Á meðan Christophe sér um
mekanísku vörurnar sé ég um þær
tölvustýrðu,“ segir Ástmundur.
„Við framleiðum tölvustýrða
gervifætur og gervihné. Núna
nýlega kom á markað Power Knee
gervihnéð sem hefur verið mjög
vel tekið og við höfum vart undan
að framleiða. Hnjáliðurinn er í
raun rafmótor þannig að nú höfum
við möguleika á að veita notand-
anum enn meiri aðstoð, ekki
einungis stuðning heldur getum
við bætt upp þann vöðvakraft
sem notandinn tapar við aflimun.
Þetta hné getur til dæmis hjálpað
þér að ganga upp stiga á eðlilegan
hátt skref fyrir skref. Það hjálpar
notandanum að standa upp og við
göngu. Það knýr notandann áfram,
alveg eins og heilbrigður fótur
gerir.“
Christophe nefnir einnig tvær
nýjar vörur sem hans deild þróaði
og setti á markað fyrir rúmlega
ári síðan. Connect TF og Balance
J heita vörurnar og Christophe
segir þær hafa skipt sköpun fyrir
notendur þeirra.
„Það sem er áhugavert við þessar
vörur er að þær eru sérstaklega
hannaðar fyrir notendur með
skerta hreyfigetu. Oft þegar fólk
hugsar um Össur þá tengir það
fyrirtækið við stoðtæki fyrir
íþróttafólk, eins og til dæmis
hlaupafætur. En þessar vörur eru
hannaðar fyrir eldri einstaklinga,
með það í huga að bæta lífsgæði
þess, enda er meirihluti aflimaðra
í heiminum eldra fólk. Við nýtum
okkar þekkingu og tækni til þess
að þróa stoðtæki fyrir alla aldurs-
hópa,“ segir hann.
„Connect TF er hulsa sem er
þeim kostum gædd að fólk getur
fest á sig gervifótinn meðan það
situr og Balance J er fótur sem
er sérhannaður út frá þörfum
eldra fólks. Fyrir eldri notendur
er gríðarlega mikilvægt að geta
setið þegar gervifóturinn er settur
á. Í síðustu viku fréttum við af
aldraðri konu í Bandaríkjunum
sem grét af því hún gat fest fótinn
á sig sjálf. Þetta hljómar kannski
ekki merkilegt, en ef fólk á erfitt
með að fara í skó eða sokka, þá
er hægt að ímynda sér hvað það
skiptir miklu máli að geta fest
gervifótinn á sig.“
Vörur fyrir breiðan hóp
Ástmundur segir að áherslan í
vöruþróuninni sé ekki endilega að
búa til f lóknari vörur.
„Tæknin á bak við vöruna getur
verið flókin en varan þarf að vera
einföld í notkun. Markhópur
okkar er venjulegt fólk sem hefur
lent í áföllum og hefur kannski
engan áhuga á tækni. Markmið
okkar er að gera vörurnar þægi-
legar í notkun til að flækja líf þess
sem minnst,“ segir hann.
„Það sem Christophe talaði um
lýsir breiddinni í notendahópnum.
Við höfum verið að hanna vörur
með áherslu á eldra fólk og fólk
með mjög takmarkaða hreyfigetu,
en á hinn bóginn erum við líka að
hanna vörur fyrir íþróttafólk sem
keppir á Ólympíuleikum fatlaðra.
Breiddin er mjög mikil og við erum
að þróa mjög sérhæfðar lausnir
fyrir þessa hópa.“
Ástmundur segir að það sé í raun
mögnuð staðreynd að íslenskt
fyrirtæki skuli vera í fararbroddi á
stoðtækjamarkaði.
„Við erum búin að byggja upp
stærstan hluta þróunardeildar
Össurar hér í Reykjavík með alla
þessa sérhæfingu og þekkingu
á stoðtækjum, sem síðan nýtist
um allan heim. Við erum með
sérhæft starfsfólk frá fimmtán
löndum í þróunardeildinni hér í
Reykjavík. Við búum yfir mikilli
sérhæfingu og reynslu en á sama
tíma erum við dugleg að ráða inn
unga og efnilega verkfræðinga
til starfa. Við tökum mikið af
nemum frá háskólum bæði hér á
landi og erlendis frá til að vinna að
verkefnum tengdum vöruþróun
og nýsköpun. Þetta hefur reynst
okkur góð leið til að finna efni-
lega framtíðarstarfsmenn. Margt
af okkar erlenda starfsfólki hér
á Íslandi kom til okkar í gegnum
svona starfsnám.“
Christophe tekur undir þetta
og segir að einhverjir gætu haldið
að það væri ekki mikið í boði fyrir
vöruhönnuði hér á Íslandi.
„Vegna þeirrar þekkingar sem
finnst innan fyrirtækisins hér á
landi er hér nóg af tækifærum. Við
erum með fólk sem þróar mekan-
ísku hlutina úr ýmiss konar efnum
eins og koltrefjum, plastefnum og
málmum og á sama stað er fólk að
vinna að því að hanna samsetning-
arnar og hugbúnað fyrir stoð-
tækin. Vörurnar eru framleiddar
og settar saman á sama stað,“ segir
hann.
„Kosturinn við þetta er að við
getum unnið hraðar en margir
aðrir. Á einum degi getum við
komið hugmynd í framkvæmd,
hannað vöru og búið til hugbúnað.
Það eru ýmsir möguleikar hér.“
„Til viðbótar við þetta langar
mig að segja að við höfum mikinn
stuðning yfirstjórnar og eigenda
fyrirtækisins. Okkur er treyst
til að fjárfesta í nýrri tækni og
kanna nýjar lausnir. Við fáum að
útfæra hugmyndir okkar og erum
leiðandi í nýsköpun,“ bætir Ást-
mundur við.
Líf án takmarkana
Hönnun á vörum Össurar felur
í sér samvinnu margra hópa.
Markaðssérfræðinga, stoðtækja-
fræðinga, framleiðsludeildar og
notenda.
„Það eru margir sem koma að
vöruþróunarverkefni og það þarf
alltaf að gera málamiðlanir. Það
er ekki til hinn fullkomni fótur en
það er alltaf endatakmark okkar.
Við fáum mikið af upplýsingum frá
notendum til að innleiða í hönnun
okkar. Við leggjum áherslu á að fá
notendur til að prófa vörurnar til
að fá sem víðasta sjónarhornið.
Þegar Covid stóð sem hæst flugum
við notendum hingað til okkar
með mikilli fyrirhöfn til að geta
haldið áfram að fá þá til að prófa
vörurnar. Við getum ekki sann-
reynt vörurnar án þess að prófa
þær á notendum,“ segir Ást-
mundur.
„Markaðurinn stefnir að vörum
sem samræmast mjög okkar slag-
orði sem er Life Without Limita-
tions [Líf án takmarkana]. Við
framleiðum vörur sem eru hann-
aðar fyrir krefjandi aðstæður, til
dæmis vatnsheldar vörur sem þola
tærandi umhverfi eins og sund, sjó
og sand. En númer eitt, tvö og þrjú
hjá okkur er að tryggja öryggi not-
andans. Þeir eru háðir vörunum
og það er ekkert rými til að gefa
afslátt af öryggi þeirra. Varan þarf
að virka 100% alla daga út líftíma
vörunnar, sem getur verið þrjú til
sex ár. Ábyrgð okkar sem fram-
leiðanda er því gríðarleg. Bæði út
frá kröfunum sem settar eru sem
framleiðandi lækningatækja og út
frá kröfum notendanna.“
Christophe tekur við: „Það er
erfitt að hanna stoðtæki. Þetta er
eitthvað sem fólk notar daglega,
stoðtækið má ekki vera of þungt,
ending skiptir miklu máli og að
það gefi ekki frá sér hljóð, það vill
enginn láta ískra í sér þegar hann
gengur. Við erum að reyna að búa
eitthvað til sem líkir eftir fótlegg.
Það er ekki auðvelt. En ljósi punkt-
urinn er þegar við sjáum einhvern
nota vöruna okkar. Ég held að allir
verkfræðingarnir, hönnuðirnir og
framleiðslufólkið geti tekið undir
það með mér að við finnum fyrir
stolti þegar við sjáum einhvern
vinna til gullverðlauna, eða bara
ganga úti á götu með gervifót frá
okkur. Þá vitum við að við höfum
gert eitthvað gott.“ n
Nýsköpun með þarfir notandans að leiðarljósi
Christophe
Lecomte og
Ástmundur
Níelsson vinna
að því að þróa
og betrumbæta
stoðtæki ásamt
öflugu sam-
starfsfólki hjá
Össuri.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Ótvíræð forysta
„Forysta Össurar á sviði
hugverkaréttinda í stoð- og
stuðningstækjaiðnaðinum
er ótvíræð og endurspeglar
stöðuga áherslu á nýsköpun
og þróun innan fyrirtækisins.
Við erum afar stolt af að eiga
yfir 2.000 einkaleyfi og 600
vörumerki og erum í öðru
sæti á lista Alþjóðlegu hug-
verkastofnunarinnar (WIPO)
yfir flest einkaleyfi á heims-
vísu í flokki almennrar hreyfi-
hjálpartækni.”
Tatjana
Latinovic,
VP
Intellectual
Property
kynningarblað 9FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2022 NÝSKÖPUN