Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 6

Norræn tíðindi - 01.05.1956, Blaðsíða 6
Norrœn tíðindi 1956 /Xorrœn Riti þessu er œtlaö þaö hlutverk aö vera málgagn Norræna félagsins og þá samtímis tengiliöur milli fé- lagsstjórnarinnar og einstakra félags- manna og þannig einnig deilda víös- vegar um land. Þaö mun flytja fregnir af starfsemi félagsins á liðnu ári, fjalla um helztu framtíöarverkefni og veita wp'plýsingar um mót og námskeið á vegum Norrænu félaganna og ýmislegt annaö, sem æskilegt er, aö félagsmenn viti deili á. Hér er um nýmœli í starfi félagsins aö rœða, og er því rétt aö gera nokkra grein fyrir aödraganda þess. Nordens Kalender, hiö efnismikla og vandaöa ársrit Norrœnu félaganna hœtti aö koma út árið 191^0. Styrjöldin hindr- aöi samskipti þjóöanna, og útgáfa þessa sameiginlega rits lagöist niður. Á stríðsárunum hófst svo útgáfa félagsrita í hverju landi fyrir sig. Finnska félagið hóf útgáfu ritsins „För Norden“ 19J/0, sænska félagiö gefur út „Nordens tidning“ síðan 191/2, norska félagiö „Nordens nytt“ síöan 191/6, og danska félagiö hefur sent frá sér tima- ritiö „Norden“ um nokkurt árabil. Norræn jól, rit Norrœna félagsins, var fyrst gefiö út 191/1 og þá fyrst og fremst til þess aö bæta upp missi árs- ritsins Nordens Kalender, en ritiö átti tíðindi einnig aö vekja og viöhalda áhuga á norrænu samstarfi. Rit þetta hefur nú komiö út í 11/ ár, flest árin undir rit- stjórn Guölaugs Rósinkranz. Þaö hef- ur ætíö veriö vandaö aö efni og frá- gangi og til sóma fyrir félagiö og þá sem aö því hafa staöiö. Aö ófriönum loknum hefur oftar en einu sinni veriö rœtt um þaö á fulltrúa- fundum félaganna aö hefja af nýju út- gáfu á sameiginlegu riti, hliöstœöu Nordens Kalender. En sú hugmynd hefur ekki hlotiö nægilegt fylgi. Á- stæöan fyrir því er sú, aö félögin eiga öll fullt í fangi með aö afla fjár til félagsstarfseminnar. Fyrirsvarsmenn þeirra hafa því taliö, aö félögunum vœri meiri fengur aö því aö hafa hvert fyrir sig sitt eigiö félagsrit, sem miöli upplýsingum milli miöstjórnar, félags- deilda og meölima, frekar en eitt sam- eiginlegt ársrit. Hér hefur orðið hliöstæö þróun. Nor- rœn jól hafa staönaö í formi. Auk þess hefur útgáfa ritsins reynzt tiltölulega kostnaöarsöm. Þaö hefur því orðið aö ráöi aö breyta til og fylgja fordœmi hinna félaganna, hætta útgáfu Nor- rænna jóla, en senda félagsmönnum í þess staö bókagjöf og Norræn tíöindi. MAGNÚS GÍSLASON. 2

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.