Fréttablaðið - 26.08.2022, Side 32
Núna höfum við
komið okkur upp
nýrri tækni til þess að
selja tengiflug. Okkar
tækni gerir öllum flug-
félögum kleift að selja
tengiflug á einfaldan hátt
og ódýran fyrir þau og
viðskiptavini.
Davíð Gunnarsson
Dohop er íslenskt ferða-
tæknifyrirtæki með höfuð-
stöðvar í Nóatúni í Reykja-
vík og er með 17 ára reynslu
í þróun nýstárlega lausna á
sviði flugs og ferðamála.
Fyrirtækið er með starfsemi í sjö
löndum um allan heim en kjarna-
starfsemin er hér á landi. Dohop
hefur vaxið hratt á síðustu mán-
uðum til að takast á við hraðan
bata flugiðnaðarins eftir Covid-
heimsfaraldurinn.
Kjarnatækni Dohop beinist að
því að aðstoða fólk við að finna og
búa til f lugtengingar, en leitar-
vélin dohop.is hefur verið valin
af Íslendingum í gegnum tíðina
til að finna bestu valkostina fyrir
ferðalög sín. Flugleitarvél Dohop
hefur sankað að sér mörgum verð-
launum og í fimm ár í röð var hún
valin sú besta í heimi af World
Travel Awards, síðast árið 2021.
Þótt Dohop sé fyrst og fremst
þekkt hér á landi fyrir flugleitarvél
sína hefur áhersla fyrirtækisins
færst til á síðustu árum og megin-
framboð þess hefur beinst að flug-
félögum og flutningafyrirtækjum.
Dohop hefur verið drifkraftur hug-
arfarsbreytinga hjá flugfélögum
undanfarin ár og í atvinnugrein
þar sem mikil áhersla var áður á
samkeppni, hefur samstarf flug-
félaga aukist til muna. Með tækni
Dohop geta flugfélög auðveldlega
unnið saman ásamt því að geta
unnið með lestar- og rútufyrir-
tækjum og ávinningur þeirra af
samstarfi er augljós.
Meira en 50 flugfélög víðs vegar
um heim hafa nýtt sér tækni
Dohop og þar má nefna Air France,
easyJet, Air Transat, Avianca,
Vueling, og Jetstar. Flugfélögin
nýta sér tækni Dohop til að bjóða
viðskiptavinum sínum upp á flug-
samgöngur milli þeirra eigin fluga
og flugfélaga samstarfsflugfélaga.
Dohop er einnig komið í sam-
starf við þýska lestarfyrirtækið
Deutche Bahn sem nýtir tækni
fyrirtækisins til að tengjast flug-
félögum eins og easyJet og Vueling.
Það gerir ferðamönnum kleift að
bóka tengingar milli f lugs og járn-
brauta í einu lagi.
Gjörólíkt fyrirtæki í dag
„Fyrirtækið í dag er gjörólíkt því
sem það var við stofnun 2004. Í
fyrstu vorum við með vefsíðuna
okkar, dohop.is, þar sem við hjálp-
uðum fólki að finna flug, hótel og
bílaleigubíla. Tíu árum frá stofnun
Dohop fórum við hægt og rólega
að útvíkka fókusinn, fórum úr því
að vera bara með flugleit og verð-
samanburð, yfir í f lugtengingar.
Árið 2015 byrjuðum við að vinna
með Gatwick-flugvelli í London
og árið 2017 fórum við í loftið með
fyrstu flugfélagsvöruna, þegar
við hófum samstarf við easyJet.
Fókusinn hefur breyst töluvert.
Við erum ekki á kafi í markaðs-
setningu til einstaklinga heldur
erum við fyrst og fremst að leita að
viðskiptavinum og þeir eru nánast
allir á erlendri grundu,“ segir Davíð
Gunnarsson, sem hefur gegnt
stöðu framkvæmdastjóra Dohop
frá árinu 2009.
Davíð segir að samkeppnin sé
nokkuð hörð í þessum geira. „Við
erum alltaf að sjá meiri og meiri
samkeppni. Þegar við byrjuðum í
þessu var óplægður akur í þessum
bransa. Það eru nokkur fyrir-
tæki sem gera svipaða hluti en
við erum í forystu eins og er. Við
erum annað hvort í samstarfi eða
í viðræðum við mörg af stærstu
flugfélögum í heimi og höfum
komið víða við í því samhengi. Ég
bjó í Bretlandi um tíma frá 2018 til
2020 og það var fyrst og fremst gert
til þess að auðvelda lífið í sam-
bandi við ferðalög. Það er kúnst
að reka svona fyrirtæki frá Íslandi.
Maður þarf að komast auðveldlega
hvert sem er og vera nálægt fólki.
Ég hef ferðast töluvert til Asíu og
Bandaríkjanna. Það er ekki allt til í
beinu flugi héðan en það var allt til
í beinu flugi frá London.
Núna höfum við komið okkur
upp nýrri tækni til þess að selja
tengiflug. Okkar tækni gerir öllum
flugfélögum kleift að selja tengi-
flug á einfaldan hátt og ódýran
fyrir þau og viðskiptavini. Það
gerir flugfélögum af mismunandi
gerðum fært að vinna saman.
Icelandair og Play eru til að mynda
mjög ólík flugfélög í eðli sínu.
Icelandair er hefðbundið flug-
félag og sinnir sínum verkefnum
á ákveðinn hátt á meðan Play er
rekið á allt öðrum forsendum.
Almennt þá geta þau ekki unnið
mikið saman ef þau vilja selja
tengiflug í gegnum Keflavík, en við
getum einfaldað það,“ segir Davíð.
Nýtt húsnæði
og fjölgun starfsmanna
Davíð segir að Dohop sé með 70
starfsmenn, auk 50 starfsmanna í
þjónustuveri sem þjónusta tengi-
farþega. Davíð sér fyrir sér að
starfsmönnum eigi eftir að fjölga á
næstu misserum.
„Við reiknum með því að bæta
við starfsmönnum. Við erum
með í undirbúningi á þessu ári að
flytja í nýtt húsnæði. Við höfum
ráðið 30 starfsmenn á þessu ári og
þeim þannig fjölgað úr 40 í 70. Við
reiknum með að vera komin með
85 starfsmenn í lok næsta árs en
allt þetta ræðst af því að vel gangi,
það komi ekkert bakslag eftir
Covid-batann og við náum okkar
markmiðum varðandi tekjuvöxt.
Covid-tíminn var mjög erfiður
og við vorum mjög nálægt því að
fara á hausinn 2020. Við vorum
komin langt í viðræðum við fjár-
festa fyrir Covid en þær runnu út
í sandinn í mars 2020 þegar Covid
var komið á fullt. Við náðum hins
vegar fjárfestunum aftur að borð-
inu og kláruðum þau mál í nóvem-
ber 2020. Við tókum svo inn meira
fjármagn frá sömu fjárfestum í
mars á þessu ári. Þessi samningur
styrkti til muna undirstöður fyrir-
tækisins á meðan Covid gekk yfir,“
segir Davíð, en breski fjárfestinga-
sjóðurinn Scottish Equity Partners
tryggði Dohop frekara fjármagn,
sem gerir fyrirtækinu kleift að
auka vöxt sinn og efla tækni sína.
„Það er allt komið á fulla ferð,
þó eru stór lönd eins og Kína og
Japan enn lokuð. Okkur vantar
enn þennan massatúrisma frá
Asíu sem kemur til Evrópu og til
Bandaríkjanna, þar sem Dohop er
með sterk viðskiptasambönd. Það
er enn mikill bati inni og hjá okkur
ríkir bjartsýni. Af því að vinnum
mest með erlendum viðskipta-
vinum og á erlendum mörkuðum
þá erum við ekki beinlínis að horfa
á hvernig efnahagsástandið er
hérna heima.“ n
Í samstarfi við mörg af stærstu flugfélögum heims
Dohop hefur komið sér upp nýrri tækni til þess að selja tengiflug. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
18 kynningarblað 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN