Fréttablaðið - 26.08.2022, Page 31

Fréttablaðið - 26.08.2022, Page 31
Við héldum sem dæmi fyrstu nýsköpunarkeppni Samkaupa fyrr á árinu þar sem öllu okkar starfsfólki gafst kostur á að senda inn hugmyndir til nýsköpunar. Pétur Karl Ingólfsson Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu, sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu. Hluti af þeirri vegferð er að hvetja til og stuðla að nýsköpun á öllum sviðum innan fyrir- tækisins. Samkaup reka yfir 60 verslanir víðs vegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana þar sem helstu merki Samkaupa eru Nettó, Kjör- búðin, Krambúðin og Iceland. Þá leggja Samkaup áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður með öfluga framlínu. Hjá félaginu starfa yfir 1.300 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum. Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátt- takandi í nærsamfélaginu. Hluti af þeirri vegferð er að hvetja og stuðla til nýsköpunar á öllum sviðum innan fyrirtækisins, ekki aðeins í tengslum við tækninýjungar heldur einnig vinnuferla, grænna lausna, minni sóunar og mennt- unar starfsfólks, segir Pétur Karl Ingólfsson, forstöðumaður Upp- lýsingatæknideildar Samkaupa. „Við erum óhrædd við að kalla eftir hugmyndum úr öllum áttum. Við héldum sem dæmi fyrstu nýsköpunarkeppni Samkaupa fyrr á árinu þar sem öllu okkar starfs- fólki gafst kostur á að senda inn hugmyndir til nýsköpunar. Fjöl- margar hugmyndir bárust þar, líkt og sérkjör til nemendahópa, hollt snjallnesti fyrir börnin, uppskeru- hátíð bænda og margt fleira. Með þessu koma allir jafnt að borðinu að hugmyndum og innleiðingu að nýsköpun hjá fyrirtækinu.“ Fersk og forvitin augu Samkaup komu að stofnun náms- línu í Verzlunarskóla Íslands á sviði verslunar og þjónustu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkur áfangi með starfsnámi kemur að nýsköpunarverkefnum hjá Sam- kaupum, bætir Íris Ósk Ólafsdóttir, lausnastjóri í upplýsingatækni- deild, við. „Þar gefst nemendum kostur á að vinna með okkur í rannsóknum að bættum ferlum og hugmyndum. Það reynist okkur því gríðarlega mikilvægt að fá fersk og forvitin augu á okkar lausnir frá ýmsum sjónarhornum.“ Stafræn verkefni margfaldast Gísli Tryggvi Gíslason, lausna- stjóri í upplýsingatæknideild, segir Samkaup vera í stöðugri sókn í stafrænni þróun og sjálfvirknivæð- ingu, bæði til að gera verslunar- störf verðmætari og bæta upplifun viðskiptavina sinna. „Sterkir inn- viðir þurfa að vera til staðar í svona stóru fyrirtæki sem er staðsett um land allt. Það hefur því verið mikil gróska í nútíma verslunarrekstri og í kjölfarið hafa stafræn verkefni hjá okkur margfaldast undanfarin ár.“ Til að styðja við þessa aukningu og skapa sjálfbærni við inn- leiðingu á stafrænum lausnum, þá hafa stjórnendur Samkaupa lagt ríka áherslu á fjárfestingu í réttum tæknilegum innviðum og staf- rænum verkfærum, bætir Pétur við. „Með þessum innviðum hefur okkur tekist að þróa og samþætta stafrænar lausnir á mun meiri hraða en áður. Markmið okkar hefur einnig verið að sjálfvirkni- væða alla virðiskeðjuna og er ein birtingarmyndin þar útleiðing á óhagkvæmum pappírsferlum. Þar nýttum við okkur stafræna tækni og innleiddum meðal annars raf- ræna hillumiða, upplýsingaskjái, og sjálfvirknivæddum pantanir og uppröðun á vörum í verslunum. Rafræn þjálfun starfsmanna, verk- lag og aðgengi að upplýsingum, er annað lykilatriði í vegferð okkar við að styrkja kjarnann og stuðla að sveigjanleika í nýsköpun. Við sjáum fjölmörg tækifæri í virðissköpun á þeim lausnum með snjöllum samþættingum og gagna- stefnu.“ Samkaupa-appið hefur vakið lukku Í byrjun árs 2021 fór á markað fyrsta vildakerfi á matvöru- markaði með Samkaupa-app- inu. Íris Ósk segir að hægt sé að nýta appið í öllum verslunum Samkaupa, Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland. „Í dag eru notendur hátt í 50 þúsund, sem fá fastan afslátt af öllum vörum í formi inneignar. Í hverri viku eru svokallaðir appslættir þar sem notendur fá hátt í 50% appslátt af ákveðnum vörum eða vörulínum. Þar má nefna að síðustu jól voru 24 sértilboð á vinsælustu jólavörum í körfum viðskiptavina, til dæmis bækur, konfekt og jólamaturinn. Í lok árs 2021 voru 20% af veltu Sam- kaupa að fara í gegnum appið.“ Með innleiðingu appsins skapast svigrúm til betri kjara til neytenda og sparar meðalnotandi hátt í 100.000 krónur á ári, að sögn Gísla. „Einnig má nefna að það eru frábær auka appsláttartilboð til starfsfólks, sem velur sín tilboð sjálft með innanhússkosningu. Það eru spennandi tímar fram undan þar sem fjölmargar nýjungar í appinu munu líta dagsins ljós. Þar má nefna innkaupalista, ómann- aðar verslanir, persónuleg tilboð og leiki, þar sem notendum gefst tækifæri til að vinna ákveðnar vörur frítt í hverri viku.“ Nýjar lausnir og aðferðir Þau eru sammála um að Samkaup leggi mikla áherslu á að starfs- fólk skapi saman nýjar lausnir og aðferðir í teymisvinnu. „Til að mynda komu um 150 skapandi og kröftugir starfsmenn úr verslunum okkar að innleiðingu appsins, þar sem þeir lögðu til hugmyndir og vinnu við að þróa það áfram með viðskiptavinum. Án þeirra hefðum við ekki náð þeim árangri sem við höfum náð til þessa, það er kjarninn sem einkennir Sam- kaupa-liðið.“ n Nýsköpun er stór þáttur í rekstri Samkaupa Frá vinstri eru Gísli Tryggvi Gíslason og Íris Ósk Ólafsdóttir, lausnastjórar í upplýsingatæknideild, og Pétur Karl Ingólfsson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Samkaupa-appið kom út í byrjun árs 2021 og er með um 50.000 notendur. kynningarblað 17FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2022 NÝSKÖPUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.