Fréttablaðið - 26.08.2022, Side 27
Við höfum
meðal
annars
þróað
heima-
hjúkrunar-
appið
Smásögu
sem var
gert í
samvinnu
við Heima-
hjúkrun á
höfuð-
borgar-
svæðinu.
Arna
Harðardóttir
Origo leggur mikla áherslu
á nýsköpun í starfi sínu og
fjárfestir í nýsköpun. Þá
styður fyrirtækið við sprota
umhverfið með ýmsum
hætti svo sem með aðkomu
sinni að rekstri KLAK –
Icelandic Startups.
Origo tekur þátt í verkefnum
Stafræns Íslands. Má þar nefna að
Origo hefur undanfarin ár unnið
meðal annars við stafrænt öku
nám, stafrænt veðbókarvottorð,
stafrænt sakavottorð og tengingu á
stofnunum við Strauminn.
„Við höfum undanfarin ár
lagt mikla áherslu á að skapa
umhverfi innan Origo sem stuðlar
að nýsköpun,“ segir Soffía Kristín
Þórðardóttir, vörustjóri hjá Origo.
„Við höldum reglulega nýsköp
unardaga Origo og höfum prófað
okkur áfram með því að reka eins
konar tilraunastofu í vöruþróun,
svokallað Product Labs fyrir
sprotaþróun.“
Fjárfest í nýsköpun
Origo fjárfestir í nýsköpun með
ýmsum hætti. „Við gerum það
bæði innan fyrirtækisins með því
að leggja áherslu á ný verkefni,
taka góðar hugmyndir og láta á
þær reyna, búa til teymi utan um
þær og þróum vörur. Við höfum
markvisst undanfarin ár unnið
að því að auka vægi eigin vöru
þróunar innan Origo; en áður
var áherslan aðallega á að vinna
í útseldum verkefnum með við
skiptavinum okkar og ekki endi
lega að selja okkar eigin lausnir.
Ýmsar hugmyndir spruttu upp
hér innandyra, meðal annars á
sviði ferðatækni, gæðalausna og
heilbrigðislausna. Við stofnuðum
í rauninni sprotateymi inni í hug
búnaðarlausnum Origo og síðar
varð það að sérvöru, sérdeild eða
sérfélagi og markmiðið er að unga
út hugmynd yfir í nýjar lausnir eða
ný fyrirtæki.
Jafnhliða þessu höfum við fjár
fest í sprotafyrirtækjum sem hafa
Origo í fararbroddi í stafrænni vegferð Kjartan Hans-
son, forstöðu-
maður staf-
rænna lausna,
Arna Harðar-
dóttir, sölu- og
markaðsstjóri
Heilbrigðis-
lausna og Soffía
Kristín Þórðar-
dóttir, vöru-
stjóri hjá Origo.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
verið með hugmyndir sem eiga
samleið með hugmyndum okkar
eða sem við höfum trú á og teljum
að við getum tekið lengra.“
Samstarf við KLAK
Origo styður við sprotaumhverfið
meðal annars með aðkomu sinni
að rekstri KLAK – Icelandic Start
ups. „Origo er stærsti hluthafinn
í KLAK – Icelandic Startups sem
hefur það markmið að fjölga
sprotafyrirtækjum á Íslandi,“ segir
Soffía, sem á þessu starfsári er for
maður stjórnar KLAK.
„Origo styður líka beint við
ákveðin verkefni KLAK. Við erum
í dag bakhjarlar í Snjallræði sem er
samfélagshraðall sem styður við
teymi sem vinna að lausnum sem
styðja við Heimsmarkmið Sam
einuðu þjóðanna. Slíkar lausnir
geta til dæmis snúið að heilbrigðis
þjónustu, jafnréttismálum eða
velferðartækni.
Starfsfólk okkar er líka ment
orar í hröðlum á vegum KLAK; við
tökum virkan þátt í starfi KLAK
og reynum að leggja okkur fram
við að aðstoða frumkvöðla við
að láta hugmyndir sínar verða
að veruleika og verða að flottum
fyrirtækjum.“
Stafræn vegferð mikil áskorun
Origo hefur verið í fararbroddi
allt frá árdögum hinnar stafrænu
umbreytingar og starfsmenn
þekkja allar hliðar hennar ofan
í kjölinn og sérfræðingar fyrir
tækisins lifa og hrærast í nýjustu
tæknilausnunum. Stafræn vegferð
er ein stærsta áskorun fyrirtækja
og stofnana í dag og þegar vel er
að verki staðið skapast ótal tæki
færi til að umbreyta starfseminni
til hins betra og skara fram úr.
„Við viljum vera númer eitt fyrir
viðskiptavininn í þessari vegferð
og erum búin að fjárfesta gríðar
lega mikið í henni, meðal annars
í mannskap hjá okkur síðustu
ár til vinna að því að þjónusta
viðskiptavini Origo og viðskipta
vini viðskiptavina okkar betur.
Við höfum verið að standa okkur
gríðarlega vel í þessum verkefnum
fyrir stofnanir og fyrirtæki,“ segir
Soffía.
Fjölbreytt verkefni
Kjartan Hansson er forstöðu
maður stafrænna lausna. Hann
segir að það sem horft er helst á hjá
Origo varðandi stafræna vegferð
sé að einfalda fólki lífið; að veita
þjónustu til þeirra sem þarfnast
hennar á þeim tíma sem hentar
hverjum og einum. „Við aðstoðum
stofnanir og fyrirtæki við að fara í
sína stafrænu vegferð; að staf
væða þeirra þjónustuvefi, ferla og
umsóknir. Einnig þarf að tryggja
að aðgengismál séu í lagi.“
Origo tekur þátt í verkefnum
Stafræns Íslands og hefur til að
mynda komið að stafrænuvæðingu
á ökunámsferlinum, stafrænum
veðbókarvottorðum, stafrænum
sakavottorðum og tengingu á
stofnunum við Strauminn (X
Road) þar sem tengdar voru 30
stofnanir við Strauminn.
Þessa dagana eru sérfræð
ingar Origo að vinna við nýjan vef
vedur. is. Origo hefur undanfarin
ár unnið við almannatrygginga
kerfi Tryggingastofnunar og lenti
nýverið í fyrsta sæti í útboði hvað
varðar útfærslu á nýju viðmóti á
því kerfi. Origo hefur einnig unnið
félagaskrá, björgunarskóla og
útkallskerfi fyrir Slysavarnafélagið
Landsbjörg sem styður við þess
stafrænu vegferð.
App tengt heimahjúkrun
Heilbrigðis og velferðarþjónusta
samtímans er í síauknum mæli að
verða stafræn. Hjá Origo sameina
starfsmenn sérþekkingu sína
á upplýsingatækni og víðtæka
reynslu úr heilbrigðisgeiranum
til þess að skapa notendavænar
lausnir. Lausnirnar mynda sterkan
grunn fyrir heilbrigðis og vel
ferðarþjónustu dagsins í dag og til
framtíðar.
„Við þróum og þjónustum
lausnir fyrir heilbrigðis og vel
ferðarkerfið og leggjum mikla
áherslu á að það sé mikil nýsköpun
í starfi okkar,“ segir Arna Harðar
dóttir, sölu og markaðsstjóri Heil
brigðislausna.
„Við leggjum áherslu á að vinna
með bæði aðilum úr heilbrigðis
kerfinu og öðrum fyrirtækjum
sem eru í sama iðnaði og við. Við
höfum meðal annars þróað heima
hjúkrunarappið Smásögu sem var
gert í samvinnu við Heimahjúkrun
á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur
breytt miklu í starfi þeirra sem
sinna heimahjúkrun og einfaldað
það til muna en á sama tíma aukið
öryggi og gæði í þeirri þjónustu
sem starfsfólk heimahjúkrunar
veitir skjólstæðingum sínum.“
Með notkun á Smásögu appi getur
starfsfólk Heimahjúkrunar skráð
upplýsingar um skjólstæðinga sína
í rauntíma í gegnum snjallsíma og
þaðan sendast allar upplýsingar
beint í Sögu, sjúkraskrá einstakl
ings.
Heildarlausn fyrir Hrafnistu
„Við ákváðum að útvíkka hug
myndina á bak við Smásögu sem
við gerðum með Heimahjúkrun
og erum núna að vinna með
Hrafnistu. Þar nýtum við sérþekk
ingu Hrafnistu á rekstri öldrunar
heimila og sérþekkingu okkar í
hugbúnaðargerð og erum að þróa
heildarlausn með þeim, sem mun
aðstoða þau við að halda utan um
alla skráningu á þeirri þjónustu
sem þau veita íbúum Hrafnistu.
Það mun hafa mikil áhrif á starf
öldrunarheimila og auka öll gæði í
þeirra þjónustu.
Svo höfum við líka verið mjög
áhugasöm og spennt fyrir því að
þróa lausnir sem auka lyfjaöryggi.
Við höfum til að mynda þróað
heildarlausn með fyrirtækjunum
Þulu og MedEye sem heldur utan
um lyfjagjafir frá a til ö og gerir
það ferli stafrænt. Þær stofnanir
hérna á Íslandi sem hafa tekið
upp þá lausn frá okkur eru í miklu
forystuhlutverki á heimsvísu hvað
varðar lyfjaöryggi.“ n
kynningarblað 13FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2022 NÝSKÖPUN