Fréttablaðið - 26.08.2022, Síða 30

Fréttablaðið - 26.08.2022, Síða 30
Niðurstöður voru fáránlega góðar; nemendur unnu að meðaltali fjórfalt hraðar og krakkar með náms- örðugleika allt af tólf sinnum hraðar. Íslenski ferðaklasinn hefur verið starfræktur frá árinu 2015 og hefur alla tíð haft það sem eitt af kjarnaverk- efnum sínum að stuðla að og styðja við nýsköpun í ferða- þjónustu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferða- klasans, segir að klasinn hafi stutt við nýsköpun í gegnum verkefni eins og Startup Tourism, sem er viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla í ferðaþjónustu. „Sá hraðall var haldinn árlega á árunum 2016- 2019 með dyggum stuðningi frá sterkum bakhjörlum en það voru Íslandsbanki, Bláa lónið, Isavia og Vodafone sem stóðu að hrað- linum,“ segir hún. „Klak Innovit ásamt Íslenska ferðaklasanum sá um framkvæmd viðskiptahraðalsins. Alls fengu 40 frumkvöðlar og fyrirtæki stuðning í gegnum Starutp Tourism og er það von okkar að nú eftir að heimsfaraldri lýkur getum við tekið höndum saman að nýju og hafið nýsköpunarsókn í íslenskri ferðaþjónustu með sterkum stuðningi við frumkvöðla, hvort sem er í stafrænum lausnum eða sjálfbærni. Á síðustu tveimur árum höfum við þurft að aðlaga alla okkar viðburði og námskeið rafrænum heimi og með því náð til mun stærri hóps af fyrirtækjum, auk þess að þjónusta allt landið með markvissari aðferðum en áður. Þannig tókum við eitt af verk- efnunum okkar, Ratsjána, sem ætluð er starfandi fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem vilja efla sig í nýsköpun, vöruþróun og rekstri, og buðum landshlutasamtökunum öllum til samstarfs. Þannig náðum við að þjónusta hátt í 200 fyrirtæki um allt land í 8-12 vikna verkefna- lotum sem við unnum með ráð- gjafarfyrirtækinu RATA,“ greinir Ásta frá og bætir við: „Þáttakendur í Ratsjánni árin 2020-2021 voru á einu máli um að verkefnið hefði hjálpað þeim að halda seiglunni gangandi, þétt tengslanetið og fengið aðila til að sjá tækifæri í vonlausri rekstrar- stöðu sem uppi var. Þannig gátu mörg fyrirtæki unnið sér í haginn, endurskipulagt, þróað nýjar vörur og tekið til í kjarnastarfseminni, til þess að vera betur í stakk búin að endurræsa vélarnar að nýju. Það er öllum ljóst sem starfa í eða við ferðaþjónustu að nýsköpun og sjálfbærni í rekstri eru ekki bara skemmtileg viðfangsefni heldur nauðsynleg. Til þess að íslensk ferðaþjónusta geti orðið leiðandi afl á heimsvísu þá þarf greinin ásamt stjórnvöldum að ganga í takt með markvissar aðgerðir. Við eigum verkfæri til þess að hefjast handa, það köllum við Ábyrga ferðaþjónustu og bjóðum ferðaþjónustuaðilum að stökkva um borð og auka forskot sitt til aukinnar sjálfbærni og nýsköp- unar.“ Þegar Ásta er spurð hvað hún sjái sem mögulegar nýjungar fram undan telur hún að það verði á næstu misserum og innan fárra ára ekki gefinn neinn afsláttur af sjálf- bærni þegar kemur að fyrirtækja- rekstri og umgengni við viðkvæma náttúru og samfélög. „Þannig verðum við að undirbúa okkur vel og vinna sem ein manneskja að því að vernda óafturkræfar auðlindir, hámarka hugvitsdrifnar lausnir sem auðvelda okkur mannmörg störf og hafa það í huga að það verður ekki lengur nóg að draga úr skaðlegum áhrifum, heldur ættum við að vinna að því að skilja áfangastaði eftir í betra ásigkomulagi þegar við förum heldur en þegar við komum, þann- ig geti ferðaþjónusta virkað sem endurnýjandi afl á áfangastaði og hjálpað til við að byggja upp í stað þess að taka eða eyðileggja.“ ■ Ábyrgð gefur ákveðið forskot Ásta Kristín hefur starfað sem framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans frá 2016 og segir stöðugar breytingar vera í gangi og eflingu nýsköpunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Evolytes námskerfið hámark- ar árangur barna í stærðfræði og hefur gert stærðfræðitím- ana þá allra skemmtilegustu. thordisg@frettabladid.is „Það má segja að ég hafi leiðst út í menntatæknigeirann. Í HR hafði ég gert þverfaglegar rannsóknir í sálfræði, tölvunarfræði og stærð- fræði, og rannsakað styrkingar- hætti í tölvuleikjum á fræðilegu sviði, en niðurstöður sýndu að styrkingarhættir í tölvuleikjum haga sér ekki eins með börnum og við töldum. Ég kom svo heim einn daginn og litla systir mín sat við að reikna. Það vakti athygli mína að lítið hafði breyst í stærðfræðiefni grunnskólanna, hún var í sama óspennandi efni og ég hafði farið í gegnum. Stóra vandamálið er að börn þurfa að æfa sig til að ná góðri færni og þessar æfingar voru ekki nógu áhugaverðar. Systir mín var meira að segja búin að átta sig á að ef hún skrifaði bara eitthvert svar, rétt eða rangt, fengi hún að fara úr tíma.“ Þetta segir Mathieu Grettir Skúlason, forritari og fram- kvæmdastjóri nýsköpunarfyrir- tækisins Evolytes, sem hannar námskerfi sem kennir 5 til 9 ára börnum stærðfræði hraðar og með árangursríkari hætti. „Þar sem ég sat yfir stærð- fræðinni með systur minni datt mér í hug hvort ég gæti nýtt þrjú rannsóknar ár mín við Háskólann í Reykjavík til að útbúa leik sem krakkar gætu skemmt sér við að spila og lært stærðfræði um leið. Ég vildi prófa að nýta styrkingar- hætti til að gera stærðfræðiæfingar skemmtilegar og niðurstöður þeirrar rannsóknar voru fáránlega góðar; nemendur unnu að meðal- tali fjórfalt hraðar, og krakkar með námsörðugleika allt að tólf sinnum hraðar,“ segir Mathieu. „Evolytes fór í gegnum frum- kvöðlakeppnina Gulleggið og þar áttuðum við okkur á að til væri mikið af sálfræðikenningum sem hægt væri að nýta til að gera námið betra og áreiðanlegra. Þaðan kviknaði hugmynd um að nota gagnadrifna eiginleika til að gera æfingarnar hnitmiðaðar og skemmtilegar í gegnum tölvuleik. Gagnadrifni hugbúnaðurinn gerir okkur kleift að meta raunfærni nemenda með einstökum hætti. Námsmatið notum við svo bæði til að aðlaga erfiðleikastig dæmanna hverjum nemanda í rauntíma og til að gefa kennurum auðlesanlega rauntímayfirsýn á námsframvindu nemenda sinna. Þá samtvinnum við einnig skriflegar Evolytes- námsbækur inn í námskerfið. Það gerir okkur einstök á heimsvísu,“ segir Mathieu. Samræmdu prófin óþörf Í fyrstu var Evolytes hugsað sem námsleikur en í dag er Evolytes einstaklingsmiðað, gagnadrifið námskerfi sem er skemmtanavætt. „Að baki er gagnagreining sem gefur nemendum einstaklings- miðað námsefni í rauntíma og í upplýsingakerfi geta foreldrar og kennarar séð hvar barnið stendur, styrkleika þess og veikleika, og hvernig færni þess hefur þróast. Það er alltaf talað um sam- ræmdu prófin en í raun eru þau orðin óþörf. Í Evolytes vitum alltaf hvar börnin standa og notum sex sálfræðikenningar í námskerfið til að tryggja bættan námsár- angur. Við byrjuðum að vinna með skólum í sérkennslu barna með námsörðugleika eða þroskafrávik og stóðum uppi með börn sem höfðu ekki lært stærðfræði í tvö ár en lærðu nú samfleytt í klukku- stund og vildu eftir það ekki fara út í frímínútur þar sem þau vildu bara halda áfram. Það segir allt sem segja þarf.“ Evolytes er stórt og byltingar- kennt skref sem nú þegar er notað í 60 af 110 íslenskum skólum, en líka í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi. „Vandamál við flesta námsleiki er að færni barna í námsleiknum færist ekki endilega yfir í hefð- bundin próf. Því útbjuggum við útprentaðar námsbækur sem tengjast samt tæknilega við náms- leikinn. Þar geta börnin skannað Einstök á heimsvísu Mathieu Grettir, sem hér sést fremst, stofnaði Evolytes með fjórum öðrum, en aðeins Íris Eva Gísladóttir er önnur stofn- enda á mynd- inni. Hinir tveir eru starfsmenn- irnir Stephen Nielsen og Adrien Eiríkur Skúlason. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK QR-kóða í lok hvers kafla sem er leið til að vinna verðlaun, það hrindir af stað kennslukönnun úr efni kaflans. Þá geta kennarar séð hvort barnið hafi skilið efni kaflans, því eina leiðin til að fá verðlaun er að þau svari átta af tíu spurningum rétt. Bækurnar eru unnar út frá Singapore-aðferða- fræðinni, og krakkar þurfa afar litla hjálp til að fara í gegnum þær,“ upplýsir Mathieu. Og systir hans er orðin töluvert betri að reikna. „Ég náði því miður ekki að þróa kerfið nægilega hratt svo hún nyti góðs af, en dóttir mín nýtur þess í staðinn og fær að prófa allar prufuútgáfurnar á undan öðrum. Hún er sannkallaður stærðfræði- gúrú og er stærðfræði hennar uppáhaldstími í skólanum.“ ■ Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna SFH, Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna og KVENN, félag kvenna í nýsköpun bjóða upp á ráðgjöf og jafningjafræðslu. Ertu með hugmynd? Áhugasamir hafi samband við: sfhkvenn@gmail.com eða í síma 8984661 og 8622345 16 kynningarblað 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.