Fréttablaðið - 26.08.2022, Side 34
Í hugbúnaðinum
Empower Now
mun starfsfólkið svara
spurningakönnun
reglulega og þannig
miðla til fyrirtækisins
sinni upplifun og líðan í
vinnunni.
Sigyn Jónsdóttir
20 kynningarblað 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN
Sigyn Jónsdóttir leiðir þróun á nýrri hugbúnaðarlausn sem byggir á íslensku
hugviti. Hún segir lausnina eiga erindi við alla vinnustaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Empower er nýsköpunar
fyrirtæki í jafnréttismálum.
Þessa dagana er fyrirtækið
að þróa hugbúnaðinn Em
power Now sem er heildræn
lausn í jafnrétti og fjölbreyti
leika með sérstaka áherslu á
vinnustaðamenningu.
sandragudrun@frettabladid.is
Empower Now verður hugbún-
aður á vefformi. Hann mun hjálpa
stjórnendum fyrirtækja að fylgjast
með stöðu mála hvað varðar
jafnrétti og fjölbreytileika innan
fyrirtækisins. Sigyn Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri hugbúnaðar-
þróunar (CTO) Empower, leiðir
hugbúnaðarþróunina.
„Hugbúnaðarþróunin er á fyrstu
stigunum núna en ráðgjöf í jafn-
réttismálum á vinnustöðum er
eitthvað sem Empower hefur veitt
um árabil,“ segir Sigyn.
„Það er mjög skemmtilegt að
vinna í nýsköpun, sérstaklega
þegar þú ert að vinna með aðferða-
fræði sem þú veist að virkar og
hefur verið sannreynd í formi ráð-
gjafar. Þó að hugbúnaðarþróunin
sé nýlega hafin þá er hugmyndin
fullmótuð.“
Empower Now er SaaS-hugbún-
aðarlausn sem gerir stjórnendum
og starfsfólki kleift að fylgjast með
stöðu mála hvað varðar jafnrétti
og fjölbreytileika í fyrirtækinu og
bregðast við ef staðan er ekki nógu
góð.
„Þetta er tól fyrir stjórnendur
og starfsfólk. Stjórnendur hafa
þar mælaborð yfir hina ýmsu
mælikvarða sem fyrirtækið þarf
að fylgjast með og geta fylgst með
líðan fólks í vinnunni.
Stjórnendur hafa þar líka tæki
og tól til að bregðast við ef eitthvað
þarf að bæta. Það gera þau með
aðferðafræði Empower, sem er í
formi örfræðslu fyrir starfsfólk.
Fyrirtækin miðla fræðslu til starfs-
fólksins um efni tengt fjölbreyti-
leika og jafnrétti, sem er sérsniðið
að þörf hvers og eins fyrirtækis,
og bæta þannig vinnustaðamenn-
inguna,“ útskýrir Sigyn.
Í gegnum hugbúnaðinn munu
stjórnendur fyrirtækja fá aðgang
að mælaborði í jafnrétti og fjöl-
breytileika þar sem þau geta séð
stöðuna innan fyrirtækisins og
sett sér mælanleg markmið út
frá mælikvörðum sem Empower
hefur smíðað, meðal annars í sam-
starfi við Kynjafræðideild Háskóla
Íslands.
„Við hjá Empower höfum verið
að gera könnun undanfarin ár sem
heitir Kynin og vinnustaðurinn.
Þetta er könnun sem er sannað
að mælir í raun upplifun fólks
á vinnustað. Í hugbúnaðinum
Empower Now mun starfsfólkið
svara spurningakönnun reglulega
og þannig miðla til fyrirtækisins
sinni upplifun og líðan í vinnunni.
Í hugbúnaðinum verður einnig
fræðsla fyrir starfsfólk um jafn-
réttismál og fjölbreytileika og ýmis
mál tengd vinnustaðamenningu ,“
segir hún.
„Stjórnendur hafa aftur á móti
einir aðgang að mælaborðinu. Þar
munu þau geta sett sér markmið
og borið sig saman við önnur fyrir-
tæki á Íslandi eða önnur fyrirtæki
í sama geira. Þannig geta þau séð
hvar fyrirtækið stendur sig vel og
hvar það þarf að bæta sig. Þetta
skiptir ótrúlega miklu máli bæði
fyrir fólk og fyrirtæki.“
Byggir á áratugareynslu
Aðferðafræði Empower, sem hug-
búnaðurinn byggir á, er algjörlega
íslenskt hugvit. Hún byggir á ára-
tugareynslu stofnenda af stjórn-
endaráðgjöf, mannauðsmálum og
jafnréttismálum.
„Empower Now verður eina
lausnin á sérskilgreindum markaði
í fjölbreytileika og jafnrétti, sem
býður upp á heildstæða nálgun á
jafnréttismál fyrirtækja. Við erum
með notendur í ráðgjöfinni sem
verða væntanlega fyrstu notendur
hugbúnaðarins. Nýsköpunarfyrir-
tæki fara í gegnum mikið nálar-
auga í fjármögnunarferlinu, bæði
notendaviðtöl og prófun á hug-
myndinni. Það er því mikil viður-
kenning fyrir okkur að hafa fengið
svo stóra fjármögnun í vor frá
traustum fjárfestum,“ segir Sigyn,
en Empower fékk á vormánuðum
300 milljón króna fjármögnun frá
Frumtaki og Tennin.
Hún segir að enn sem komið er
hafi Empower-hugmyndafræðin
eingöngu verið notuð á Íslandi en
markaðsstarf erlendis sé nú þegar
hafið.
„Við höfum mjög dýrmæta
reynslu af jafnréttismálum hér
á landi og það er gaman að geta
breitt út boðskapinn erlendis. Við
erum mjög stolt af því sem við
erum að gera. Við erum komin svo
langt hér á landi á ýmsum sviðum
jafnréttis þó það megi alltaf betur
fara. Það er því mjög áhugavert
fyrir erlend fyrirtæki að taka við
jafnréttisfræðslu frá Íslandi,“ segir
hún.
Sigyn segir að til að mæta
auknum umsvifum séu þau hjá
Empower að stækka teymið mjög
hratt. Í haust verða starfsmenn
orðnir tíu talsins að vinna að
ólíkum verkefnum í hugbúnaðar-
þróun, hönnun og í efnissmiðju.
„Við erum að setja sannreynda
aðferðafræði yfir í hugbúnaðar-
lausn til að hægt sé að ná til fyrir-
tækja um allan heim og uppfæra
fræðsluna hratt í takt við mismun-
andi þarfir fyrirtækja. Empower
Now er lausn sem á klárlega erindi
á hvaða vinnustað sem er.“ n
Hugbúnaður sem
eykur jafnrétti
Tækniþróunarsjóður
Náðu
lengra með
Tækniþróunarsjóði
tths.is