Fréttablaðið - 26.08.2022, Page 24
Kortlagning sprotafyrir-
tækja með tengsl við HR
fór fram á fyrri hluta
ársins. Í verkefninu voru
dregin fram yfir sextíu
nýsköpunar fyrirtæki með
bein tengsl við skólann.
„Háskólinn í Reykjavík er upp-
spretta og driffjöður nýsköpunar
og leggur áherslu á að efla frum-
kvöðlafærni. HR skapar tækifæri
fyrir hagnýtingu þekkingar og
tækni með rannsóknum, kennslu
og tengslum við atvinnulíf og
samfélag,“ segir í stefnu Háskólans
í Reykjavík.
Kortlagning sprotafyrirtækja
með tengsl við HR fór fram á fyrri
hluta þessa árs. Verkefninu var
ætlað að ná yfir þau fyrirtæki
sem stofnuð voru af nemendum
eða kennurum á meðan á námi
þeirra eða störfum við HR stóð,
frá stofnun skólans árið 1998. Í
verkefninu voru dregin fram yfir
sextíu nýsköpunarfyrirtæki með
bein tengsl við skólann. Flest
þessara fyrirtækja spretta upp úr
lokaverkefnum nemenda og/eða
rannsóknum starfsfólks og er það
í takti við þá stefnu skólans að
vera leiðandi í rannsóknum, sam-
hliða því að vera öflugur nýsköp-
unarháskóli.
Alþjóðlegar úttektir staðfesta
hversu farsæl þessi stefna hefur
reynst HR og mannauðinum þar,
bæði starfsfólki og nemendum,
því samkvæmt lista Times Higher
Education er HR til að mynda 12.
besti háskóli í heimi með færri
en 5.000 nemendur og í 1. sæti
háskóla á heimsvísu þegar kemur
að fjölda tilvitnana í vísinda-
greinar.
Ný tækni, nýjar vörur,
ný fyrirtæki
Í Háskólanum í Reykjavík er
leitast við að veita nemendum
góðan skilning á nýsköpun til
að hvetja þá til að verða frum-
kvöðlar og skapa störf í fram-
tíðinni, til dæmis með stofnun
sprotafyrirtækja. Stærsta árlega
námskeiðið sem kennt er við HR
er þannig „Nýsköpun og stofnun
fyrirtækja“ og taka nemendur úr
f lestum deildum skólans þátt í því
á þremur vikum við lok fyrsta eða
annars námsárs. Á námskeiðinu
hefur fæðst fjöldi hugmynda sem
hafa svo orðið að nýjum fyrirtækj-
um, nýjum vörum og nýrri tækni.
Einnig er stöðugt hvatt til þess að
nemendur HR vinni að verkefnum
í samstarfi við fyrirtæki, enda
náið samstarf við atvinnulífið
og þverfagleg samvinna meðal
áherslu atriða í stefnu skólans. n
Í Háskólanum í
Reykjavík er leitast
við að veita nemendum
góðan skilning á nýsköp-
un til að hvetja þá til að
verða frumkvöðlar og
skapa störf í framtíðinni,
til dæmis með stofnun
sprotafyrirtækja.
Sextíu sprotafyrirtæki með rætur í HR
Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur vísindamanna, verkfræðinga, heil-
brigðisstarfsfólks og viðskiptafræðinga.
Evolytes vinnur að því að hámarka árangur nemenda og
umbylta kennslu.
Karl Ægir Karlsson á rannsóknastofu sinni í HR.
Halldór Kristjánsson framkvæmdastjóri og einn stofnenda Myrkurs Games.
Myrkur Games
Metnaðarfullur hasar ævintýraleikur
Myrkur Games var stofnað árið 2016 af þremur nem-
endum úr Háskólanum í Reykjavík, þeim Halldóri Snæ
Kristjánssyni, Daníel Arnari Sigurðssyni og Friðriki
Aðalsteini Friðrikssyni. Fyrirtækið spratt upp úr sam-
starfi þeirra í þriggja vikna áfanga í leikjagerð og síðar
lokaverkefni í sýndarveruleika.
Hlutverk fyrirtækisins er að þróa metnaðarfullan
hasar ævintýraleik fyrir leikja- og borðtölvur. Myrkur
Games er í örum vexti og er með yfir 35 starfsmenn
við þróun leiksins auk fjölda verktaka. Fyrirtækið á
í samstarfi við alþjóðlegan útgefanda sem sér um
markaðssetningu og dreifingu leiksins. Hefur út-
gefandinn meðal annars gefið út hina geysivinsælu
Metro-seríu, Kingdom Come: Deliverance, Dead
Island og Saints Row.
„Á næstu árum ætlum við að byggja upp þekkingu
og reynslu á fjölmörgum sviðum leikjagerðar. Þá mun
Myrkur Games halda áfram vexti um komandi ár og
takast á við fleiri verkefni og tölvuleiki, sambærilega
við það sem fyrirtækið vinnur að í dag,“ segir Halldór
Kristjánsson framkvæmdastjóri og einn stofnenda
fyrirtækisins.
3Z
Lyfjaþróun með sebrafiskum gegn ADHD
og svefnleysi
Lyfjaþróunarfyrirtækið 3Z var stofnað árið 2008 og
sprettur upp úr öflugu rannsóknaumhverfi innan
tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, og
er bakgrunnur stofnenda í taugasálfræði og tauga-
vísindum.
Fyrirtækið var stofnað árið 2008 af Karli Ægi Karls-
syni, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR, og
Haraldi Þorsteinssyni, í samstarfi við HR. Við það
starfa enn í dag bæði og kennarar og nemendur við
HR.
Rannsóknir sem í fyrstu voru grunnrannsóknir
reyndust hafa mikið hagnýtt gildi og eru lyf við ADHD
og svefnleysi fyrstu vörur 3Z varðar með einkaleyfi.
„Sérhæfing fyrirtækisins felst í endurskilgreiningu
þekktra miðtaugakerfislyfja – oft nefnt „drug re-
purposing“ á ensku. Í stuttu máli er búið til líkan af
miðtaugakerfissjúkdómum í sebrafiskum, þekkt
miðtaugakerfislyf prófuð og síðan reynt að finna
nýja notkun fyrir þau. Aðferðirnar eru mun ódýrari,
hraðvirkari og mannúðlegri en þær sem mest eru
notaðar í dag,“ segir Karl.
Með því að markaðssetja þessa þróunaraðferð
er framtíðarsýn 3Z að verða leiðandi í endurskil-
greiningu miðtaugakerfislyfja á heimsvísu. Nýverið
tryggði fyrirtækið sér fjármögnun upp á 265 milljónir
króna sem leidd er af reynslumiklum fjárfestum í
lyfja- og tæknigeiranum. Verður hún nýtt til að ljúka
forklínískum rannsóknum á tilraunalyfjum 3Z við
ADHD og svefnleysi.
Evolytes
Námsleikir til að bylta stærðfræðinámi barna
Evolytes var stofnað árið 2017. Fyrirtækið varð til við
þverfaglegar rannsóknir í sálfræði og tölvunarfræði í
hugbúnaðarkerfinu Aperio við Háskólann í Reykjavík.
Þriggja ára rannsóknir á áhrifum styrkingarhátta í
tölvuleikjum leiddu til þróunar námsleiks sem nýtir
blöndu styrkingarhátta til að hámarka áhuga og ár-
angur barna í stærðfræði. Rannsóknin sýndi að börn
lærðu að meðaltali fjórfalt hraðar í námsleiknum og
börn með undirliggjandi námsörðugleika lærðu allt
að tólf sinnum hraðar.
Hlutverk fyrirtækisins Evolytes er að umbylta
stærðfræðinámi með skemmtanavæddu, gagna-
drifnu og einstaklingsmiðuðu námskerfi, sem byggir
á leiðandi kenningum og rannsóknum í sálfræði,
menntavísindum og tölvunarfræði til að hámarka
árangur nemenda í stærðfræði. Viðskiptavinir
Evolytes á síðasta skólaári voru alls 2.800 nemendur
í 43 skólum.
„Framtíðarsýn okkar varðandi fyrirtækið er að
Evolytes hámarki árangur nemenda og umbylti
kennslu með rauntíma gagnagreiningu og yfirsýn.
Eins að námskerfið valdefli nemendur, kennara og
menntayfirvöld með rauntíma gagnagreiningu,“ segir
Mathieu G. Skúlason, framkvæmdastjóri Evolytes og
forritari.
NeckCare
Nýsköpun í heilbrigðistækni
NeckCare er nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðistækni, sem stofnað var árið
2019 af dr. Eyþóri Kristjánssyni og Þorsteini Geirssyni. Markmið fyrir-
tækisins er að bæta árangur meðferða við stoðkerfissjúkdómum, með
þróun á tækni og meðferð sem styður hlutlægt mat og einstaklingsmið-
aða endurhæfingu.
Frá upphafi hefur félagið starfað með Háskólanum í Reykjavík að rann-
sóknum og stutt dyggilega við meistaranema skólans. Íþróttafræðideild
HR og NeckCare skrifuðu árið 2020 undir samstarfssamning um rann-
sóknir á háls- og höfuðmeiðslum íþróttafólks. Innan íþróttafræðideildar
hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum höfuðhögga á íþróttafólk jafnt
innan vallar sem utan.
Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur vísindamanna, verkfræðinga,
heilbrigðisstarfsfólks og viðskiptafræðinga, sem vinnur bæði á Íslandi og
í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir félagsins eru bæði innlendir og erlendir.
Dótturfélag þess, NeckCare Enterprises Inc., er staðsett í Winston-Salem
í Norður-Karólínu og þaðan er sölu- og markaðsstarfi félagsins í Banda-
ríkjunum stjórnað.
„Einkaleyfisvernduð tækni gerir okkur mögulegt að veita fagaðilum
á heilbrigðissviði aðstoð við hlutlægt mat á hálsskaða og viðeigandi
endurhæfingu þeirra sjúklinga sem um ræðir, svo sem þeirra sem hlotið
hafa endurtekna og langvarandi hálsáverka. Hátæknivörur NeckCare eru
einkaleyfisverndaðar í þremur heimsálfum og hafa vakið mikla athygli
erlendis,“ segir Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri félagsins.
10 kynningarblað 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN