Fréttablaðið - 26.08.2022, Page 44
Þetta er 90 prósent
maðurinn og hann
þarf að vera með
hausinn í lagi og vita
nákvæmlega hvað
hann er að gera.
Davíð Þór Einarsson lagði sig
allan fram, bókstaflega, þegar
hann skrúfaði frá nítróinu
á Suzuki Hayabusa hjólinu
sínu og spyrnti því upp í 265
kílómetra hraða, sem skilaði
honum Íslandsmeistaratitli í
flokki breyttra mótorhjóla á
kvartmílubrautinni í Hafnar-
firði.
toti@frettabladid.is
„Þetta er bara besti tími sem hefur
verið farinn á Íslandi,“ segir Davíð
Þór Einarsson, Íslandsmeistari í
spyrnu í B-f lokki breyttra mótor-
hjóla, sem landaði titlinum með því
að fara kvartmíluna á 8,492 sekúnd-
um á 164,7 mílna hraða, sem hann
síðan bakkaði upp með tímanum
8,55 sekúndum.
„Það er bara beint af augum með
adrenalínið í botni, nítró og allan
pakkann,“ segir Davíð Þór, þegar
hann er spurður hvernig tilfinn-
ingin er þegar brunað er á tæplega
300 kílómetra hraða.
Hvort vegur þyngra í slíkum hrað-
akstri, ökumaðurinn eða hjólið?
„Þetta er 90 prósent maðurinn
og hann þarf að vera með hausinn í
lagi og vita nákvæmlega hvað hann
er að gera. Ég var alveg búinn að æfa
mig í að minnsta kosti tvö ár áður en
ég fór að skrúfa frá nítróinu. Vegna
þess að startið skiptir svo miklu
máli,“ segir Davíð Þór, sem vandi sig
meðal annars á að horfa í rétta átt.
„Fyrst þegar maður var að byrja
var maður að horfa á stúkuna en
þú gerir ekkert svoleiðis. Þetta er
bara eins og í fótboltanum, þú ert
ekkert að horfa á stúkuna þegar þú
ert að spila fótbolta. Þú ert að spila
fótbolta og verður bara að einbeita
þér að því sem þú ert að gera.“
Allir þekkja Spiderman
„Ég er með svo mikið af hjólum að
þetta er alveg útgerð og ég er með
sérstakan bíl utan um þetta,“ segir
Davíð Þór sem keppir í bæði kvart-
mílu og sandspyrnu, en hraðametið
sló hann á Suzuki Hayabusa. Trylli-
tæki sem kennt er við sjálfan Spi-
derman og er vel þekkt meðal þeirra
sem fylgjast með mótorsportinu.
„Hjólið heitir Spiderman og menn
vita hvaða hjól það er,“ segir Davíð
Þór um hjólið sem hann mætti á til
leiks með nýrri vél, sem dugði til
þess að hann endurheimti titilinn.
„Ég er búinn að vera Íslandsmeist-
ari 2019 og 2020 en svo hrundi vélin.
Ég braut vélina í átökum síðasta
sumar. Þetta er bara svoleiðis og þá
keppti ég bara á venjulegu hjóli en
var samt í 2. sæti. Svo fékk ég nýja
Skrúfað frá nítróinu og adrenalínið flæðir
Adrenalínið
og nítróið er
skrúfað í botn
þegar Davíð Þór
leggur sig mjög
bókstaflega
fram um að slá
hraðametin á
tæplega 300
kílómetra hraða
á klukkustund.
MYND/SÆMUNDUR
ERIC
vél í hjólið fyrir sumarið og er orð-
inn Íslandsmeistari aftur.“
300 trylltir hestar
Aðspurður segir Davíð Þór þá sem
keppa í flokki breyttu hjólanna alla
álíka klikkaða. „Við erum búnir að
vera þrír núna að berjast um þetta
í sumar og eftir að ég fékk gaur frá
Bandaríkjunum sem náði að laga
hjólið til það vel að það virkar bara.
Það eru 80 hestöfl í nítróinu og
svo er hjólið 220 hestöfl þegar búið
er að tjúna það upp. Þetta eru yfir
300 hestöfl þannig að maður liggur
eiginlega bara á þessu hjóli,“ segir
Davíð Þór sem telur út í hött að tala
um að sitja hjólið þegar allt er gefið
í botn. n
Davíð Þór var
ellefu ára Eyja
peyji þegar
hann byrjaði
að hjóla og tók
skellinöðru
tímabilið með
trompi.
MYND/AÐSEND
Davíð Þór missti
af Íslandsmeist
aratitlinum í
fyrra þegar vélin
í hjólinu hrundi
en endurheimti
hann í ár með
nýrri vel og
vel tjúnuðum
Spider man.
MYND/AÐSEND
toti@frettabladid.is
Skammt er milli stórra högga hjá
tónleikahöldurunum Grími Atla-
syni og Tómasi Young, sem segjast
boða tónlistaráhugafólki mikinn
fögnuð með tónleikum Thurston
Moore í Hljómahöllinni í Reykja-
nesbæ í október, eftir að vera
nýbúnir að halda tónleika með
Aldous Harding á sama stað.
Rétt eins og í tilfelli Harding telja
þeir félagar Thurston Moore og
hljómsveit sannkallaðan hvalreka
á Íslandi, en Thurston stofnaði eina
áhrifamestu hljómsveit síðustu ára-
tuga, Sonic Youth, ásamt Kim Gor-
don, árið 1981.
Þeir segja tilraunir Sonic Youth
með riff og gítarstillingar í bland við
dásamlega samsettar laglínur hafa
um margt breytt landslaginu á jaðr-
inum í tónlistinni og rutt brautina
fyrir bönd á borð við Nirvana og My
Bloody Valentine.
Eftir að Sonic Youth lagði, mögu-
lega tímabundið, upp laupana 2011
hefur Thurston haldið áfram með
sólóferil sem hófst árið 1995 með
útgáfu Psychic Hearts. Hann hefur
gefið út samtals sjö sólóplötur auk
þess sem hann hefur gefið út fjölda
hljómplatna sem meðlimur ýmissa
hljómsveita og verkefna.
Hljómsveitin er, auk Moore, skip-
uð bassaleikaranum Debbie Googe,
sem er jafnframt bassaleikari My
Bloody Valentine, James Sedwards
og síðast en ekki síst Steve Shelley
sem spilar á trommur en hann starf-
aði með Thurston í Sonic Youth.
Tónleikarnir fara fram í hinum
frábæra tónleikasal Stapa í Hljóma-
höll þann 9. október, á afmælisdegi
sjálfs Johns Lennon. Húsið verður
opnað klukkan 19, upphitun hefst
klukkan 20 og Thurston Moore
stígur á svið klukkan 21.
Miðasala hefst fimmtudaginn 1.
september á tix.is. Sætaferðir verða
frá Reykjavík á tónleikana og er
miðasala í rúturnar einnig á tix.is. n
Annar hvalreki í Hljómahöllinni
Thurston Moore kemur fagnandi í
Hljómahöllinni í október.
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
16 Lífið 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGUR