Fréttablaðið - 26.08.2022, Page 28
Pluto snertir hins
vegar ekki botninn
heldur svífur tvo til fjóra
metra yfir hafsbotninum
og hlífir þar með við-
kvæmu botnlífríki.
Atli Már
Pluto verkefnið, úr smiðju
íslenska fyrirtækisins
Pólar toghlerar, hefur vakið
athygli á heimsvísu, enda
leysir það vanda sem tengist
bæði olíunotkun skipa og
heilbrigði sjávarbotns.
Talið er að um 30 milljón tonnum
af plasti sé hent á hverju ári og þar
af fara 11 milljón tonn af plasti í
hafið. „Sú staðreynd að plastmeng
un í sjó ógnar bæði lífríki hafsins
og afkomu þeirra sem byggja á
sjávarútvegi, hefur orðið okkur
hvatning til að skapa nýtt kerfi
um okkar framleiðslu sem byggir
á endurvinnslu plastúrgangs og
fiskineta.
Pluto verkefnið er okkar framlag
til umhverfismála og er hluti
af hringrásarhagkerfi sjávarút
vegsins,“ segir Atli Már Jósafatsson,
framkvæmdastjóri Pólar toghlera.
Pluto fiskihlerar
Pluto eru umhverfisvænir fiskihler
ar framleiddir úr endurunnu plasti.
„Pluto eru hverfissteyptir sem
gefur endalausa möguleika á hag
kvæmni í hönnun og framleiðslu.
Þeir eru einnig að fullu endur
nýtanlegir. Hægt að færa hlerann í
endurvinnslu að líftíma loknum og
verður hann sjálfur hluti af hring
rásarhagkerfinu,“ segir Atli.
Til að byrja með eru Pluto fiski
hlerarnir hugsaðir fyrir minni
togbáta, af stærðinni 8 til 24 metra
á lengd. „Stór hluti bátaflotans í
heiminum af þessari stærð, sem
telur um 900 þúsund báta, er enn
að nota tréhlera. Hefðbundnir tré
hlerar skaða lífríki sjávar sökum
mikils viðnáms við hafsbotninn
sem kallar að auki á mikla olíu
notkun. Pluto snertir hins vegar
ekki botninn heldur svífur tvo til
fjóra metra yfir hafsbotninum og
hlífir þar með viðkvæmu botn
lífríki,“ segir Atli.
Framvinda verkefnisins
„Fyrsta parið af Pluto, 1,1 fm, var
Fiskihlerar úr endurunnu
plasti hlífa sjávarbotninum
Atli stendur hér við fiskihlerana góðu sem munu leysa úrelt veiðarfæri af hólmi. MYNDIR/AÐSENDAR
Pluto fiskihlerinn var kynntur á COP26 í Glasgow í fyrra sem veiðarfæri fram-
tíðarinnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
prufað af Hafþóri Halldórssyni
á bátnum Andvara VE frá Vest
mannaeyjum. Til að sjá muninn
á hæfni Pluto hleranna lögðum
við til par af okkar eigin Neptune
stálhlerum, þar sem við þekkjum
krafta þeirra og viðnám. Niður
staðan frá Andvara var að Pluto
fiskihlerarnir gáfu 20% meira
hlerabil en Neptune og 15% minna
viðnám,“ segir Atli og bætir við:
„Nú eru þrjú pör í prófun á Eng
landi og höfum við fengið mjög
jákvæðar niðurstöður úr prufutúr
unum. Þessa dagana erum við að
ljúka framleiðslu á tíu pörum sem
verða send til Írlands, Skotlands,
Frakklands og Spánar. Í september
verða önnur tíu pör send í prófun
til Noregs, Ítalíu og Grikklands.“
Risamarkaður með
gríðarlega möguleika
„Til framtíðar horfum við til
þess gríðalega fjölda fiskibáta í
heiminum sem enn notast við
úrelt veiðarfæri og er áætlað að
framleiða Pluto nær mörkuðum
þar sem hægt er að endurvinna
fiskinet og annað plast til fram
leiðslunnar.“
Pluto fiskihlerinn var kynntur
á COP26 í Glasgow á síðasta ári
á vegum Seafish UK, þar sem
Pluto var kynntur sem veiðarfæri
framtíðarinnar í baráttunni gegn
loftslagsbreytingum. „Við höfum
svo fengið styrk frá Utanríkis
ráðuneytinu, úr Samstarfssjóði
við atvinnulíf um heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna, um verkefni
sem snýst um að setja upp hring
rásarhagkerfi um söfnun og endur
vinnslu á plastúrgangi bæði í Kenía
og Dakar í Senegal, til að framleiða
Pluto fiskihlera,“ segir Atli. n
Nánari upplýsingar um verkefnið
má nálgast á polardoors.com og
mar-eco.eu en Pluto hlerarnir eru
markaðsettir undir vörumerkinu
Mar Eco. Pólar / Mar Eco er stað-
sett í Hátúni 10C, 105 Reykjavík.
Renata Bade Barajas og
Jillian Verbeurgt eru stofn-
endur GreenBytes á Íslandi,
en um er að ræða stórsnið-
ugt skipulagstól fyrir veit-
ingastaði. Markmiðið er að
draga úr matarsóun og auka
hagnað veitingahúsa.
jme@frettabladid.is
Jillian og Renata kynntust í mast
ersnámi í Orkuskólanum í Háskól
anum í Reykjavík, Jillian var í jarð
varmaorku og Renata í vindorku.
„Við höfðum báðar ástríðu fyrir
sjálfbærni og fluttum til Íslands
til þess að uppfylla þá ástríðu,“
segir Renata. GreenBytesfyrir
tækið var stofnað í janúar 2020, rétt
fyrir upphaf faraldursins. „Báðar
erum við með bakgrunn í sjálf
bærni en með ólíka nálgun. Jillian
er með bakgrunn í jarðeðlisfræði,
úrvinnslu gagna og tölvuforritun, á
meðan minn bakgrunnur er í véla
verkfræði, sem hefur meðal annars
gefið mér hæfileika til að leysa ýmis
vandamál,“ segir Renata.
Horfði upp á matarsóun
Kveikjan að verkefninu kom þegar
Renata vann á veitingastað á Íslandi
og varð vitni að því hve miklum
mat er hent á hverjum degi. „Það má
gefa ýmislegt til vina eða samtaka,
en það eru takmörk fyrir því hversu
margar samlokur fólk vill borða.
Ég reyndi að vinna gegn sóuninni
með því að búa til eyðublað sem
starfsmenn gátu fyllt út og sýnt
hverju væri hent í lok dags. Þannig
mætti sjá hvar mætti gera betur,
hvað mætti panta minna inn af og
fleira. Eigendur veitingastaðarins
voru ánægðir með framtakið og
innlimuðu eyðublaðið á fleiri staði.
En svo reyndist það vera þrautin
þyngri að fá starfsfólk til að fylla
listann út. Þetta er auðvitað auka
vinna í lok vinnudags.“
Matarsóun plássfrekt vandamál
„Við vitum öll að matarsóun er
slæm og það er enginn á móti
því að takmarka hana. En það er
mikil skömm í kringum það að
henda mat, sem kemur í veg fyrir
að vandamálið sé tæklað almenni
lega. Sjálf vil ég gera mitt til þess að
stuðla að heilbrigði plánetunnar. Ég
vissi þó ekki hversu stórt vandamál
matarsóun væri fyrr en ég kom til
Íslands og tók þátt í „Climate Hac
kathon“ eða „Climathon“. Mat
arsóun veldur þrisvar sinnum meiri
losun á koltvíoxíði en flugbransinn.
Að framleiða og rækta mat tekur
að sama skapi yfir gríðarlegt land
svæði og krefst gífurlegs vatns
magns. Ef við tökum saman tölur
yfir magn matarsóunar í heiminum
má segja að það ræktunarsvæði
sem þyrfti til að rækta sama magn
af mat sé stærra en Kanada. Þetta
eru svæði sem væru annars villt eða
fólk gæti búið á. En í staðinn fram
leiðum við þar mat til að henda. Á
meðan það er fólksfjölgun í heim
inum er þetta óásættanlegt.“
Hluti veitingastaða
„Samkvæmt skýrslu sem nefnist
Too Good to Waste kemur fram að
mestu matarsóunina megi rekja
til heimilanna, frekar en veitinga
staðanna. Galli skýrslunnar er sá
að um 200 heimili veittu sjálfviljug
upplýsingar um magn matar
sóunar fyrir skýrsluna. En svo gáfu
tveir veitingastaðir sjálfviljugir
upp magn matarsóunar frá sínum
rekstri. Þær tölur voru svo yfirfærð
ar á alla veitingastaði í Bretlandi.
Það má gera ráð fyrir því að þessir
veitingastaðir hafi verið á góðum
stað varðandi matarsóun þá þegar
og viljað sýna það í skýrslunni. Ég
held enn að mesta matarsóunin
sé af völdum veitingahúsa þó svo
skýrslan segi annað.“
GreenBytes fyrir veitingahúsin
Matarsóun er ekki bara slæm
fyrir jörðina heldur er hún líka
kostaðarsöm fyrir veitingastaði.
„Veitingastaðir eru reknir með
ótrúlega þröngu gróðabili en
meðalgróði veitingahúsa um
allan heim er ekki nema um 36%.
Stærstu kostnaðarliðirnir eru í
starfsfólki og í hráefni. Því væri
ekki vitlaust fyrir veitingastaði að
hafa góða yfirsýn yfir hráefnis
kostnaðinn.
GreenBytesforritið nýtir gervi
greind og upplýsingar um fyrri sölu
veitingastaðar, veðurfar, helgi
daga og fleira, til að spá fyrir um
komandi sölu. Út frá þessum upp
lýsingum leggur forritið til hvað
skuli panta inn fyrir næstu daga.
Svo má auðvitað gera breytingar á
pöntunum ef þess þarf.“
Góð fyrirheit
„Við erum í fullu samstarfi við tvö
veitingahús og fimm taka þátt í
pilotprógrammi hjá okkur. Þetta
eru alls 18 staðsetningar. Við
gerðum fræðilega tilraun til að sjá
hve vel GreenBytes gæti virkað
fyrir veitingastað. Fyrst fengum
við upplýsingar frá veitingastaðar
eiganda í samstarfi við okkur, um
magn hráefnis sem var pantað
inn í einn mánuð, miðað við hve
mikið seldist. Við reiknuðum svo
út magn matarsóunar fyrir hvern
dag. Á hinn bóginn notuðum við
algrímið í Green Bytes til að spá
fyrir um hve mikið hann hefði
átt að panta inn af hráefni, miðað
við spá GreenBytes yfir sölu hvers
dags.
Útkoman var sú að með því að
nota GreenBytes í mánuð hefði
verið hægt að koma í veg fyrir 251
kíló af matarsóun á einum stað
veitingakeðjunnar. Þetta magn
samsvarar um 8.400 evrum, eða
því sem nemur tvennum mánaðar
launum starfskrafts hjá veitinga
staðnum.“
Aukakostir GreenBytes
„Sjálfri fannst mér alltaf drepleiðin
legt að gera pantanir í enda dags
enda er þetta oft mjög seinlegt ferli.
Flestir veitingastaðaeigendur nýta
sér þar að auki marga birgja til að fá
sem best hráefni og hagstætt verð.
Kosturinn við að nýta sér Green
Bytes er sá að forritið er í samskipt
um við alla birgjana og pantanir
fara allar í gegnum forritið.
Annar kostur við GreenBytes
er sá að veitingastaðir geta pantað
inn hráefni með lengri fyrirvara
en áður. Það getur verið vandamál
fyrir birgja að redda miklu auka
magni af til dæmis tómötum á
síðustu stundu, en hann getur það
kannski með lengri fyrirvara.“ n
Matarsóun á stærð við Kanada
Jillian, til vinstri, og Renata, til hægri, stofnuðu GreenBytes fyrir rúmlega
tveimur árum síðan til að aðstoða veitingastaði í að takmarka matarsóun.
14 kynningarblað 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN